Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Page 4

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Page 4
FORUSTUGREIN Stjórnun og rekstur sveitarfélaga Örar breytingar eiga sér stað á öllum sviðum þjóð- lífsins. Atvinnulífið fer ekki varhluta af slíkum breyt- ingum og á þeim vettvangi hafa fyrirtæki og félaga- samtök verið órög við að laga starfsemi sina og stjóm- unarhætti að breyttum þörfum og nýjum kröfum. Verkalýðsfélög og atvinnurekstrarfyrirtæki hafa verið sameinuð og með stækkun þeirra hafa orðið til öflugri einingar sem em betur í stakk búnar til að takast á við þau verkefni sem við er að fást á hverjum tíma auk þess sem breytingamar hafa skapað svigrúm til hag- ræðingar í rekstri og stjómun. Á undanfomum ámm hefur hliðstæð þróun átt sér stað á vettvangi sveitarfélaganna, sem hafa stækkað og eflst og tekið til sín fleiri verkefni sem áður þótti sjálfsagt að ríkið sinnti. Með þeim hætti hefúr sveitar- stjómarstigið á íslandi verið eflt og ábyrgð þess aukin. Breytingar á sveitarfélagaskipaninni og verkefnum sveitarfélaganna hafa leitt til þess að víða á vettvangi sveitarstjóma em nú til umfjöllunar hugmyndir um nýjar leiðir i stjómun sveitarfélaganna eða að tillögur um breytingar í stjómun hafa þegar komið til fram- kvæmda. Á þessum áratug hafa sveitarfélögin ráðist í kostn- aðarsamar framkvæmdir af ýmsu tagi sem margar hverjar hafa verið fjármagnaðar með lánsfé. Samhliða hafa útgjöld sveitarfélaganna til reksturs aukist og fjármagnskostnaður vaxið, þannig að mun stærri hluta af skatttekjum sveitarfélaganna er nú ráðstafað til reksturs málaflokka en í upphafi þessa áratugar. Á þessu er engin einhlít skýring og em það eflaust marg- ir samverkandi þættir sem hafa leitt til þessarar þróun- ar. Má í því sambandi nefna auknar kröfur íbúa og löggjafarvalds og breytingar á fjárhagslegum sam- skiptum ríkis og sveitarfélaga, sem sumar hverjar hafa ýmist dregið úr tekjum sveitarfélaganna eða aukið út- gjöld þeirra. Opinber umsvif geta aldrei að öllu leyti ráðist af eftirspum eftir framkvæmdum og þjónustu því skatt- heimtunni em ákveðin takmörk sett. Löggjafarvaldið verður að hyggja að þessu þegar ný lög og reglugerðir em settar, svo og sveitarfélög þegar þau taka ákvarð- anir um nýjar framkvæmdir og aukinn rekstur. For- gangsröðun hlýtur því ávallt að vera mjög mikilvæg og mörkun stefhu til lengri tíma er óhjákvæmileg. Fjárfesting og rekstur sveitarfélaganna lýtur í sjálfú sér sömu lögmálum og hjá einstaklingum og fyrirtækj- um, að hvert þeirra verður að sníða sér stakk eftir vexti. Sveitarfélögin verða að gaumgæfa rekstur þjón- ustustofnana til lengri tíma áður en ákvarðanir eru teknar um framkvæmdir. Gmndvallaratriði er að áætl- un um rekstrarútgjöld og stofhframkvæmdir sé í sam- ræmi við væntanlegar tekjur en ekki lántökur. Ýmsar leiðir em til að auka skilvirkni og sérstaka áherslu ber að leggja á útboð, langtímaáætlanir, þjónustusamninga og rammaáætlanir. Jafnframt verða sveitarfélögin að gaumgæfa hvaða verkefnum þau eigi að sinna með eigin starfsemi og hvað þau eigi að fela öðrum. Almennt séð tel ég að sveitarfélögin eigi ekki að reka þjónustu sem einstakl- ingar, fyrirtæki eða félagasamtök geta sinnt. Þvi eiga sveitarfélög hiklaust að einkavæða slíka starfsemi eða fela hana öðmm aðilum. Ég tel einsýnt að í næstu framtíð muni þjónustu- samningar um einstök viðfangsefni verða teknir upp í auknum mæli, svo sem um rekstur íþróttahúsa, sund- staða, leikskóla og skíðasvæða, svo eitthvað sé nefnt. Starfsmenn og rekstraraðilar taka á sig aukna ábyrgð með því fyrirkomulagi þótt heildammsvif málaflokks- ins séu ákvörðuð í fostum samningi um fjárframlög. Með slíku fyrirkomulagi er aukin ábyrgð færð yfír á rekstraraðilana, sem leiðir til skynsamlegri forgangs- röðunar og betri nýtingar fjánnuna. Ástæða er þó til að leggja áherslu á að sveitarstjómimar bera endanlega alla ábyrgð á umfangi og rekstri viðkomandi verkefna. Nýir og breyttir stjórnunarhættir eru einn þáttur þeirra breytinga sem sveitarfélögin hafa verið að horfa til og þróa í þeim tilgangi að ná fram aukinni hag- kvæmni og betri árangri í nýtingu fjármuna hvort sem er í rekstri eða ffamkvæmdum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson 1 30

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.