Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Síða 26
RÁÐSTEFNUR öðru en að úthluta styrkjum til fyrir- tækja úti á landi. Hún snúist m.a. urn að landið allt fái að njóta sann- mælis í fjölmiðlum, að landið allt fái að njóta ljölgunar opinberra starfa en ekki aðeins suðvesturhom- ið og síðast en ekki síst þá væri byggðastefnan um leið mennta- stefna. Gísli rakti hvernig Horna- fjörður hefur fengið til sín fleiri verkefni, t.d. reynslusveitarfélaga- verkefni, sameining hafi orðið á svæðinu og það styrkst í kjölfarið. Drífa Sigfúsdóttir fjallaði um aukin verkefni sveitarfélaga og framtíðarsýn á þeim vettvangi. Hún rakti hvernig verkefni hefðu verið færð til sveitarfélaga en að tekjur hefðu ekki alltaf verið nægar til að mæta þeim kröfum sem löggjafinn gerir á hendur sveitarfélögunum. Sameining sveitarfélaga þarf að hennar mati að eiga sér stað, þar þurfa ákvæði sveitarstjórnarlaga að kveða skýrar á um ýmsa hluti. Þá fjallaði Drífa um nauðsynlegar úr- bætur í ýmsum málaflokkum sem mikilvægar væru til að styrkja byggð, s.s. samgöngumál, upplýs- ingatækni og fjarskipti og mennta- mál. Hún gerði jafnframt sérstaka grein fyrir mörgum framfaraverk- efnum sem Reykjanesbær hefur staðið fyrir á undanfömum árum. I lok erindis síns fjallaði hún um mátt einstaklingsframtaksins, að heilu kauptúnin hefðu byggst upp að til- stuðlan atorkusamra einstaklinga og að þennan kraft ætti að virkja. Skoóanaskipti og misjafn- ar áherslur A eftir hverjum kafla fyrirlestra voru umræðu- og fyrirspumatímar. Þessar umræður verða ekki tíundað- ar hér þótt þær hafi að sjálfsögðu verið ákaflega mikilvægar ntálefn- inu. Skoðanaskipti urðu á tíðum líf- leg og það var greinilegt að skoðan- ir á byggðamálum eru skiptar og hægt að fullyrða að það verður ekki um þjóðarsátt um framtíðarsýn í byggðamálum að ræða miðað við að byggðarþróunin haldi áfram með óbreyttum hætti. Það var þó að heyra á ráðstefnugestum og fyrir- lesumm að nú væri kominn tími til að slíðra sverðin og reyna til þrautar SKIPULAGSMÁL Gerð svæðisskipulags á Héraði að hefjast Vinna er að hefjast við gerð svæðisskipulags á Héraði. Að því starfi standa ellefu sveitarfélög, Eg- ilsstaðabær og tíu hreppar Fljóts- dalshéraðs. Hvert sveitarfélag hefur tilnefnt tvo fulltrúa í samvinnunefnd unt þetta verkefni og skipulagsstjórn ríkisins hefur skipað Helga Hall- grímsson vegamálastjóra formann nefndarinnar. Ur þessum hópi eru síðan valdir fjórir fulltrúar sent skipa ásamt formanni framkvæmda- nefnd. Skipulag ríkisins mun vinna að svæðisskipulagsgerðinni en einnig er gert ráð fyrir að sérstakir ráðgjaf- ar verði fengnir til að starfa að því. Auk hefðbundins svæðisskipulags er ákveðið að samhliða vinnu að því muni Byggðastofnun vinna byggða- áætlun fyrir svæðið. Þessu starfi er áformað að Ijúka á miðju árinu 2000 að sögn Helga Hallgrímsson- ar, formanns nefndarinnar. Auk hinnar hagrænu áætlanagerðar sem unnin verður samhliða gerð svæðis- skipulagsins er einnig ákveðið að sögn Helga að fram fari umhverfis- mat á áætlanagerðinni og þeirri stefnumörkun sem í henni mun fel- ast. Verður í því lagt mat á fyrirætl- anir um orkunýtingu og þætti sem varða umhverfismál almennt. Vonir standa til, segir Helgi, að slíkt mat muni nýtast síðar til nánari útfærslu á skipulagstillögum þeim sem gerð- ar verða og að fram komi hvaða þætti heimamenn vilja leggja meg- ináherslu á. að ná sátt um byggðamálin og vinna þannig að þeim að til hagsbóta verði fyrir landsbyggðarfólk og Islend- inga í heild. Amar Páll Hauksson, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri, dró í lok ráðstefnunnar fram þau helstu atriði sem hann taldi að hefðu staðið upp úr í fyrirlestrum og umræðum. Erindin og umræóurnar eru á Alnetinu Öll erindi, umræður og myndir sem birtust með erindum er að finna á Alnetinu (Intemetinu) á heimasíðu Byggðastofnunar. Slóð ráðstefnunn- ar er: http://www.bygg.is/radstef- na97.html og vill greinarhöfundur hvetja þá sem hafa aðgang að ver- aldarvefnum og vilja kynna sér efni ráðstefnunnar nánar til að heim- sækja heimasíðu Byggðastofnunar. Hafi menn ekki yfir þessari tækni að ráða þá er einnig mögulegt að fá senda þá fyrirlestra sem menn vilja kynna sér nánar frá landshlutasam- tökum sveitarfélaga í viðkomandi kjördæmi eða frá Byggðastofnun. HAFNAMÁL 28. ársfundur Hafnasam- bandsins í Reykjavík 9.—10. október Ársfundur Hafnasambands sveit- arfélaga, hinn 28. í röðinni, verður haldinn að Hótel Sögu í Reykjavík fimmtudaginn 9. og föstudaginn 10. október. Fundurinn er haldinn í boði hafnarstjómar Reykjavíkur í tilefni af 80 ára afmæli Reykjavíkurhafnar. Aðalumræðuefni ársfundarins er Hafnamál - framkvæmdir og fjár- mögnun - ný verkaskipti, ný við- horf. Framsögumenn um þetta efni verða þeir Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, og Einar K. Guð- finnsson, formaður santgöngu- nefndar Alþingis. 2 1 6

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.