Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Síða 48

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Síða 48
FULLTRÚARÁÐSFUNDIR er það viðamikið að mjög vafasamt er að þau geti lokið þeim innan þeirra tímamarka sem kveðið er á um í grunnskólalögum, þ.e. fyrir lok ársins 2002, án þess að það leiði til óhóflegrar aukningar skulda. Fulltrúaráðið leggur til að árlegt framlag ríkissjóðs sem ákveðið var í samkomulagi nkis og sveitarfélaga 4. mars 1996 verði endurskoðað með hliðsjón af nýjum framkvæmdaáætlunum sveitarfélaga og jafnframt hækk- að í samræmi við hækkun byggingarvísitölu frá því það samkomulag var gert. Fulltrúaráðið leggur áherslu á að lögum um grunn- skóla verði breytt þegar á næsta þingi þannig að sett verði inn heimildarákvæði sem veitir þeim sveitarfélög- um sem þess óska heimild til að sækja um frest til árs- loka 2004 til að ljúka einsetningu grunnskóla. Endurskoöun tekjustofnalaganna Ingimundur Sigurpálsson kynnti álit tekjustofna- nefndar. Að tillögu nefndarinnar samþykkti fundurinn eftirfarandi: Fulltrúaráðsfundur Sambands íslenskra sveitarfélaga, haldinn í Reykjavík 16. og 17. apríl 1999, samþykkirað vísa tillögum og ábendingum sem fram komu í ræðu formanns og í framsöguerindum á fúndinum til umfjöll- unar i nefnd þeirri sem félagsmálaráðherra hefúr ákveð- ið að skipa til að endurskoða tekjustofna sveitarfélaga. Fundurinn leggur áherslu á að sveitarfélögunum verði tryggðir fullnægjandi tekjustofnar til þess að sinna þeim verkefnum sem þeim eru falin samkvæmt lögum og reglugerðum. Fundarslit Með því að dagskrá fundarins var tæmd og enginn kvaddi sér hljóðs um önnur mál þakkaði formaður ffam- sögumönnum á fúndinum vandaða vinnu, starfsliði fúnd- arins, fúndarstjóra og fundarriturum og starfsfólki sam- bandsins góð störf við undirbúning fundarins og fram- kvæmd. Þá bað hann fyrir þakkir til félagsmálaráðherra fyrir móttöku að kvöldi fyrri fundardagsins, þakkaði fúll- trúaráðsmönnum góða fundarsetu, óskaði þeim góðrar heimferðar og sagði fúndinum slitið. Skýrsla formanns og framsöguerindi þau sem flutt voru á fúndinum voru fjölfölduð og eru fáanleg á skrif- stofú sambandsins. Breyting á fulltrúaráðinu Á fundi fúlltrúaráðsins var Guðlaugur Þór Þórðarson borgarfúlltrúi kosinn aðalmaður í fúlltrúaráð sambands- ins í staðinn fyrir Áma Sigfússon sem sagt hafði af sér sem borgarfulltrúi um miðjan marsmánuð. Snorri Hjalta- son varaborgarfulltrúi var kosinn varamaður í fúlltrúa- ráðið fyrir Reykjavík í stað Guðlaugs Þórs Þórðarsonar sem verið hafði varamaður Áma Sigfússonar. FJÁRMÁL Ný stjórn Lánasjóðs sveitarfélaga Á fundi fulltrúaráðsins sem hald- inn var 16. og 17. apríl vom kjömir fjórir aðalmenn og jafnmargir til vara í stjóm Lánasjóðs sveitarfélaga til fjögurra ára. Sem aðalmenn hlutu kosningu Ingvar Viktorsson, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði, Karl Bjömsson, bæjar- stjóri í Sveitarfélaginu Árborg, Ás- geir Magnússon, bæjarfulltrúi á Ak- ureyri, og Oli Jón Gunnarsson, þáv. bæjarstjóri í Borgarbyggð og tilvon- andi bæjarstjóri í Stykkishólmi. Varamenn vom kjörnir Helgi Pét- ursson, borgarfulltrúi í Reykjavík, Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjar- stjóri í Stykkishólmsbæ, Elísabet Benediktsdóttir, bæjarfulltrúi í Fjarðabyggð, og Guðjón Hjörleifs- son, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Félagsmálaráðherra hefur síðan skipað Kristján Magnússon, fyrrum sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps, formann stjómarinnar og Magnús B. Jónsson, sveitarstjóra Höfða- hrepps, varamann hans. Endurskoðandi Lánasjóðs sveitar- félaga til fjögurra ára var kosinn Ingimundur Sigurpálsson, bæjar- stjóri í Garðabæ, og varafulltrúi hans Sigríður Ólafsdóttir, bæjarfúll- trúi í Sveitarfélaginu Árborg. Stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga Á fundi fulltrúaráðsins voru einnig kosnir tveir aðalfulltrúar og tveir varafulltrúar í stjórn Inn- heimtustofnunar sveitarfélaga til fjögurra ára. Sent aðalmenn voru kosnir Sigurgeir Sigurðsson, bæjar- stjóri á Seltjamamesi, og Snorri B. Sigurðsson, bæjarstjóri í Sveitarfé- laginu Skagafirði. Sem varafúlltrúar hlutu kosningu Jóhanna Reynisdóttir, sveitarstjóri Vatnsleysustrandarhrepps, og Rik- harð Brynjólfsson, oddviti Borgar- fjarðarsveitar. Félagsmálaráðherra hefur síðan skipað Húnboga Þorsteinsson, ráðu- neytisstjóra í félagsmálaráðuneyt- inu, formann stjómarinnar og Sess- elju Ámadóttur, deildarstjóra í ráðu- neytinu, varafulltrúa hans í stjórn- inni. Sem endurskoðendur Innheimtu- stofnunar sveitarfélaga til fjögurra ára vom kjömir bæjarstjóramir Jó- hann Siguijónsson í Mosfellsbæ og 1 74

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.