Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 23

Sveitarstjórnarmál - 01.12.1996, Side 23
Atvinnulíf nýrri tíma á Hofsósi snerist um sjávarútveg og uppbygg- ingu frystiiðnaðar. A Hofsósi voru uppgangstímar á áttunda áratugnum eins og víðar í þorpum og bæjum, en undanfama áratugi hefur þróunin verið sú sama og annars staðar í dreifbýli. Ibúum hefur fækkað vegna minnkandi atvinnu í sjávarút- vegi og samdráttar í landbúnaði. Árið 1948 var kauptúnið Hofsós gert að sérstöku sveitarfélagi, en það sameinaðist árið 1990 Fells- hreppi og Hofshreppi, undir nafni þess síðastnefnda. Hinn 1. desember 1995 voru íbúar hreppsins alls 378. Á Hofsósi bjuggu þá 228 íbúar. Frá Hofsósi er nú gert út á minni bátum. Þar er fiskverkun, málm- smiðja, trésmíðastofa, bifreiðaverk- stæði og útgerð hópferðabifreiða. Á Hofsósi er heilsugæslustöð, grunn- skóli og leikskóli, verslun, pósthús, banki, lítið handverkshús, gistihús, hársnyrtistofa og saumastofa, sú eina hérlendis sem saumar íslenska fánann. Á sumrin er veitingastofa opin ferðafólki og boðin fjölbreytt þjónusta. Nýopnað Vesturfarasetur og gamla Pakkhúsið laða að ferða- menn sem vilja fræðast um sögu og menningu í skemmtilegu umhverfl. Ferðaþjónustan verður æ ríkari þátt- ur í atvinnulífi staðarins, á meðan hefðbundnari atvinnuvegir leita jafnvægis. Uppbygging í feröaþjón- ustu og menningarmálum A nokkrum býlum í hreppnum er nú rekin fjölbreytt gestamóttaka. Auk gistingar stendur til boða marg- vísleg veitingaþjónusta og afþreying af ýmsum toga, svo sem silungs- veiði, hestaferðir, vatnaþotur og golf. Eins og annars staðar á landinu hefur þessi þjónusta verið vinsæl og vel þokkuð af erlendum gestum sem innlendum. Á Hofsósi er einnig kostur á gist- ingu í húsum í gamla þorpskjaman- um. Þar hefur verið ráðist í athyglis- verða endurbyggingu eldri húsanna. Pakkhúsið, stokkbyggt bjálkahús frá 1777, er stórmerkt hús að byggingu MENNINGARMÁL Meöal margra gesta viö vígslu Vesturfaraseturs- ins var Davíö Oddsson for- sætisráöherra. og eitt elsta sinnar tegundar á land- inu. Húsið er í eigu Þjóðminjasafns Islands og umsjá sveitarfélagsins. Pakkhúsið var endurbyggt og opnað gestum árið 1992. Á neðri hæð hússins er sýning Byggðasafns Skagfirðinga á myndum og munum sem tengjast Drangeyjarútvegi, fugla- og fiskveiðum. Á Pakkhús- loftinu hafa verið haldnar kvöldvök- ur og framreiddar veitingar sem hæfa anda hússins, meðal annars kæstur hákarl, en mikil hákarlaút- gerð var frá austanverðum Skaga- firði áður fyrr. Ef ferðaþjónustan er þau nýju mið sem sótt er á, þá verð- ur ekki aflað án þess að hafa um borð söguna og menninguna. Með þetta að leiðarljósi vinna ferðaþjón- ustuaðilar á Hofsósi. Ferðamenn sem endurnýja kynni sín af Hofsósi geta fylgst með mörgum jákvæðum breytingum. Nú er verið að gera upp flest gömlu húsin í kvosinni, eða „plássinu" við Pakkhúsið, sem áður stóðu yfirgefin eða voru í niðurníðslu. Sum þeirra eru gistihús, önnur sumarbústaðir og í öðrum er búið allt árið. Einn helsti styrkur Hofsóss sem ferða- mannastaðar er þessi óraskaði gamli kjami og það sem í annan tíma virð- ist veikleiki: smæðin og fjarlægðin frá þjóðbrautinni. Þama hefur skap- ast sérstakt andrúmsloft í nálægð sjávar og lifandi sögu landsins. Vesturfarasetríö í gamla Kaupfélagshúsinu Við fjöruborðið inn af höfninni á Hofsósi stendur reisulegt hús sem hefur gengið undir nafninu „Gamla Kaupfélagið". Húsið hefur nú feng- ið það framtíðarhlutverk að hýsa einstæða sýningu tileinkaða ís- lensku vesturfömnum og þar er rek- in þjónustumiðstöð sem sérstaklega sinnir afkomendum þeirra og ætt- ingjum. Fráfarandi forseti, Vigdís Finnbogadóttir, opnaði Vesturfara- setrið 7. júlí síðastliðinn, að við- stöddum miklum mannfjölda. Oli Jóhann Ásmundsson arkitekt teiknaði endurbælur á gamla Kaup- félagshúsinu og nýtti gamlar við- byggingar til að auka húsrýmið. Þar sem áður stóðu hrörlegir verkfæra- og beituskúrar hefur nú risið skemmtileg viðbygging. I því hús- næði er m.a. að finna fyrirlestrasal, bókasafn, ættfræðistofu og vinnuað- stöðu fyrir fræðimann. Hlutverk hússins er margþætt, en því má skipta í fimm höfuðþætti. í fyrsta lagi er verið að gera upp Kaupfélagshúsið og endurlífga verslun í húsinu. í öðru lagi er í.hús- inu viðamikil sýning sem rekur sögu veslurfaranna. I þriðja lagi verður starfrækt í húsinu upplýs- 2 1 3

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.