Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 26

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 26
RAÐSTEFN UR Ráðstefna um Staðardagskrá 21 haldin í Reykjavík 17. maí 1999 Stefán Gíslason, verkefiiisstjóri Staðardagskrár 21 Hinn 17. maí 1999 var haldin ráð- stefna ætluð fulltrúum sveitarfélag- anna sem taka þátt í samstarfsverk- efni umhverfisráðuneytisins og Sambands íslenskra sveitarfélaga um Staðardagskrá 21. Ráðstefnan var haldin að Borgartúni 6 í Reykja- vík og stóð frá kl. 9 að morgni til kl. 5 síðdegis. Ráðstefnuna sátu alls 65 manns, þar af 45 fulltrúar frá 26 sveitarfélögum og 19 gestir að verk- efnisstjórn meðtalinni. í upphafi ráðstefnunnar flutti Magnús Jóhannesson, ráðuneytis- stjóri í umhverfisráðuneytinu, ávaip þar sem hann benti m.a. á þau miklu áhrif sem verkefnið hefði þegar haft á umræðuna um umhverfismál í landinu. Hann benti einnig á að gerð Staðardagskrár 21 væri afar mikil- væg fyrir ímynd sveitarfélaga. í nánustu framtíð yrði þetta einn af helstu þáttunum sem réðu sam- keppnisstöðu einstakra byggðarlaga. Fyrirlestrar Þrír fyrirlestrar voru haldnir á ráðstefnunni. Högni Hansson, umhverfisstjóri hjá sveitarfélaginu Landskrona í Svíþjóð, Qallaði um vinnu þarlendra sveitarfélaga við gerð Staðardag- skrár 21 og þá reynslu sem þegar er fengin, m.a. varðandi þátttöku al- mennings í starfmu. Landskrona er 37.000 manna sveitarfélag á vestur- strönd Svíþjóðar. Um 90% íbúanna búa í Landskrona og á öðrum minni þéttbýlisstöðum, en um 10% í dreif- býli. Iðnaður er þungamiðjan i at- vinnulífi svæðisins. í Landskrona hefúr verið unnið að Staðardagskrá 21 frá árinu 1995. Erindi Högna verður birt síðar í tímaritinu. Sigurborg Kr. Hannesdóttir, sem stýrði umhverfisverkefni Egilsstaða- bæjar 1996-1997, fjallaði um þátt- töku almennings í Staðardagskrár- starfmu, m.a. m.t.t. þeirrar reynslu sem fékkst í verkefninu á Egilsstöð- um. Yfirskriftin á erindi Sigurborg- ar var „Almenningur - óvirkjuð auðlind?“. I erindinu vitnaði Sigur- borg m.a. til orða Rudolfs Bahro, sem sagði: „Þegar gömul menning- arform eru að líða undir lok, er sköpun nýrrar menningar í höndum hinna fáu sem eru óhræddir við að vera óöruggir." Matthildur Kr. Elmarsdóttir, land- og skipulagsfræðingur á skipulags- og byggingarsviði Skipulagsstofn- unar, fjallaði um tengsl skipulags- áætlana og Staðardagskrár 21. Matt- hildur vinnur að leiðbeiningariti um aðalskipulag, þar sem hugmynda- fræði sjálfbærrar þróunar er höfð til hliðsjónar. Hún vann áður að gerð aðalskipulags Akureyrarbæjar, en í þeirri vinnu var sjálfbær þróun eitt af höfúðmarkmiðunum. 1 erindi sínu fjallaði Matthildur um eftirtalda þætti: 1. Hvað er sjálfbær þróun? 2. Til hvers Staðardagskrá 21?/Til hvers aðalskipulag? 3. Hvað eiga aðalskipulag og Stað- ardagskrá 21 sameiginlegt? 4. Hvemig er hægt að tengja saman aðalskipulag og Staðardagskrá 21? Nokkrir fulltrúar og gestir á ráðstefnu um Staðardagskrá 21. Lengst til vinstri er Jó- hanna B. Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Umhverfisverndarsamtaka (slands, þá Þor- steinn Narfason, heilbrigðisfulltrúi Kjósarsvaeðis, og Karin Loodberg, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í Lundi í Sviþjóð. Bak við Karin má greina Guðmund Sigvaldason, verkefnisstjóra Staðardagskrár 21 á Akureyri. Við sama borð sitja einnig tveir fulltrúar úr Staðardagskrárnefnd Snæfellsbæjar, þau Skúli Alexandersson og Guðrún Berg- mann. 1 52
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.