Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Blaðsíða 31
ERLEND SAMSKIPTI eldrum á ísafirði boðið í skólann til að kynna sér sam- starfsverkefnið þar sem m.a. voru til sýnis frásagnir grænlenskra bama á umhverfi þeirra í myndverkum, um leið og íslensku nemendurnir sýndu grænlenskt þjóðlíf og sögu með leikrænni framsetningu. Af nýlegum heim- sóknum og viðburðum má nefna heimsókn 20 nemenda tíunda bekkja til Isafjarðar á Iiðnu sumri, komu 15 manna knattspymuliðsins FC Nanortalik í keppnisferða- lag til Isafjarðar sumarið 1995 og þátttöku tveggja ís- firskra tónlistarmanna auk formanns Norræna félagsins á Isafirði í samnorrænni ráðstefnu um listir og ferðamál sem haldin var í júní 1995 í Nanortalik. Samskipti stjórnenda sveitarfélaganna, starfsfræósla, kynningar o.fl. Stjómendur Nanortalik hafa með reglulegu ntillibili heimsótt Isafjörð þar sem upplýsingum hefur verið miðlað um stjómun og rekstur sveitarfélaganna auk þess sem rætt er um vinabæjasamskiptin. Framkvæmdastjóri (kommunaldirektör) Nanortalik, Frank Hedegaard Jörg- ensen, hefur sérstaklega kynnt sér rekstur og uppbygg- ingu opinberra stofnana og samtaka sveitarfélaga á Vestfjörðum auk fjölda fyrirtækja á Isafirði. Viðskipta- tengsl milli fyrirtækja hafa komist á og grænlensk ung- menni hafa verið í verklegri þjálfun hjá ísfirskum fyrir- tækjum. Stjórnendur Isafjarðar hafa greitt götu aðila í viðskiptaferðum og kynnt Isafjörð á Grænlandi. Einnig tekið á móti og átt þátt í skipulagningu ferða sendinefnda þaðan, t.d. atvinnumálanefndar auk menningar- og fræðslu- nefndar- KANUKOKA, grænlenska sveitarstjóm- arsambandsins, en sú nefnd kynnti sér á liðnu sumri uppbyggingu og fyrirkomulag námskeiða- halds og endurmenntunar á Islandi hjá ýmsum einkaaðilum og félögum auk sveitarfélaga og ríkisstofnana. Lokaorö Vinabæjatengsl Isafjarðar og Nanortalik hafa orðið báðum aðilum til gagns. Fjölmargir íbúar þessara byggða hafa bundist vinaböndum. Sú vinátta sýndi sig best á ögurstundu eftir snjóflóðin ægilegu á Vestfjörðum á liðnu ári. I kjölfar þeirra beitti vinabæjanefnd Nanortalik sér fyrir almennri fjársöfnun í Grænlandi fyrir íbúa Súðavíkur og Flateyrar og safnaðist verulegt fé. Bæjarmerki Nanortalik. þrír ís- birnir. Vinabær á Grænlandi? Vinabæjanefnd Norræna félagsins hefur borist erindi frá Grænlensk-ís- lenska félaginu (KALAK) þar sem kynnt er beiðni frá tveimur bæjarfé- lögum á Grænlandi um vinabæja- tengsl við sveitarfélög hérlendis. Scoresbysund Annars vegar er beiðni frá Ittogg- ortoormiit, Scoresbysundi, sem er 550 manna byggð á austurströnd Grænlands og þekur rúmlega 200.000 km2 af landi og ís, þar af aðeins 32.500 km2 íslaust. Bærinn er mjög einangraður en hefur þó flugsamgöngur við Island allt árið, en skipasamgöngur eru einungis í júlí, ágúst og hluta september. Ibú- arnir lifa að mestu af veiðum og flytja t.d. út skinnavörur fyrir um 15 millj. ísl. króna. Holsteinsborg Hins vegar er beiðni frá Sisimiut, Holsteinsborg, sem er rúmlega 5000 manna byggð á vesturströnd og þek- ur rúmlega 36.000 km2, þar af 17.000 km2 íslaust. Bærinn er annar stærsti byggðarkjarni á Grænlandi næst á eftir höfuðstaðnum Nuuk. Sisimiut nýtur góðs af nálægð við gjöful fiskimið og þar er mikil tog- araútgerð, slippur og tvö fisk- vinnsluhús. Ferðamál hafa síðustu ár orðið ríkari þáttur í atvinnulífi byggðarlagsins, m.a. gönguferðir, sportveiði og hundasleðaferðir. Vinabæjanefnd Norræna félagsins Stjóm sambandsins hefur tilnefnt Unnar Stefánsson ritstjóra til þess að eiga sæti af hálfu sambandsins í vinabæjanefnd Norræna félagsins. Aðrir í nefndinnni eru Ingimund- ur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garða- bæ, og Sigríður Jóhannsdóttir, al- þingismaður og formaður deildar Norræna félagsins í Keflavík, skip- uð af stjórn Norræna félagsins án tilnefningar, Gylfi Gunnarsson, end- urskoðandi og fyrrum bæjarritari á Isafirði, varaformaður deildar Nor- ræna félagsins í Garðabæ, tilnefndur af framkvæmdaráði Norræna félags- ins, og þeir Kristján Guðmundsson, bæjarfulltrúi í Kópavogi og formað- ur deildar Norræna félagsins þar, og Stefán Olafsson, formaður deildar Norræna félagsins í Mosfellsbæ, sem kosnir voru á síðasta 'sam- bandsþingi norrænu félaganna. Stefán Olafsson er formaður nefndarinnar. 22 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.