Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 39
ERLEND SAMSKIPTI
Pátttaka i COMENIUSI-1 eftir landshlutum 1996 -'97
Samtals ST ÞT UH
Reykjavík 10 2 6 2
Reykjanes 3 1 2
Vesturland 1 1
Vestfirðir 2 2
Norðurland vestra
Norðurland eystra 4 3 1
Austurland 3 1 2
Suðurland 5 1 3 2
ST (stýriskóli), ÞT (þátttökuskóli), UH (undirbúningsheimsókn).
hafa 23 kennarar fengið styrk til að
sækja tengslaráðstefnur erlendis en
þær eru haldnar í því skyni að
stofna ný samstarfsnet.
Helstu vandamál
og lausnir til úrbóta
Ekki hefur alls staðar reynst jafn
auðvelt að fá skóla til þátttöku.
Framkvæmdastjórn ESB stefndi að
því að um 10.000 skólar kæmust í
samstarfsverkefni fyrir lok þessa
árs, eða 3% allra skóla í EES. í júlí
voru 1000 skólar komnir í gild sam-
starfsverkefni sem er um 10% af því
sem stefnt var að. Sérstaklega hefur
stærri löndunum reynst erfitt að
virkja skólana. Miðað við það má
telja að sá árangur sem náðst hefur á
íslandi sé mjög góður. Hlutur
COMENIUSAR-I er 13,7% af fjár-
lögum SÓKRATESAR. Úthlutun
til Islands fyrir hvert skólaár hefur
verið um 4,5
m i 11 j ó n i r
króna.
Islenskir
þátttakendur
í COMENI-
USI hafa
flestir lýst
ánægju sinni
með þá
möguleika
sem áætlunin
felur í sér og þegar hefur mikill
fjöldi nemenda notið góðs af þátt-
töku skólanna.
Helstu erfiðleikar
eru krafa um
mótframlög frá
skólanum. Brýnt
er að yfirstjórn
skólans sé virk í
samstarfinu og
geri sér grein fyr-
ir í hverju verk-
efnið er fólgið.
Umsjónarkennar-
inn má ekki ein-
angrast með
verkefnið í skól-
anum og hann
þarf stuðning frá
samkennurum
svo og skóla-
stjóra. I raun má segja að þátttaka í
slíku verkefni þurfi að vera hluti af
heildarstefnu
sem skólar móta
sér og falla eðli-
lega að því starfi
sem þar fer fram.
Menn hafa
velt því fyrir sér
hvort unnt væri
að koma betur til
móts við þá
skóla sem taka
þátt í samstarfs-
verkefnum í
COMENIUS-
AR-áætluninni.
Nauðsynlegt er
að skólum verði
gert auðveldara
með einhverjum
fjárframlögum
innanlands frá að sýna fram á 50%
mótframlag við styrk úr COMENI-
USI. Sérstaklega er þó brýnt að
kennurum sé gert kleift að taka þátt
í undirbúningsheimsóknum með því
að forfallakennsla sé tryggð, ef
heimsóknin á sér stað á starfstíma
skóla. Sveitarstjórnir þyrftu að
íhuga hvernig þær geti komið til
móts við þarfir skólanna að þessu
leyti. Ljóst er að þátttaka í alþjóða-
samstarfi er ábyrgðarmál fyrir
skólasamfélagið í heild og þarf því
að taka alvarlega og móta þarf
ákveðna stefnu í þeim efnum.
EES-samningurinn gerir íslend-
ingum kleift að standa jafnfætis
löndum ESB í SÓKRATES-áætlun-
inni og er þarna um að ræða tæki-
færi fyrir íslenska menntakerfið í
heild sinni bæði til að miðla af
reynslu sinni og til að kynnast nýj-
um viðhorfum og aðferðum. Ljóst
er að slík samvinnuverkefni geta
virkað sem vítamínsprauta fyrir
skólastarfið og að COMENIUS
býður upp á möguleika sem annars
væm ekki til staðar. A liðnu ári hef-
ur tekist að virkja marga aðila og
nýtur COMENIUSAR-verkefnið
velvilja hjá kennurum og öðru
skólafólki. Mikilvægt er að viðhalda
þessum áhuga og koma til móts við
þá sem leggja á sig bæði vinnu og
tíma í þágu alþjóðavæðingar skól-
anna.
íslenska sendinefndin í Helsinger með kynningarbás. Frá vinstri
Kristín Hafsteinsdóttir, kennari i Hjallaskóla i Kópavogi, Fjóla
Ottósdóttir, kennari í grunnskólanum Skógum, Svanhildur
Ólafsdóttir, kennari i grunnskóla Austur-Landeyjahrepps, og
Hólmfríður Sigurðardóttir, kennari viö Lundarskóla á Akureyri.
Greinarhöfundur tók myndina.
Kennarar frá tíu Evrópurikjum á tengslaráðstefnu í Helsingor í
Danmörku. Slíkir fundir eru kveikjan að mörgum samstarfsverk-
efnum COMENIUSAR.
229