Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Qupperneq 34

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Qupperneq 34
MENNINGARMAL I sýningarrými Kirkjubæjarstofu. slikt þróunarstarf sé unnið í Skaftárhreppi, þar sem þessi lýsing á betur við aðstæður þar en í nokkru öðru héraði landsins. Á fundi stjómar Bæjar hf. 4. mars 1996 var samþykkt að beina því til sveitarstjómar að beita sér fyrir fram- gangi þessa verkefnis. Hinn 29. apríl skipaði hrepps- nefnd Skaftárhrepps nefnd, sem hefði það verkefni að undirbúa stofnun Náttúrufræðiseturs á Kirkjubæjar- klaustri. 1 nefndina voru skipuð Olafía Jakobsdóttir, Hanna Hjartardóttir og Jón Helgason, sem var kosinn formaður. Nefndin skyldi hafa samvinnu við Jóhönnu B. Magnúsdóttur, ferðamálafulltrúa Skaftárhrepps. Nefndinni var ljóst að leita þyrfti eftir stuðningi fleiri aðila til að hrinda þessu verkefni í framkvæmd. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri hafði sýnt málinu mikinn áhuga. í héraðinu er nú einhver alvarlegasta gróðureyð- ing á landinu vegna náttúrahamfara á undanfömum ára- tugum. Af þeim sökum eru frekari rannsóknir á iðju náttúraaflanna mikilvægar fyrir Landgræðsluna, enda þá orðinn starfsmaður á hennar vegum á Kirkjubæjar- klaustri í hálfu starfi til að sinna verkefnum hennar. Undirbúningur rannsóknar- og þróunar- verkefnis Á fyrsta fundi nefndarinnar 30. maí var ákveðið að byrja að undirbúa rannsóknar- og þróunarverkefni Rannsóknarráðs og leita eftir stuðningi annarra stofnana, sem stunda rannsóknir á náttúru, menningu og sögu hér- aðsins, til að standa að því. Var fyrst snúið sér til Há- skóla íslands. Á fundi formanns með þáverandi háskóla- rektor, Sveinbimi Bjömssyni, sýndi rektor málinu mik- inn áhuga enda væri Háskólinn stofnun fyrir landið allt. Skömmu síðar barst staðfesting á að Háskólinn yrði þar þátttakandi. í ágústmánuði var Freysteinn Sigurðsson á ferð í hér- aðinu. Lýsti hann yfir stuðningi við hugmyndina um rannsóknarverkefnið en varpaði um leið fram hugmynd um að haldin yrði ráðstefna um náttúrufar og lífríki Skaftárhrepps veturinn eftir þar sent fengnir yrðu vís- indamenn frá flestum þeirra stofnana, sem að slíkum rannsóknum hafa unnið í héraðinu. Nefndin samþykkti þessa tillögu Freysteins og á næstu vikum og mánuðum vann hún að undirbúningi beggja verkefnanna. Undir- tektir voru góðar og vilji mikill til þátttöku hjá þeim stofnunum sem leitað var til. Umsókn um styrk til rannsóknarverkefnis Til að bera ábyrgð á umsókn um styrk til Rannsóknar- ráðs Islands til verkefnisins „Þróun ferðaþjónustu og rannsókna í Skaftárhreppi“ var skipuð verkefnisstjóm. I henni tóku sæti Guðrún M. Olafsdóttir, skorarstjóri Landa- og jarðfræðideildar HI, Ágúst H. Ingþórsson, for- 96
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.