Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.10.1997, Blaðsíða 26
RÁÐSTEFNUR öðru en að úthluta styrkjum til fyrir- tækja úti á landi. Hún snúist m.a. urn að landið allt fái að njóta sann- mælis í fjölmiðlum, að landið allt fái að njóta ljölgunar opinberra starfa en ekki aðeins suðvesturhom- ið og síðast en ekki síst þá væri byggðastefnan um leið mennta- stefna. Gísli rakti hvernig Horna- fjörður hefur fengið til sín fleiri verkefni, t.d. reynslusveitarfélaga- verkefni, sameining hafi orðið á svæðinu og það styrkst í kjölfarið. Drífa Sigfúsdóttir fjallaði um aukin verkefni sveitarfélaga og framtíðarsýn á þeim vettvangi. Hún rakti hvernig verkefni hefðu verið færð til sveitarfélaga en að tekjur hefðu ekki alltaf verið nægar til að mæta þeim kröfum sem löggjafinn gerir á hendur sveitarfélögunum. Sameining sveitarfélaga þarf að hennar mati að eiga sér stað, þar þurfa ákvæði sveitarstjórnarlaga að kveða skýrar á um ýmsa hluti. Þá fjallaði Drífa um nauðsynlegar úr- bætur í ýmsum málaflokkum sem mikilvægar væru til að styrkja byggð, s.s. samgöngumál, upplýs- ingatækni og fjarskipti og mennta- mál. Hún gerði jafnframt sérstaka grein fyrir mörgum framfaraverk- efnum sem Reykjanesbær hefur staðið fyrir á undanfömum árum. I lok erindis síns fjallaði hún um mátt einstaklingsframtaksins, að heilu kauptúnin hefðu byggst upp að til- stuðlan atorkusamra einstaklinga og að þennan kraft ætti að virkja. Skoóanaskipti og misjafn- ar áherslur A eftir hverjum kafla fyrirlestra voru umræðu- og fyrirspumatímar. Þessar umræður verða ekki tíundað- ar hér þótt þær hafi að sjálfsögðu verið ákaflega mikilvægar ntálefn- inu. Skoðanaskipti urðu á tíðum líf- leg og það var greinilegt að skoðan- ir á byggðamálum eru skiptar og hægt að fullyrða að það verður ekki um þjóðarsátt um framtíðarsýn í byggðamálum að ræða miðað við að byggðarþróunin haldi áfram með óbreyttum hætti. Það var þó að heyra á ráðstefnugestum og fyrir- lesumm að nú væri kominn tími til að slíðra sverðin og reyna til þrautar SKIPULAGSMÁL Gerð svæðisskipulags á Héraði að hefjast Vinna er að hefjast við gerð svæðisskipulags á Héraði. Að því starfi standa ellefu sveitarfélög, Eg- ilsstaðabær og tíu hreppar Fljóts- dalshéraðs. Hvert sveitarfélag hefur tilnefnt tvo fulltrúa í samvinnunefnd unt þetta verkefni og skipulagsstjórn ríkisins hefur skipað Helga Hall- grímsson vegamálastjóra formann nefndarinnar. Ur þessum hópi eru síðan valdir fjórir fulltrúar sent skipa ásamt formanni framkvæmda- nefnd. Skipulag ríkisins mun vinna að svæðisskipulagsgerðinni en einnig er gert ráð fyrir að sérstakir ráðgjaf- ar verði fengnir til að starfa að því. Auk hefðbundins svæðisskipulags er ákveðið að samhliða vinnu að því muni Byggðastofnun vinna byggða- áætlun fyrir svæðið. Þessu starfi er áformað að Ijúka á miðju árinu 2000 að sögn Helga Hallgrímsson- ar, formanns nefndarinnar. Auk hinnar hagrænu áætlanagerðar sem unnin verður samhliða gerð svæðis- skipulagsins er einnig ákveðið að sögn Helga að fram fari umhverfis- mat á áætlanagerðinni og þeirri stefnumörkun sem í henni mun fel- ast. Verður í því lagt mat á fyrirætl- anir um orkunýtingu og þætti sem varða umhverfismál almennt. Vonir standa til, segir Helgi, að slíkt mat muni nýtast síðar til nánari útfærslu á skipulagstillögum þeim sem gerð- ar verða og að fram komi hvaða þætti heimamenn vilja leggja meg- ináherslu á. að ná sátt um byggðamálin og vinna þannig að þeim að til hagsbóta verði fyrir landsbyggðarfólk og Islend- inga í heild. Amar Páll Hauksson, fréttamaður hjá Ríkisútvarpinu á Akureyri, dró í lok ráðstefnunnar fram þau helstu atriði sem hann taldi að hefðu staðið upp úr í fyrirlestrum og umræðum. Erindin og umræóurnar eru á Alnetinu Öll erindi, umræður og myndir sem birtust með erindum er að finna á Alnetinu (Intemetinu) á heimasíðu Byggðastofnunar. Slóð ráðstefnunn- ar er: http://www.bygg.is/radstef- na97.html og vill greinarhöfundur hvetja þá sem hafa aðgang að ver- aldarvefnum og vilja kynna sér efni ráðstefnunnar nánar til að heim- sækja heimasíðu Byggðastofnunar. Hafi menn ekki yfir þessari tækni að ráða þá er einnig mögulegt að fá senda þá fyrirlestra sem menn vilja kynna sér nánar frá landshlutasam- tökum sveitarfélaga í viðkomandi kjördæmi eða frá Byggðastofnun. HAFNAMÁL 28. ársfundur Hafnasam- bandsins í Reykjavík 9.—10. október Ársfundur Hafnasambands sveit- arfélaga, hinn 28. í röðinni, verður haldinn að Hótel Sögu í Reykjavík fimmtudaginn 9. og föstudaginn 10. október. Fundurinn er haldinn í boði hafnarstjómar Reykjavíkur í tilefni af 80 ára afmæli Reykjavíkurhafnar. Aðalumræðuefni ársfundarins er Hafnamál - framkvæmdir og fjár- mögnun - ný verkaskipti, ný við- horf. Framsögumenn um þetta efni verða þeir Gísli Gíslason, bæjar- stjóri á Akranesi, og Einar K. Guð- finnsson, formaður santgöngu- nefndar Alþingis. 2 1 6
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.