Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 34

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 34
UMHVERFISMÁL Flokkun og vinnsla sorps á Tálknafirði Finnur Pétursson, hreppsnefndarfullti'úi í Tálknafjarðarhreppi Það eru orðin nokkuð mörg ár síðan hreppsnefnd Tálknafjarðar- hrepps fór að velta fyrir sér mögu- leikum varðandi förgun sorps sem til fellur í sveitarfélaginu. Það sem rak á eftir voru hertar reglur um förgun/eyðingu sorps og breytt við- horf almennings til umhverfismála. Eitt af því fyrsta sem kom fram um förgun sorps á Vestfjörðum var skýrsla sem unnin var á vegurn Fjórðungssambands Vestfírðinga og Byggðastofnunar. í þeirri skýrslu voru úttektir á nokkrum stöðum á Vestfjörðum, sem töldust koma til greina sem urðunarstaðir fyrir sorp. Einnig fylgdu kostnaðaráætlanir. Það var strax ljóst að urðun yrði bæði dýr og óhagkvæm fyrir stað eins og Tálknafjörð og þess vegna voru þessar hugmyndir lagðar til hliðar. En sveitarstjórnin hélt málinu vakandi og fylgdist með því sem var að gerast annars staðar. í upp- hafi setti sveitarstjórnin sér það markmið að sorpförgun/eyðing upp- fyllti gildandi kröfur og yrði sem hagkvæmust fyrir íbúa og fyrirtæki á staðnum. Það var svo fyrir u.þ.b. fjórum árum að byrjað var að skoða hug- myndir sem byggðu á því að sorp yrði sem mest flokkað og endumýtt (fargað) á staðnum. Með því spar- aðist flutningskostnaður og þau störf sem þyrfti við vinnsluna héld- ust í heimabyggð. Móttaka á einnota umbúðum (dósum, plast- flöskum og glerflöskum) hefur ver- ið hér í u.þ.b. átta ár á vegum sveit- arfélagsins, en nokkum tíma þar á undan var tekið á móti umbúðum til endurvinnslu í verslun sem þá var starfandi. Síðustu mánuði hefur aukist vemlega það magn sem skilar sér í móttökuna. Byrjað var að taka við rafgeym- um og rafhlöðum fyrir 3 -4 ámm. í framhaldi af því var settur upp blaðagámur og pappír og blöð send í endurvinnslu hjá Sorpu. Við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 1998 var gert ráð fýrir kaupurn á búnaði til jarðgerðar á lífrænum úrgangi frá heimilum. Notkun slíks búnaðar á Hvanneyri varð kveikjan að þeirri ákvörðun. Jarðgerðar- tromla var sett upp haustið 1998 og í framhaldi af því fór hreppsnefnd og sveitarstjóri fram á það við und- irritaðan að taka að sér undirbúning fyrir flokkun á heimilum og koma vinnslunni í gang. Auglýst var eftir „áhugasömum sjálfboðaliðum“ og urðu viðbrögð framar vonum því 24 heimili komu inn í verkefnið á fyrstu vikunum. Fljótlega vom heimilin sem flokk- uðu orðin 32, en það em u.þ.b. 30% af öllum heimilum í Tálknafirði. Þá var matvöruverslunin á staðnum 1 60
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.