Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Síða 45

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Síða 45
UMHVERFISMÁL Lifrænn úrgangur er oft á tíðum blautur og sem slíkur uppspretta sigvatns á urðunar- stað. Ljósm.: B.G.J. lausnir til handa sveitarfélögum á þessu sviði. Á tímabili á síðasta ára- tug var litið á sorpbrennslu sem lyk- il að einfaldri og endanlegri lausn þessara mála. Nú má segja að við- horfm séu að breytast yfir í að hafna hverju því sem gefur fyrirheit um einfaldar, endanlegar lausnir. Sér- hver förgunaraðferð, ein og sér, dugir venjulega skammt. Heildstæð- ar lausnir þar sem mismunandi að- ferðir eru notaðar hver með annarri þurfi að koma til. Meginviðhorfið er að hvert svæði og hvert sveitarfélag þarf að finna sína samsetningu, þ.e. lausnir sem henta aðstæðum á hverjum stað. Síðustu ár hefur verið litið til al- tækrar forgangsröðunar hinna mis- munandi aðferða sem hjálpartækis við ákvörðunartöku og stefnumörk- un um sorpmál. Þessi röðun aðferða er löngu orðin vel þekkt og notuð um allan heim. Forgangsröðin lítur þannig út: 1. Minnkun úrgangs 2. Endumýting 3. Endurvinnsla 4. Brennsla með orkunýtingu 5. Urðun 6. Brennsla án orkunýtingar Með nýjum viðhorfum er þessi röðun sem virtist svo föst í sessi far- in að riðlast. Sú nálgun sem sækir stöðugt á er svokölluð lífsferils- greining. Lífsferilsgreining tekur til einstakra efnaflokka og þeirra um- hverfisþátta sem hinar mismunandi aðferðir hafa í för með sér, t.d. áhrif vegna flutninga og þar af leiðandi losunar gróðurhúsalofttegunda. Þannig er það t.d. ekki endilega fýsilegra undir öllum kringumstæð- um að endurvinna pappír en að brenna hann eins og forgangsröðun- in kveður á um. Endurvinnslan kostar flutninga og einnig undirbún- ing efnisins fyrir sjálfa vinnsluna. Þessir liðir hafa í för með sér beinan peningalegan kostnað sem og um- hverfiskostnað sem ekki er alltaf víst að endurspeglist í peningalegu gildi. Þegar dæmið er gert upp með lísferilsgreiningu kann brennsla í sumum tilvikum að koma betur út en endurvinnslan, sérstaklega ef endurvinnslan hefur í för með sér mikla flutninga og aðra fyrirhöfn. Forgangsröðunina er hægt að hafa til hliðsjónar en hæpið er að nota hana blindandi þar sem aðstæður eru afar mismunandi frá einum stað til annars. Eitt af því sem einkennir viðhorf sérfræðinga á þessu sviði nú um stundir er hversu mikil áhersla er lögð á afdrif hins lífræna hluta sorpsins. Ástæður þess eru nokkrar. Lífræn efni, þar með talinn pappír, eru stór hluti af heildarmagni sorps. í lífrænum efnum eru fólgin flest áburðarefni en einnig orka sem kann að vera hagkvæmt að nýta. Lífræn efni í sorpi eru hins vegar uppspretta ýmissa vandamála á urð- unarstað, eins og myndun á sigvatni og metangasi, en einnig draga þau hvers kyns varg og meindýr að urð- unarstaðnum. Þessi áhersla á lífræn efni tengist einnig alþjóðlegum skuldbindingum ríkja heims um að minnka losun gróðurhúsaloftteg- unda út í andrúmsloftið. Lífræn efni geta brotnað niður samkvæmt tveimur meginferlum. Annars vegar öndun þar sem súrefni kemur við sögu og koldíoxíð losnar út í and- rúmsloftið. Hins vegar ferli þar sem súrefni kemur hvergi nærri, sk. loft- firrt niðurbrotsferli, en það hefur í för með sér myndun á metangasi auk koldíoxíðs. Bæði koldíoxíð og metan eru lofttegundir sem auka gróðurhúsaáhrifin í andrúmslofti jarðar en metan er 20-25 sinnum áhrifameiri gróðurhúsalofttegund en koldíoxíð. Þróunin í Evrópu I nokkrum Evrópuríkjum, s.s. Þýskalandi, Austurríki og Hollandi, eru menn langt komnir við að ná líf- rænum efnum úr sorpinu þannig að inn á urðunarstaðina fari sem næst eingöngu ólífræn efni. I Hollandi var stefnan mótuð strax um miðjan síðasta áratug og hefur síðan verið unnið að því að koma á sorphirðu- kerfi sem byggir á að flokka lífræn- an úrgang frá öðru sorpi strax á upphafsstað. Nú er svo komið að 95% allra sveitarfélaga í Hollandi búa við þess háttar kerfi. í Austur- ríki eru í gildi lög síðan 1992 sem kveða á um sérstaka flokkun og 1 07

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.