Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 44

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 44
F U LLTR ÚARÁÐS F U N D I R 56. fundur fulltrúaráðs sambandsins haldinn í Reykjavík 16. og 17. apríl sl. Fyrri fiindur fulltrúaráðs sambandsins í ár, hinn 56. í röð tölusettra fulltrúaráðsfunda, var haldinn á Hótel Sögu í Reykjavík 16. og 17. apríl sl. Formaður sambandsins, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, setti fundinn og bauð fulltrúa og gesti velkomna og Gunnar Bragi Sveinsson, aðstoðarmaður Páls Pétursson- ar félagsmálaráðherra, flutti kveðju frá ráðherra í veik- indaforföllum hans. Fundurinn samþykkti að tillögu formanns að senda ráðherra kveðju. Sigrún Jónsdóttir, bæjarfulltrúi í Kópavogi, var kosin ásamt formanni sambandsins fúndarstjóri og Helga Þor- bergsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, fundarritari ásamt Unnari Stefánssyni, sem settur var henni til aðstoðar. í byrjun fúndar voru kjömar þijár starfsnefndir, fjár- hagsnefnd, allsherjamefnd og tekjustofnanefnd. Þá gerði Birgir L. Blöndal aðstoðarframkvæmdastjóri grein fyrir ársreikningi sambandsins sem vísað var til fjárhagsnefndar. Skýrsla um starfsemi sambandsins Formaður sambandsins flutti skýrslu um starfsemi þess 1. september til 31. desember 1998. Hann hóf mál sitt með því að skýra frá því að félagsmálaráðherra hefði ákveðið að skipa nefnd til þess að endurskoða tekju- stofna sveitarfélaga og taldi það verkefni verða mikil- vægasta verkefni stjómar og fúlltrúaráðs sambandsins á næstu mánuðum. Tíu ár væm frá því að heildarendur- skoðun hefði farið fram á tekjustofnum sveitarfélaga og ýmsar breytingar á tekjustofnum ríkisins og á skattalög- um, s.s. urn skattfrelsi lifeyrisiðgjalda og fjár- magnstekjuskatt, hefðu leitt til skerðingar útsvarsstofns- ins og rýrt tekjur sveitarfélaganna um hálfan annan milljarð króna árlega seinustu árin. Hann gerði síðan grein fyrir öðmm málum sem unnið hafði verið að og ræddi sérstaklega stofnun Lífeyrissjóðs starfsmanna sveitarfélaga og málefni gmnnskólans, s.s. nýjar aðal- námsskrár fyrir leikskóla og gmnnskóla og störf nefndar sem fjallað hefði um kennaraskort. Þá kynnti hann stöðu mála varðandi undirbúning að flutningi málefna fatlaðra til sveitarfélaganna, ræddi byggðamál, reynslusveitarfé- lagaverkefnið og um félagsleg húsnæðismál. Loks tók hann undir þá hugmynd, er fjármálaráðherra setti fram á fjármálaráðstefnu sambandsins í nóvember 1998, að riki og sveitarfélög tækju upp formlegt samstarf um efna- hagsmál. Tekjustofnar sveitarfélaga Þrjú framsöguerindi vom flutt um aðalefni fúndarins, tekjustofna sveitarfélaga. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri vék að skýrsl- unni um fjánnálaleg samskipti ríkis og sveitarfélaga á ár- unum 1990-1997 sem kynnt var á 55. fúndi fúlltrúaráðs- ins og kvað hana sýna að vemlega hallaði á sveitarfélög- in í fjármálalegum samskiptum við ríkið auk þess sem auknar kröfur til þjónustu og framkvæmda á vegum sveitarfélaga kölluðu á auknar tekjur, þörf sveitarfélaga fyrir þær væri brýn. Ingibjörg Sólrún gerði nokkra grein fyrir fjármálalegri stöðu Reykjavíkurborgar og sagði það óviðunandi að tekjur borgarinnar sem annarra sveitarfélaga standi ekki undir lögboðnum brýnum verkefnum. Um breytingar á tekjustofnum sveitarfélaganna nefndi borgarstjóri þrjár leiðir sem vert væri að skoða, aukna hlutdeild sveitarfé- laga í staðgreiðslu skatta, aukna hlutdeild í virðisauka- skatti og sérstaka umhverfisskatta. Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri í Eyrarsveit, ræddi hallarekstur sveitarfélaganna undanfarin ár og hugsan- legar ástæður hans, einnig samskipti löggjafans og sveit- arfélaganna og nefndi mörg dæmi þess að löggjafinn heföi lagt auknar byrðar á sveitarfélögin og rýrt tekju- möguleika þeirra með ákvörðunum sínum. Björg lagði áherslu á að skattlagningar- og gjaldtöku- heimildir sveitarfélaganna væm tryggar og ættu sér ör- uggar lagalegar stoðir, þar reyndi á löggjafann og aðhald sveitarstjómarmanna. Björg ræddi mun á skatttekjum og þjónustugjöldum og kosti og galla þjónustugjaldanna og sagði það skoðun sína að fjölga bæri tekjustofnum sveitarfélaganna. Björg lagði áherslu á mikilvægi þess að sjálfstjóm sveitarfélaga væri virt. Loks ræddi hún fasteignaskatt sveitarfélag- anna, skilgreiningu á honum og umfjöllun um fasteigna- skattinn að undanfömu. Ingimundur Sigurpálsson, bæjarstjóri í Garðabæ, rakti breytingar á tekjustofnum undanfarinn áratug og sagði verkefni og útgjöld sveitarfélaga hafa aukist vemlega án þess að nægar tekjur fylgdu í öllum tilvikum. Ingimundur fór yfir þróun tekna ríkis og sveitarfélaga 1 70
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.