Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 31

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 31
UMHVERFISMÁL Molda - tæknilýsing Molda er af gerðinni Ale- trumman T75, framleidd af Kompostinnovation i Vást AB í Svíþjóð. Aletrumman er sívöl tromla úr ryðfríu stáli, um 1 m í þvermál og 2 m á lengd. Rúmmálið er því um 1,57 m3. Belgur tromlunnar er einangr- aður að utan með 10 mm einangrunarmottu sem límd er á belginn. Á belgnum miðj- um er „mannop", 440 x 370 mm. Utan yfir tækið er hlíf úr trefjaplasti sem hylur troml- una og drifbúnaðinn og gefur tækinu það útlit sem það hef- ur. Heildarlengd tækisins er um 3,3 m og breidd 1,1 m. Ofarlega inni í tromlunni er öxull með hnífum til að róta í og smækka úrganginn. Við annan enda tromlunnar er drifbúnaðurinn. Það er 0,75 kW rafmótor með gír sem tengist á hnífaöxul tromlunnar þar sem hann stendur út úr gaflinum. Á enda öxulsins utan við gírinn er tannhjól og frá því drifkeðja niður í gír sem tengist tromlunni neðst og snýr belg tromlunnar. Belgurinn og gaflarnir eru tengdir saman á þann hátt að þegar belgurinn snýst þá snúast gaflarnir ekki með. Rafmótorinn sem knýr öxulinn og snýr tromlunni fer í gang reglulega og gengur í ákveðinn tíma. Hægt er að velja gangsetningartíðni og eru átta möguleikar á bilinu 5 mín. til 8 klst. Gangtímann er einnig hægt að stilla og eru átta möguleikar á bilinu 50 sek. til 210 sek. Út úr öðrum gaflinum, þeim sama og drifbúnaðurinn er við, stendur inntaksrörið þar sem úrgangurinn er settur ofan í, en það er um 300 mm í þvermál úr ryðfríu stáli. Rörið vísar upp og er með loki efst sem auðvelt er að opna við áfyllingu. Á hinum gaflinum er úttaksrörið þar sem lokaafurðin kemur út, en það er um 200 mm í þver- mál úr ryðfríu stáli. Úttaksrörið vísar niður á við og er gert ráð fyrir að festa á það umbúðir, t.d. poka sem stendur jafnframt á gólfinu við endann á tækinu og tekur við úrganginum. Stigbretti er á þeim enda tækisins sem inntaks- rörið er til að létta áfyllingu. Loftræstivifta sér um að lofta úrganginn í tromlunni og jafnframt að flytja burt vatnsgufu og gas sem myndast í tromlunni. Viftan er ofan við og til hliðar við tromluna og er tengd með 120 mm plaströrum við stút sem er út úr inntaksrörinu. Frá viftunni er loftið síðan leitt áfram út úr húsrýminu sem tækið er statt í. Loftinntakið er um rist neðst á hlíf tækisins og er rafmagnshitari sem hitar upp loftið áður en það fer inn í tromluna sjálfa. Afköst Moldu eru samkvæmt upplýsingum framleiðanda áætluð um 275 kg á viku, eða úrgangur frá allt að 75 heimilum. Tækið þarf 380 V spennu og 10 A öryggi. L? oftúttak, tengist út úr húsi Skápur fyrir sjálf- virkan stýribúnað Stigbretti (hægt að aðlaga að þörfum fatlaðra) hefur þó aðeins staðið á sér og ástengi frá mótor gaf sig í kjölfar þess að Moldu var ofgert með til- raun með að nota hey sem stoðefni. Af sömu ástæðu hafa hnífamir sem róta í sorpinu gefið sig. Við venju- lega notkun ætti það ekki að gerast, en framleiðendum hefur verið bent á þennan veikleika. Rotsorp er sótt til heimila aðra hverja viku á pallbíl. í flestum til- vikum nota heimilin innkaupapoka sem em látnir út á gangstétt. Því er síðan ekið að Moldu, það vigtað og losað i hana ásamt stoðefnum. Al- gengt er að magnið sé 150-250 kíló hveiju sinni. Samkvæmt mælingum Bjöms Guðbrands Jónssonar á sorpi frá hafnfirskum heimilum er rúm- þyngd heimilissorps nálægt 0,24 og rúmmál hverrar losunar því 0,6-1 rúmmetri. Sorp úr mötuneyti kemur óreglulegar. Sorpið er alltof blautt til að æski- legur örvemgróður komist í gang og því verður að bæta við stoðefnum. Auk þess að hækka þurrefnishlutfall þarf stoðefnið að vera kolefnisgjafi því sorpið er að jafnaði próteínríkt og án kolefnisgjafa em mestar líkur 1 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.