Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Side 49

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Side 49
FJARMAL HAFNAMÁL Garðar Jónsson í Sveitarfélaginu Homaíjörður, og sem varafulltrúar þeirra oddvitarnir Jónas Jónsson í Asahreppi í Rangárvallasýslu og Jóna Valgerður Kristjánsdóttir í Reykhólahreppi. Nefnd endurskoðar tekjustofna sveitarfélaga Félagsmálaráðherra, Páll Péturs- son, hefiir skipað nefnd til að endur- skoða tekjustofna sveitarfélaga með það að markmiði m.a. að þeir séu á hverjum tíma í samræmi við þau verkefni sem sveitarfélögunum er lögskylt að sinna, eins og segir í skipunarbréfi nefndarinnar. I nefndinni eru Eggert Jónsson borgarhagfræðingur, Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, Guðmundur Bjamason, bæjarstjóri í Neskaupstað, Hermann Sæmunds- son, deildarsérfræðingur í félags- málaráðuneytinu, Bolli Þór Bolla- son, skrifstofustjóri í fjármálaráðu- neytinu, og alþingismennimir Am- björg Sveinsdóttir, Guðmundur Ámi Stefánsson og Jón Kristjánsson sem er formaður nefndarinnar. Sesselja Ámadóttir, deildarstjóri í félagsmálaráðuneytinu, vinnur með nefndinni. Ráðgjafarnefnd Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga Á fundi hinn 22. janúar sl. til- nefndi stjóm sambandsins fjóra að- almenn og jafnmarga varamenn í ráðgjafamefnd Jöfnunarsjóðs sveit- arfélaga. Sem aðalmenn í ráðgjafamefnd- ina voru tilnefndir Gísli Sverrir Árnason, forseti sveitarstjórnar, Sveitarfélaginu Homafjörður, Ólaf- ur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bol- ungarvík, Ingunn Guðmundsdóttir, forseti bæjarstjómar, Sveitarfélag- inu Árborg, og Valgarður Hilmars- son, oddviti Engihlíðarhrepps. Sem varafulltrúar þeirra í sömu röð vom tilnefndir Broddi Bjama- son, forseti bæjarstjómar, Austur- Héraði, Kristinn Jónasson, bæjar- stjóri í Snæfellsbæ, Jónína A. Sand- ers, bæjarfulltrúi í Reykjanesbæ, og Ásgeir Magnússon, bæjarfulltrúi á Akureyri. Stjómin bókaði að hún ætlaðist til að náið samstarf sé milli aðalfull- trúa og varafulltrúa um störf ráð- gj afamefndarinnar. Húnbogi Þorsteinsson, ráðuneyt- isstjóri í félagsmálaráðuneytinu, er formaður ráðgjafamefndarinnar og Elín R. Líndal, oddviti Húnaþings vestra, varaformaður. Nefnd um framtíðar- skipan hafnamála Samgönguráðuneytið hefur skipað neffid um framtíðarskipan hafnamála. I nefndinni em Kristján Þór Júlí- usson, bæjarstjóri Akureyrar, sem er formaður, Hermann Guðjónsson, forstjóri Siglingastofnunar Islands, og Jóhann Guðmundsson, skrif- stofustjóri í samgönguráðuneytinu, tilnefndir af ráðuneytinu, og þeir Gísli Gíslason, bæjarstjóri á Akra- nesi, og Brynjar Pálsson, formaður hafnarstjórnar á Sauðárkróki, til- nefndir af Hafnasambandi sveitarfé- Iaga. Til vara fyrir Gísla Gíslason og Brynjar Pálsson er Árni Þór Sig- urðsson, formaður hafnarstjórnar Reykjavikur. Vista Vision orkusparnaðarkerfið Það er ótrúlega algengt að kostnaður við orkunotkun sé hærri en nauðsyn krefur. Vista Vision orkusparnaðarkerfi er nýtt, öflugt og afar lipurt kerfi sem er sérsmíðað til að leita leiða til orkusparnaðar. Lítið við á heimasíðu okkar www.vista.is eða hafið samband við okkur í síma 587 8889 til að fá nánari upplýsingar. IÁISM VERKFRÆÐISTOFA HÖFÐABAKKA 9C*112 REYKJAVÍK S í M I 587 888 9•F AX 567 3995 www.vista.is'netfang: vista@vista.is 1 75

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.