Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 5

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 5
SAMEINING SVEITARFELAGA Séö yfir Steinsstaðatorfuna í Lýtingsstaöahreppi í Skagafiröi. Loftmyndina tók Mats Wibe Lund. Sameining 11 sveitarfélaga í Skagafirði Bjarni Jónsson, fv. fi'amkvœmdastjóri sameiningarnefindar sveitarfié- laga í Skagafirði Hinn 15. nóvember 1997 var í almennri atkvæða- greiðslu í ellefu sveitarfélögum í Skagafirði samþykkt að sameina þau. Tólfta sveitarfélagið, Akrahreppur, tók ekki þátt í atkvæðagreiðslunni. Sveitarfélögum í Skaga- firði hefur því á fáum árum fækkað úr fjórtán í tvö. Það er mál manna að hið nýja sveitarfélag skuli heita Skaga- fjörður. Addragandi sameiningar Hugmyndin um að sameina öll sveitarfélög í Skaga- firði kom fyrst til alvarlegrar umræðu á árinu 1993. Hinn 20. nóvember það ár voru um allt land greidd atkvæði um sameiningu sveitarfélaga í misstór ný sveitarfélög. Úrslit atkvæðagreiðslunnar hér í Skagafirði urðu á þá leið að í sex sveitarfélögum var sameiningartillagan samþykkt, þ.e. á Sauðárkróki, í Skefilsstaðahreppi, Stað- arhreppi, Viðvíkurhreppi, Hólahreppi og í Hofshreppi, en í sex sveitarfélögum var tillagan felld, þ.e. í Skarðs- hreppi, Seyluhreppi, Lýtingsstaðahreppi, Akrahreppi, Rípurhreppi og í Fljótahreppi. Niðurstöður atkvæða- greiðslunnar sýndu verulegan áhuga almennings í Skagafirði á að sameina héraðið í eitt sveitarfélag. Fljótlega eftir síðustu sveitarstjómarkosningar hófust umræður um það hvemig auka mætti samvinnu sveitar-

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.