Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Page 28

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Page 28
UMHVERFISMAL Staðardagskrá 21 Staða íslenska Staðardagskrárverkefnisins í júlíbyrjun Stefán Gíslason, verkefnisstjóri Staðardagskrár 21 í byrjun október 1998 var hleypt af stokkunum 18 mánaða samstarfs- verkefni Sambands íslenskra sveit- arfélaga og umhverfisráðuneytisins um gerð Staðardagskár 21 í íslensk- um sveitarfélögum. í 4. tbl. Sveitar- stjórnarmála 1998 var gerð grein fyrir hugmyndafræði og tildrögum verkefnisins. Hér á eftir verður farið nokkrum orðum um framgang verkefnisins undanfama mánuði og stöðu þess í byrjun júlímánaðar 1999. Fyrsta skrefid Samkvæmt þeirri áætlun sem fylgt er í verkefninu var stefnt að því að fyrsta verkþættinum væri lokið seint i mars 1999. Þetta fyrsta skref felst í því að gera úttekt á núverandi stöðu í þeim málaflokkum sem ákveðið er að taka fyrir á hverjum stað. Mark- miðssetning og framkvæmdaáætlun sveitarfélagsins um sjálfbæra þróun á 21. öldinni er síðan byggð á niður- stöðum úttektarinnar. Fáum sveitarfélögum tókst að ljúka við úttektina á áætluðum tíma, enda er tímaáætlun verkefnisins mjög ströng þar sem verkefninu er aðeins ætlað að taka 18 mánuði. Hveragerðisbær var fyrstur til að skila skýrslu um úttektina til verk- efnisstjóra. Mikil vinna liggur að baki skýrslu Hvergerðinga. I henni eru teknir fýrir 13 málaflokkar, þ.e. skipulagsmál, gæði neysluvatns, holræsi og fráveitukerfi, atvinnulíf- ið, matvælaframleiðsla, orkuspam- aðaraðgerðir, auðlindanotkun, há- vaða- og loftmengun, umhverfis- fræðsla í skólum, úrgangur frá heimilum og fyrirtækjum, náttúru- mengun, menningarminjar og nátt- úruvemd og uppgræðsla og ræktun. Kolbrún Þóra Oddsdóttir garðyrkju- stjóri stýrir Staðardagskrárvinnunni í Hveragerði. Nokkur sveitarfélög luku úttektar- vinnunni um svipað leyti og Hvera- gerðisbær. Þar má m.a. nefna Ar- borg og Snæfellsbæ, en á báðum þessum stöðum hefur mikill metn- aður verið lagður í Staðardagskrár- verkefnið. Það endurspeglast m.a. i víðri yfirsýn, þar sem lögð er áhersla á samfélagslega þætti ekki síður en hefðbundna umhverfisþætti á borð við sorp og fráveitur. Þessi þverfaglega nálgun er einmitt einn af homsteinum hugmyndafræðinnar um sjálfbæra þróun, sem Staðardag- skrá 21 byggir á. I tengslum við Staðardagskrárverkefnið var Snorri Sigurfinnsson garðyrkustjóri skip- aður í nýtt starf umhverfisstjóra Ar- borgar, en hluti af starfi hans er verkefnisstjóm fyrir Staðardagskrár- verkefnið. Þessi breyting á skipuriti bæjarins endurspeglar þá áherslu sem þar er lögð á verkefnið. Af öðrum sveitarfélögum sem lokið hafa úttektinni eða eru langt komin með hana má nefna Húsavík, Seltjarnarnes, Akureyri, Grýtu- bakkahrepp, Hólmavíkurhrepp, Akranes, Reykjanesbæ og Siglu- fjörð. Þessi upptalning er þó ekki tæmandi. Vorverkin Með vorinu vaknaði aukinn áhugi hjá mörgum sveitarfélögum á að láta til sín taka í Staðardagskrár- vinnunni. En þó að vorið sé góður tími til margra verka, hentar það oft illa til að vinna að verkefnum af þessu tagi. Hið stutta íslenska sumar er tími framkvæmda og því eiga starfsmenn flestra sveitarfélaga ann- rikt á vorin við ýmiss konar undir- búning. Sumarleyfi setja einnig strik í reikninginn. Nokkur sveitarfélög, svo sem Sel- tjarnarnes, Hornafjörður, Skaftár- hreppur og Mýrdalshreppur, réðu námsmenn í sumarvinnu til að sinna Staðardagskrárverkefninu. Horfur eru á að þetta muni skila góðum ár- angri, enda bendir reynsla fyrstu mánaðanna til þess að þau sveitarfé- lög sitji eftir sem ekki hafa falið ein- um tilteknum starfsmanni að stýra verkinu. Tæplega þriðjungur þátt- tökusveitarfélaganna, sem eru 31 að tölu, hefur lítt komist áleiðis í verk- efninu. Þessi sveitarfélög eiga það sameiginlegt að hafa ekki gert ráð fyrir fjármagni eða mannafla til að vinna verkið. Staóan í dag Hér á eftir verða rakin nokkur góð dæmi um stöðu mála í einstök- um sveitarfélögum þegar þetta er ritað í byrjun júlímánaðar 1999. Á Húsavík liggja þegar fyrir drög að markmiðum sem stefnt skal að á næstu öld og framkvæmdaáætlun sem lýsir leiðum að þessum mark- miðum. Staðardagskrárstarfið á Húsavík hófst reyndar fyrr en víðast annars staðar. Skipuð var sérstök Staðardagskrámefnd þegar haustið 1997, u.þ.b. einu ári fýrir formlegt upphaf íslenska Staðardagskrár- verkefnisins. Nefndin lauk störfúm sl. vor, en þess er að vænta að málið verði tekið upp að nýju með haustinu. Margrét María Sigurðar- dóttir hefur verið starfsmaður nefndarinnar. Á Akureyri er skýrsla um núver- andi stöðu að koma út þessa dagana. Þar komst mikill skriður á verkefnið 1 54

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.