Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Síða 30
ERLEND SAMSKIPTI
bæja, sem aðallega hafa falist í:
• heimsóknum bæjarfulltrúa
• starfsmannaskiptum sveitarfélaganna
• heimsóknum og samvinnu nemenda, í-
þróttafólks og listamanna
• samskiptum stjórnenda sveitarfélaganna,
starfsfræðslu, kynningum o.fl.
Fótboltafélögin FC Nanortalik og Bl ‘88 í keppnisferöalagi til Isafjaröar 1995.
Myndin er tekin á knattspyrnuvelli ísfiröinga á Torfnesi á ísafiröi. Ljósm.
vikublaðið Vestri á isafiröi.
Samskipti kjörinna fulltrúa
Með reglulegu millibili hafa fulltrúar bæj-
arstjóma sveitarfélaganna hist hver hjá öðrum
og eru makar yfirleitt með í för. Heimsóknir
standa oftast í viku í senn, sem ræðst af flug-
samgöngum milli landanna á flugleiðinni
Keflavík-Narsarsuaq. Dagskrá vinabæjaheim-
sókna er mjög fjölbreytt. Auk hefðbundinna
funda um vinarbæjasamskiptin og samstarfið
almennt og skoðunarferðir um sveitarfélagið
og nágrennið með heimsóknum í stofnanir og
til markverðra staða er lögð áhersla á að
kynna gestum atvinnufyrirtæki og eiga fundi með for-
ráðamönnum þeirra.
Starfsmannaskipti sveitarfélaganna
Fyrir fjórum árum óskaði Nanortalik sérstaklega eftir
að taka upp starfsmannaskipti og síðan hafa fjórir starfs-
menn frá Isafirði farið til Nanortalik og tveir frá
Nanortalik komið til Isafjarðar á jafn mörgum árum.
Starfsmennirnir hafa unnið að sérstökum tímabundnum
verkefnum fyrir sveitarfélögin sem eru:
• úttekt á félagsþjónustu sveitarfélaganna.
• ráðgjöf um atvinnuskapandi verkefni í smáiðnaði.
• tæknileg úttekt á vegaframkvæmdum.
• fræðsla um fjármál íslenskra sveitarfélaga.
Á árinu 1993 unnu félagsmálastjórar sveitarfélaganna
í fjórar vikur að úttekt á uppbyggingu félagsþjónustu
sveitarfélags hins aðilans.
Á árinu 1994 vann verkefnisstjóri Snerpu, sem er
átaksverkefni í atvinnumálum kvenna á Vestfjörðum, í
tvær vikur við ráðgjafarstörf í Nanortalik þar sem á-
hersla var lögð á að benda á ný störf í ýmiss konar smá-
iðnaði úr hráefni frá heimabyggð.
Á árinu 1995 vann forstöðumaður tæknideildar Isa-
fjarðar að ráðgjöf við gatnaframkvæmdir í Nanortalik
sem fólst m.a. í úttekt á slitlagsefnum í vegi. Árið áður
hafði bæjarverkfræðingur Nanortalik kynnt sér gatna-
framkvæmdir á Isafirði.
I apríl 1996 hélt undirritaður fjóra fyrirlestra í Nuuk á
vegum Sambands grænlenskra sveitarfélaga á þriggja
daga námskeiði fyrir starfsmenn fjármála-
deilda grænlensku sveitarfélaganna átján. Fyr-
irlestrarnir fjölluðu um hagkerfi íslands og
umgjörð þess, um uppbyggingu stjórnsýslu
sveitarfélaga á Islandi, um hlutverk fjármála-
stjóra og fjármáladeilda hjá sveitarfélögum á
íslandi og um fjármálalegt umhverfi íslenskra
sveitarfélaga.
Nemendaheimsókn 1991. Gestir og íslenskir fararstjórar. Myndin er tekin fyrir
utan Framhaldsskóla Vestfjaröa á Isafiröi. Ljósm. Snorri Grímsson.
Samskipti nemenda, íþróttafólks
og listamanna
Grænlenskir sveitarstjórnarmenn í
Nanortalik leggja áherslu á að íbúar vinabæj-
anna kynnist og þá sérstaklega nemendur í
grunnskóla, ýmist með heimsóknum eða sam-
starfsverkefnum. Á liðnum vetri tóku nem-
endur í fjórða bekk (9 ára) þátt í slíku verk-
efni, sem fólst í að þeir kynntu sér land og
þjóð hver annars um leið og þeir skrifuðust á
með hjálp kennara. I lok þemaviku var for-
220