Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 32

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 32
UMHVERFISMÁL á verulegri losun ammoníaks. Úrgangi (moltu) er safnað í poka sem settur er á „gömina“. Yfirleitt hafa verið notaðir nælonpokar sern hleypa í gegnum sig lofti, og niður- brotið heldur áfram í pokanum þar til hann er losaður í fískiker. Þau eru einangruð svo hitamyndun verður nokkuð jöfn í haugnum og auðvelt er að blanda hann með því að hella úr einu keri í annað. Samskipti vió íbúa í byrjun var verkefnið kynnt bæði á fundi og með dreifibréfi sem svo kom út nokkrum sinnum. Spjaldi með leiðbeiningum um sorpflokkun var dreift á heimilin og einnig sorp- ahnanaki til að tryggja að „rétt“ sorp væri lagt til hirðingar. Jafn- framt voru keyptar þriggja hólfa sorpgrindur með Moldu og þeim dreift í hús. Það er skemmst frá því að segja að viðbrögð íbúa hafa verið mjög jákvæð. Ekki hafa komið upp vandantál við flokkun eða geymslu. í hlýindum að sumri hefur tveggja vikna geymsla þó verið í efri mörk- um. Einkum kentur fljótt lykt af fískúrgangi og einnig sækir í hann fluga. Sorphirðan þarf að vera á heppilegum og föstum tíma dagsins þannig að sorpið liggi sem skemmst við lóðarmörk. Reynsta af framkvæmd- inni Molda er framleidd fyrir jafna mötun lítilla skammta. Því er ekki að undra að nokkra reynslu þurfi til að fá góðan gang í feril með mötun stórra skammta. Niðurstaðan hér er sú að heppilegast er að láta losun og mötun standast á. Degi íyrir mötun eða svo er Molda látin snúast rang- sælis góða stund svo hún létti á sér fyrir næsta skammti. Eftir mötun er snúningurinn stilltur þannig að lítið gangi frá henni fram að næstu los- un. Jafnvel mætti loka göminni. Stoðefni hafa verið nokkurt vandamál. Heppilegasta efnið, tré- spænir og sag, er svo dýrt vegna samkeppni við hestamenn að það er nánast frágangssök. Reynt var að nota smágert hey og gras frá garð- sláttuvélum en það gafst illa. Það vildi vefjast upp á öxulinn og þvæl- ast í hnífunum. Saxað grófgert hey eða hálmur með stubblengd að há- marki 2-3 sentímetrar myndi hins vegar að líkindum henta vel. Dagblöð hafa verið reynd. Að vissu marki má nota þau lítið niður rifin. En þá verða þau að blotna vel upp í sorpinu svo þau grotni niður. Heimilum hefur verið bent á að láta sundurrifið dagblað í botninn á sorppokunun til að taka í sig vökva úr sorpinu. Þetta er þægilegasta leiðin til að nota pappír sem stoð- efni. Öll meðhöndlun sorpsins verð- ur líka geðslegri þegar ekki rennur frá því væta. Þegar pappír er settur með sorpinu í Moldu tekur hann mjög mikið pláss meðan hann er að blotna upp og það hefur stundum tafið fyrir mötun. Ef pappír eða pappi er tættur í 2-3 sentímetra búta er þó áreiðanlega vandræðalaust að nota hann sem eina stoðefnið við mötun. Einnig hafa úrgangsflísar frá Sorpu verið notaðar með pappír og reynst vel. Rétt er að legga áherslu á að aldrei má skorta stoðefni. Annars verður innihaldið blaut klessa sem ekki rotnar á eðlilegan hátt og getur tekið nokkum tíma að ná upp eðli- legri geijun á ný. Lengst af gekk illa að ná því hita- stigi í Moldu sem framleiðendur gefa upp (55-60° C) en sá hiti nægir til að drepa flestar smitandi örverur og jafnframt illgresisfræ ef einhver eru. í fiskikörunum hitnaði hins vegar mjög vel. Helsta skýringin er sú að blásturinn gegnum tunnuna hafi verið of mikill og þar með kæl- ing. Þegar loftstreymið hafði verið temprað og tíðni snúnings minnkuð komst þetta í lag. Þrátt fyrir að uppgefíð hitastig hafi ekki náðst verður að segja að gerjunin hefur gengið vel. Sorpið missir „lit og lögun“ mjög fljótt og er óþekkjanlegt eftir 1-2 sólarhringa í Moldu nema náttúrlega bein. Heil- ir ávextir, einkum appelsínur, og hráar kartöflur og gulrófúr standast þó gerjunina vel. Því er brýnt fyrir íbúum að smækka stór stykki. I er- lendum leiðarvísum er munnbiti sagður hæfileg stærð. Moltan Moltan úr Moldu ber að sjálf- sögðu svip af því sem í hana er lát- ið. Alltaf er eitthvað um að pappír vefjist upp í allt að hnefastóra bolta, einkurn hafi hann ekki náð að blotna nægilega, bein léttast mjög mikið en halda lögun, appelsínu- börkur heldur sér vel. Spænir og sag „hverfa“ en grófari flís heldur sér. Vegna þessa er æskilegt að sigta moltuna fyrir notkun. Tveggja til þriggja sentímetra möskvi virðist heppilegur og hægt að sigta hvort sem er beint úr Moldu eða fyrir notkun. Safnhaugurinn telst fullþroskaður þegar ekki hitnar lengur í hæfilega rökum umstungnum haug. Óþrosk- aður safnhaugur úr eldhúsúrgangi getur verið varhugaverður nema í talsverðri þynningu. Ástæðan er að ýmis niðurbrotsefni geta verið skað- leg fyrir plöntur, en eftir fúllþroskun eiga þau ekki að vera til vandræða. Hins vegar getur hlutfall kolefnis og köfnunarefnis (C/N) verið of hátt og moltan bundið köfnunarefni úr jarð- vegi. Því er rétt að láta rannsaka moltuna fyrir notkun, ekki síst ef hún er seld eða afhent til nota á heimilum. Gerðar hafa verið prófanir á molt- unni sem íblöndunarefhi í mómold í mismunandi hlutföllum og fyrir nokkrar plöntutegundir. Bygg virð- ist henta mjög vel til að prófa moltu. Það spírar fljótt og er almennt mjög viðkvæmt fyrir jarðvegsþáttum. Það er augljóst að moltan hentar ekki til íblöndunar í þess háttar gróðurmold, a.m.k. ekki nema í talsverðri þynn- ingu. Helst virðist vera um neikvæð niturhrif að ræða vegna hás C/N- hlutfalls. 1 flestum sýnum virðist mega nota hana í hlutföllunum 1/8— 1 /4 en í einu moltusýni með litlu niturinnihaldi komu einkenni ffam í blöndunni 1/8. Rétt er að taka ffam að nitrið losnar síðar og þetta 1 58
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.