Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 29

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 29
UMHVERFISMAL eftir að Guðmundur Sigvaldason tók við nýju starfi verkefnisstjóra á vordögum. Uttektin tekur til 20 málaflokka og er undirbúningur að markmiðssetningu á grundvelli hennar þegar hafinn. Sérstök stjóm- arnefnd um umhverfisátak hefur verið starfandi á Akureyri allt frá árslokum 1997 og þann 4. septem- ber 1998 staðfesti umhverfisráð- herra aðalskipulag bæjarins, það fyrsta hérlendis sem tók sérstakt mið að hugmyndafræðinni um sjálf- bæra þróun. Með skipulaginu var lagður traustur grunnur að uppbygg- ingu Staðardagskrár 21. 1 Snæfellsbæ er vinna við mark- miðssetningu í fullum gangi undir traustri stjóm Guðlaugs Bergmann verkefnisstjóra. Byggt er á hug- mynd um svokallað „útópíuþjóðfé- lag“, þ.e. framtíðarsýn um samfé- lagsgerð í sveitarfélaginu á fyrri hluta næstu aldar. I tímaáætlun verkefnisins er gert ráð fyrir að markmið og fram- kvæmdaáætlanir liggi fyrir seint í september og að í nóvemberlok verði búið að samþykkja þær í sveit- arstjórnum sem fyrstu forskriftina að sjálfbærri þróun viðkomandi sveitarfélaga á næstu öld. Þátttaka almennings Virk þátttaka almennings er einn af homsteinunum í hugmyndafræð- inni um sjálfbæra þróun. Ymsir hafa haldið því ffam að í gerð Staðardag- skrár felist stórkostleg tækifæri í átt að nýju lýðræði, þátttökulýðræði, sem að hluta muni leysa hið hefð- bundna fulltrúalýðræði af hólmi. Staðardagskrá 21 er áætlun alls sam- félagsins og því þurfa allir hópar samfélagsins að koma að verkinu, hvort sem þeir em kjömir til þess með hefðbundnum hætti eður ei. Nokkur af þátttökusveitarfélögun- um hafa þegar gert ráðstafanir til að virkja almenning til þátttöku í Stað- ardagskrárstarfmu. Verða hér nefnd nokkur dæmi um slíkt en taka ber fram að ekki er um tæmandi upp- talningu að ræða: Á Akranesi var haldinn almennur kynningarfundur í byrjun febrúar. Þar var íbúum gerð grein fyrir Stað- ardagskrárverkefninu og hug- myndafræðinni sem að baki liggur. Fulltrúar almennings og atvinnulífs- ins eiga einnig sæti í stýrihópi verk- efhisins. Á Hólmavík var efnt til opins um- ræðufundar um umhverfismál á Degi umhverfisins 25. apríl. í tengslum við þennan dag efndi Staðardagskrárhópurinn á staðnum til teiknimyndasamkeppni í gmnn- skólanum. Þrjár myndir vom síðan valdar til að prýða veggspjöld og póstkort með yfirskriftinni „Um- hverfið og ég“. Veggspjöldin hanga nú á flestum opinbemm stöðum á Hólmavík og póstkortin em til sölu í Upplýsingamiðstöð ferðamanna á staðnum. Á Húsavík stóð Staðardagskrár- nefndin fyrir ráðstefnu um sorpmál í september 1998 og annarri um um- hverfismál almennt í febrúar. Síðari ráðstefnuna sóttu um 100 manns. Þar var m.a. rætt um skipulagsmál, landgræðslu og landeyðingu, veðr- áttu, umhverfisvæna orkukosti og fleira sem varðar búsetu á Húsavík. Einnig stóð nefndin um tíma fyrir vikulegum umræðufundum á veit- ingahúsinu Gamla Bauk. I Hveragerði hafa skólamir tekið virkan þátt í Staðardagskrárstarfmu. Gerður hefur verið sérstakur sam- starfssamningur um umhverfis- fræðslu á milli Garðyrkjuskóla rík- isins og gmnnskólanna í Hveragerði og Ölfúsi. I Reykjanesbæ var haldinn sér- stakur kynningarfundur í febrúar, þar sem starfsmönnum og aðstand- endum fyrirtækja, félagasamtaka og stofhana gafst kostur á að kynna sér verkið og skrá sig til þátttöku í vinnuhópum til að fjalla um ein- staka málaflokka. Þetta gafst vel og leiddi til allnokkurrar þátttöku al- mennings í hópum sem unnu að út- tekt á núverandi stöðu. Verkefnið var einnig kynnt í dreifibréfum. í Hafnarfirði hefúr verið gerð sér- stök áætlun sem miðar að þvi að koma á formlegu samráði við al- menning. Sérstöku umhverfisþingi er ætlað að vera samstarfsvettvang- ur fólks frá sem flestum stigum samfélagsins. Ráöstefna 17. ma/ Þann 17. maí 1999 var haldin ráð- stefha fyrir fúlltrúa þátttökusveitarfé- laganna. Gerð er grein fyrir ráðstefn- unni annars staðar í þessu tölublaði. Heimasíöa Þann 25. mars sl. var opnuð sér- stök heimasíða fyrir íslenska Staðar- dagskrárverkefnið. Þar er gerð grein fyrir hugmyndafræði og tildrögum verkefnisins, aðferðafræði þess rak- in, birtur listi yfir þátttakendur og sagt frá því nýjasta sem er að gerast í verkefninu á hverjum tíma. Á síð- unni er einnig að finna tengla á ýmsar innlendar og erlendar vefsíð- ur um umhverfismál. Slóðin er: http://www.samband.is/dagskra21. Hönnun og uppsetning síðunnar var í höndum verkefnisstjóra Staðardag- skrárverkefnisins, en vistun hennar er kostuð af Skímu ehf. Þegar þetta er ritað hafa 592 gestir heimsótt síð- una og situr hún í efsta sæti á vin- sældalista umhverfisvefsins, (http://www.umvefur.is). Þá hafa 143 gestir heimsótt enska útgáfu síðunnar þegar þetta er ritað. Næstu skref Eins og fram hefur komið er stefnt að því að stjómvöld í þátttökusveit- arfélögunum samþykki l. útgáfuna af Staðardagskrá 21 í lok nóvember á þessu ári. Frá þeim tíma mun dag- skráin gilda sem heildarstefnumótun í viðkomandi sveitarfélögum til langs tíma. Hinu má þó ekki gleyma að í þessu felst í raun aðeins fyrsta skrefið. Eftir að áætlunin hefur verið samþykkt er eftir að hrinda henni í framkvæmd. Það er fyrst og fremst verkefni næstu aldar. Ennfremur er nauðsynlegt að Staðardagskrárverk- efni sveitarfélaganna séu í stöðugri endurskoðun í takt við breytta tíma og nýjar áherslur. Skrifað i Reykjavík 9. júli 1999 1 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.