Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 46

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 46
UMHVERFISMÁL staðina sem mest óvirka. Með því að stýra á þennan hátt því sem fer inn á urðunarstaðina er ætlunin að minnka kostnað við útbúnað og viðhald þeirra en umfram allt koma í veg fyrir leka á sig- vatni og þau spjöll sem slíkur leki getur valdið á unthverfi, ekki síst grunnvatni. í kaupbæti endist urðunarstaðurinn lengur, menn losna við metangasið og urðunarstaðurinn hættir að vera veislu- borð máva og ann- arra óvelkominna gesta. Sorpa hefur nú á fjóröa ár framleitt og selt moltu úr garöaúr- gangi af höfuöborgarsvæöinu. Ljósm.: Sorpa bs. Not af lífræn- um úrgangi söfnun alls lífræns úrgangs sem þannig er beint frá urðunarstöðum. I Þýskalandi er í gildi sérstök reglu- gerð sem byggir á lögum um ábyrgð framleiðenda og kveður á um sam- setningu þess úrgangs sem fer inn á urðunarstaði. Samkvæmt reglugerð- inni er óheimilt að urða sorp sem hefur 5% eða meira af brennanlegu, lífrænu efni. í þessu samhengi er gjama talað um lífræn efni sem virk efni en ólíf- ræn efni sem óvirk. Eftir að búið er að urða óflokkaðan úrgang eru það fyrst og fremst lífrænu efnin sem taka efnahvörfum. Lífrænu efnin eru oft blaut og sem slík uppspretta sigvatns á urðunarstaðnum. Lífrænu efnin brotna niður á löngum tíma við súrefnisfirrtar aðstæður í niður- gröfnum haugnum og mynda ýmiss konar efni, t.a.m. sýrur sem skolar burt með sigvatni og metangas sem leitar upp og út í andrúmsloftið. Markmið lagasetningar og stefnu- mótunar Evrópuríkjanna, sem lýst er að framan, er að gera urðunar- Þau not sem hafa má af afurðum frá vinnslu lífræns úrgangs eru auka- ávinningur af þessari tilhögun, ávinningur sem þó er býsna mikil- vægur til að heildardæmið gangi upp. Lífrænan úrgang má vinna með ýmsum hætti eftir því hver efnin eru, hversu hrein þau eru, hvert rakastig og næringarefnainnihald þeirra er o.s.frv. Algengasta og langódýrasta aðferðin er sk. jarð- gerð eða composting. Þá eru efnin látin brotna niður við súrefnisháðar aðstæður. Við jarðgerð ummyndast úrgangurinn yfir í massa sem líkist jarðvegi að útliti og áferð. Að innri gerð er þó þessi massi ólíkur jarð- vegi að því leyti að hann inniheldur margfalt meira af áburðarefnum en venjulegur jarðvegur gerir. Molta, en svo hefur þessi afurð verið nefnd á íslensku, er einnig rík af lífrænum efnum og verðskuldar því að kallast lífrænn áburður. Jarðgerð er hægt að útfæra á ýmsa vegu. Þegar unnið er að jarð- gerð í stórum stíl er ódýrasta og eindfaldasta aðferðin sk. múgaað- ferð. Þá er lífrænum úrgangsefnum blandað í raðir sem standa utandyra og massanum síðan snúið með sér- hannaðri vél. Aðrar aðferðir felast í að gera starfsemina sem mest óháða veðurguðunum. Slíkar aðferðir eru á hærra tæknistigi, notast iðulega við sjálfvirkan loftunarbúnað þar sem Viö jarögeröina hefur Sorpa notaö múgaaöferðina svokölluöu þar sem nauösynleg tæki eru á viö venjuleg landbúnaöartæki hvaö varöar búnaö og verö. Ljosm.: B.G.J. 1 08

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.