Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 26
ERLEND SAMSKIPTI
Kjalamess.
I tilefni vinabæjamótsins var opn-
uð myndlistarsýning á verkum 14
listamanna á Seltjamamesi. Þetta er
farandsýning og voru verkin send
að loknu mótinu til Herlev en þaðan
fer hún síðan til hinna vinabæjanna.
Öll verkin eru til sölu og munu ein-
hver verkanna nú þegar hafa selst.
Er þetta liður í menningarsambandi
vinabæjanna og munu á næstu árum
koma hingað sams konar sýningar
frá vinabæjum okkar. Það var Guð-
rún Einarsdóttir myndlistarmaður
sem sá um allan undirbúning sýn-
ingarinnar.
Vinabæjanefnd Seltjarnarness
hefur tvisvar sinnum staðið fyrir
vinabæjavinnuskiptum unglinga það
ár sem mótið er haldið hér á Sel-
tjarnarnesi. Er þetta gert til að auka
vídd vinabæjasamstarfsins með því
að leggja áherslu á að ungt fólk taki
þátt í samstarfinu. Við höfum boðið
tveimur unglingum 15-16 ára frá
hverjum vinabæ að koma hingað í
hálfan mánuð að sumri til og taka
þátt í unglingavinnu bæjarins. Ungl-
ingamir eða bæjarfélag þeirra greið-
ir fargjaldið hingað en við greiðum
þeim laun og þau vinna við hlið
jafnaldra sinna hér. Þeir búa hjá
fjölskyldum hér í bæ og hefur tekist
einstaklega vel að útvega heimili
fyrir þá. Erfiðlega hefur þó gengið
að fá hina vinabæina til að gera
þetta líka og stafar það aðallega af
því að óalgengt er að unglingar fái
vinnu í sumarfríi sínu og bæjarfé-
lögin standa ekki fyrir unglinga-
vinnu í þeirri mynd sem hér tíðkast.
Mótið tókst í alla staði mjög vel
og léku veðurguðirnir við gestina
þann tíma sem þeir dvöldu hérlend-
is. Þátttakendur voru sammála um
að fundaefni mótsins hefði verið
mjög áhugavert og að gagnlegt væri
að fá slíkt tækifæri til að skiptast á
skoðunum og upplýsingum auk þess
að fræðast um stöðu mála annars
staðar á Norðurlöndum.
Áö á Þingvöllum.
---------M
'iíSBr3
Lagt af staö á Langjökul á vélsleöum. Myndirnar meö frásögninni tók greinarhöfundur.
menntamálaráðuneyti og eingöngu
hér hefur löggjafinn lögfest og skil-
greint allar stöður leikskólans fyrir
leikskólakennara. Um kvöldið var
síðan þátttakendum boðið til kvöld-
verðar í sal Lyfjafræðisafnsins í
Nesi. Þar voru haldnar ræður og
gjafir veittar en veislustjóri var Jón
Hákon Magnússon, forseti bæjar-
stjómar.
Seinni dagur mótsins var ferða-
dagur þar sem bæjarfulltrúar fóru
með gesti sína til Þingvalla þar sem
áð var og gestum boðnar flatkökur
með hangikjöti, hákarl og ískalt
lindarvatn beint úr gjánni. Þaðan var
haldið að Langjökli þar sem stigið
var á vélsleða og haldið á jökul.
Veðrið var eins og best verður á
kosið, glaðasólskin og heiðríkja og
útsýnið sem blasti við ferðalöngum
á jökulbungu var stórfenglegt og
öllum ógleymanlegt. Ekið var áleið-
is að Húsafelli, þaðan að Deildar-
tunguhver og Barnafossum og síðan
haldið heim á leið. Vinabæjamótinu
lauk síðan um borð í m.s. Arnesi,
sem sigldi með hópinn út á sundin
blá í sólskini og sléttum sjó sem
kom sér vel fyrir sjóveika og áhuga-
samir ftskimenn fengu að reyna fyr-
ir sér í sjóstangaveiði undan strönd
2 1 6