Sveitarstjórnarmál

Volume

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 50

Sveitarstjórnarmál - 01.06.1998, Page 50
FRÁ LAN DSHLUTASAMTÖKUNUM Prír nýlegir framkvæmdastjórar sveitarfélaga á Vestfjöröum, taldir frá vinstri: Viöar Helgason, bæjarstjóri í Vesturbyggð, og sveitarstjórarnir Pór Örn Jónsson á Hólma- vík og Björn Óli Hauksson á Tálknafiröi. timburrækt. Sæmundur Þorvaldsson, framkvæmdastjóri Skjól- skógaverkefnisins, sagði frá því hvemig verkefnið hefur þróast frá hugmynd á blaði árið 1995 upp í verkefni sem þegar er orðið sýnilegt. Sæmundur sagði trjárækt eina af þeim leiðum sem styrkja byggðir og hefði jafnvel áhrif á búsetu fólks. Jótland er dæmi um það hvemig náttúran er bætt með mjög góðum árangri til að fá fólk til að búa á tilteknu svæði. Hann sagði að uppskera á landi á Vest- fjörðum miðað við aðrar sveitir á landinu væri mjög góð. Uppskera grasa er t.d. nánast sú sama og í syðstu sveitum landsins. Hér er innlögn frá hafi og trjárækt get- ur dregið úr henni. Málefni fatlaóra til sveitarfélaga Laufey Jónsdóttir, framkvæmdastjóri Svæðisskrif- stofu málefna fatlaðra á Vestfjörðum, hafði framsögu um yfirtöku sveitarfélaga á málefnum fatlaðra sem þá var gert ráð fyrir að yrði 1. janúar 1999. Hún rakti hugs- anlega kosti í yfirtökunni og vitnaði í skýrslu sem starfs- menn svæðisskrifstofunnar hefðu unnið en þar er velt upp spumingunni „Hvert skal stefna í þjónustu við fólk með fötlun á Vestfjörðum?" Laufey lagði áherslu á að grunnþjónusta og sérfræðiþjónusta væri til staðar. Möguleikar Vestfjaröa í orku- og mann- aflafrekum iönaöi Virkjunarkostir Orkubús Vestfjarða Kristján Haraldsson orkubússtjóri lýsti þeim virkjun- arkostum sem hagkvæmir eru taldir fyrir Orkubúið. Þeir vom helstir stækkun Mjólkárvirkjunar, hugsanleg virkj- un í Vatnsfirði í Barðarstrandarsýslu, Glámuvirkjun og Ofeigsfjarðarvirkjun. Möguleikar í orku- og mannaflafrekri framleiðslu Einar S. Magnússon, markaðsráðgjafi hjá Atvinnuþróunarfélagi Vestfjarða, ræddi um veikleika- og styrkleikagrein- ingu Vestfjarða. Hann sagðist telja að styrkleiki svæðisins fælist ekki í því að taka upp stóriðju í venjulegum skilningi þess orðs. Hann sagði Vestfirðinga eiga stóriðju sem væri úrvinnsla fiskafurða en í bræðslu fiskimjöls og vinnslu rækju væri enn notuð olía í stómm stfl. Þama lægju m.a. möguleikar Orkubús Vest- fjarða með því að leysa mengandi orku- gjafa af hólmi með raforku. Hlutverk iðnaðarráðuneytisins og stuðningur þess við iðnaðinn á Vest- fjörðum Jón Ingimarsson, fulltrúi iðnaðarráðu- neytisins, flutti erindi um hlutverk þess almennt í tengslum við íslenskan iðnað. Hann sagði frá verkefnum ráðuneytisins sem miða að stuðningi og bættu umhverfi fyrir atvinnulífið. Eftir að framsögumenn höfðu lokið máli sínu var þeim boðið að taka sæti í pallborði auk þeirra Jóhanns Jónas- sonar, framkvæmdastjóra 3 x Stál á ísafirði, og Sigurðar Jónssonar, framkvæmdastjóra Skipasmíðastöðvarinnar á ísafirði. Margar fyrirspumir bámst til pallborðsmanna og líflegar umræður spunnust. Tóku þingfulltrúar til þess hversu bjartsýnir fulltrúar stáliðnaðarins á Vestfjörðum vom á framtíðina. Starfsemi Atvinnuþróunarfélags Vest- fjaröa hf. og framtíöarsýn Sigurður Jónsson, stjómarformaður Atvinnuþróunarfé- lags Vestfjarða hf., sagði frá stofnun félagsins og starf- semi þess frá því að hún hófst fyrr á árinu. Hlutverk fé- lagsins er að efla atvinnulíf á Vestfjörðum og styrkja for- sendur byggðar með því að bæta jarðveg viðskipta til framtíðar. Stuttar skýrslur Anton Helgason, heilbrigðisfulltrúi Vestfjarða, flutti skýrslu um starfsemi Heilbrigðiseftirlits Vestfjarða. Halldór Halldórsson, framkvæmdastjóri FV, flutti er- indi unt aðdraganda að Þróunarsetri á Vestfjörðum og kennslu á háskólastigi í tengslum við það en hann hefur unnið að því fyrir fjórðungssambandið frá því í desem- ber 1996. Halldór Halldórsson, sem sæti á í byggðanefnd lands- hlutasamtakanna, kynnti starfsemi nefndarinnar en hún stóð m.a. fyrir ráðstefnu um byggðamál á Akureyri sl. vor. 1 1 2

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.