Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Page 45

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Page 45
F U LLTR UARAÐS F U N DI R á árunum 1987-1998, ræddi tekju- möguleika einstakra sveitarfélaga sem hann kvað óháða stærð þeirra og sagði jafnframt að hagur minnstu sveitarfélaganna hefði heldur vænkast síðustu árin. Hann gerði loks samanburð á um- fangi og skiptingu skatttekna sveitar- félaga í nokkrum Evrópuríkjum og lagði áherslu á að tilvist sveitarfélag- anna tryggði valddreifmgu í landinu. Skýrt þyrfti að kveða á í lögum um verkefni og tekjuöflunarleiðir sveit- arfélaganna. I umræðum ræddi Bragi Michaels- son, bæjarfulltrúi í Kópavogi, mál- efni Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga og taldi að endurskoða þyrfti reglur sjóðsins með tilliti til jöfnunarað- gerða vegna reksturs grunnskóla. Frá fundi fulltrúaráðsins. Fjórir fulltrúar höfuðborgarinnar við borð, talið frá vinstri, Helgi Hjörvar, núv. forseti borgarstjórnar og borgarfulltrúarnir Sigrún Magnúsdóttir, Helgi Pétursson og Alfreð Þorsteinsson. Viömiöunarreglur og gjaldskrá vegna nemenda sem vistaóir eru utan lögheim- ilissveitarfélags Sigurjón Pétursson, deildarstjóri grunnskóladeildar sambandsins, kynnti tillögur að nýjum reglunt og nýja uppbyggingu gjaldskrár vegna nemenda sem vistaðir eru í skóla utan lögheimilissveitarfélags. Starfshópur, sem stjóm sambandsins hafði skipað í apnl 1998, samdi þessar nýju reglur. Helstu breytingar eru þær að nú verður meginregla að sveitarfélög taka við nemendum úr öðrum sveitarfélögum ef þess er óskað og gjald- skránni er breytt þannig að um þrjá gjaldflokka verður að ræða þar sem tekið er tillit til skólastærðar. Lægsta gjaldið er fyrir skóla með 20 nemendur eða fleiri í bekkjardeild. Miðgjaldið er fyrir skóla þar sem nemendur em 10-19 í árgangi og hæsta gjaldið er fyrir skóla með færri en 10 nemendur í árgangi. Tillögunum, sem var dreift á fúndinum, var vísað til allsheijamefndar fúndarins. Grunnskólabyggingar, framlög Jöfnunar- sjóös sveitarfélaga Húnbogi Þorsteinsson, ráðuneytisstjóri í félagsmála- ráðuneytinu og formaður ráðgjafamefndar Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga, gerði grein fyrir þeim fjármunum sem jöfnunarsjóðurinn ver til að styrkja byggingu grunn- skóla hjá sveitarfélögunum. Hann gerði jafnframt grein fyrir þeim regl- um sem um málið gilda. Vestlendingar á fundi fulltrúaráðsins, talið frá vinstri, Guðmundur Guðmarsson, forseti bæjarstjórnar í Borgarbyggð, Inga Sigurðardóttir, bæjarfulltrúi á Akranesi, Þórir Jóns- son, hreppsnefndarmaður í Borgarfjarðarsveit, Gunnar Sigurðsson, bæjarfulltrúi á Akranesi, og Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri í Grundarfirði og formaður Samtaka sveit- arfélaga í Vesturlandskjördæmi (SSV). Fráveituframkvæmdir sveitarfélaga, endur- greiöslur ríkisins Knútur Bruun, bæjarfulltrúi í Hveragerði og fúlltrúi sambandsins í fráveitunefnd umhverfisráðuneytis- ins, gerði grein fyrir starfi nefndar- innar, stöðu fráveituframkvæmda og lögum sem snúa að málaflokknum. Kvað hann framkvæmdir sveitarfé- laganna í fráveitumálum hafa farið hægar af stað en gert hefði verið ráð fyrir en fyrirsjáanleg væri mikil fjár- vöntun sveitarfélaga til þessa máh flokks. Knútur kvað það skoðun sína 1 7 1

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.