Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 17

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 17
FRÆÐSLUMAL WinSchool - kennslu- tækni framtíðarinnar? Tölvur verða sífellt mikilvægari liður í lífi og starfi einstaklinga og eru þær algeng hjálpartæki við kennslu. Tölvuverslunin Boðeind hefur til sýnis og sölu öflugt kennslukerfi, WinSchool, sem ætlað er að auka gæði og skilvirkni kennslu. Hvert sem viðfangsefnið er, alnetið, töflureiknir, ritvinnsla eða vélritun, auðveldar kerfið kennsluna. WinSchool hentar fyrir skóla og stofnanir sem hafa hug a að auka skilvirkni í kennslu á hag- kvæman hátt. Kerfið stuðlar að ný- tískulegu kennsluumhverfi með sameiningu tölvutækni og mann- legra samskipta á milli kennara og nemenda. Þannig er WinSchool kraftmikið og hagkvæmt miðlunarkerfi sem gefur kennara færi á að vera í stöð- ugu sambandi við nemendur sína í gegnum kerfið. Hann þarf ekki að arka homanna á milli í kennslustof- unni og bogra yfir axlir nemanda eða eyða dýrmætum tíma í töflu- skriftir. Einnig getur hann aðstoðað þá nemendur sem eru hjálparþurfi án þess að trufla hina sem lengra eru komnir. Kerfið gerir það að verkum að kennarinn leiðbeinir, leiðréttir og hrósar vinnubrögðum nemenda sinna með því að skoða skjámyndir þeirra á eigin skjámynd. Hann hefur því óskipta athygli nem- enda og kennslustundin nýtist til fulls. Fjórar keyrsluaóferóir I WinSchool eru fjórar keyrsluað- ferðir notaðar: • Sending gefur kennara mögu- leika á því að senda skjámynd sína, bæði texta og myndir, til eins eða fleiri nemenda og einnig er hægt að sýna myndbönd í kerfinu til nem- enda. Hann getur notað músina til að vekja athygli nemenda á mikil- vægum atriðum. Einnig getur hann verið í talsambandi við einn eða fleiri nemendur ef höfuðtól eru til staðar. • Athugun gefur kennara mögu- leika á því að skoða skjámynd nem- enda án þess að trufla þá. Þá getur hann sent skjámynd eins nemanda á skjái annarra nemenda. • Stjórnun gefur kennara kost á því að nota sína útstöð til að stjórna útstöð nemenda. Ef hann sér að nemandi á í vandræðum getur hann aðstoðað nemandann í gegnum kerfið frá sinni útstöð. • Endurræsing gefur kennara möguleika á að endurræsa eina eða fleiri af útstöðvum nemenda. WinSchool kennslukerfiö í Foldaskóla Foldaskóli í Reykjavík varð fyrsti skólinn til að taka kerfið í notkun við kennslu hér á landi veturinn 1995-1996. Rósa Gunnarsdóttir, kennara í Foldaskóla, segir kennslu- kerfið ómetanlegt fyrir kennara sem og nemendur. Kennari hafi fulla stjórn á því sem fram fer í kennslu- stofunni og umfram allt telur hún að raddbönd kennara skaddist síður með notkun kerfisins. Rósa segir til- valið að nota kerfið við margs konar kennslu, til dæmis í náttúrufræði og geta þá sent ýmsar myndir, til dæm- is af alnetinu, á skjá hvers nemanda. Rósa kennir eðlisfræði og stjörnu- fræði með kennslukerfið sem hjálp- artæki og miðlar myndum af alnet- inu af Pentium kennaratölvu yfir á mun kraftminni vélar nemenda í gegnum kerfið. Rósa segir að tengsl við hvem og einn nemanda séu mun persónulegri og kennslan komist betur til skila fyrir vikið. Einnig að mikilvægt sé að geta sent texta og myndir á nemendur og þannig gera kleift að kynna hin ýmsu forrit fyrir nemendum og leiðbeina þeim jafn- framt í notkun þeirra. í endurbættri útgáfu kerfisins er nú hægt að vera í talsambandi við hvem og einn nemanda og einnig er hægt að senda lifandi myndir á hvem skjá. Fyrir áhugamenn um nýjungar í kennslutækni er WinSchool til sýnis í tölvuversluninni Boðeind í Mörk- inni 6. Markaðsfulltrúi Boðeindar, söluaðila WinSchool kennslukerfis- ins á Islandi, er Þór Clausen og veit- ir hann upplýsingar um það í síma 588-2061. Nemendur í Vogaskóla í kennslustund. Ljósm. K. Svansson. 207
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.