Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Side 6

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Side 6
ÝMISLEGT Ríkisstjómin á fyrsta ríkisráðsfundi sínum 28. maí. Á myndinni eru, talið frá vinstri, Sólveig Pétursdóttir dóms- og kirkjumálaráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra, Finnur Ingólfsson iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra, Davíð Oddsson forsætisráðherra, forseti íslands Ólafur Ragnar Grímsson, Halldór Ásgrimsson utanríkisráðherra, Björn Bjarnason menntamáia- ráðherra, Geir H. Haarde fjármálaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir heilbrigðis- og trygg- ingamálaráðherra, Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra og Sturla Böðvarsson samgöngu- ráðherra. Gunnar G. Vigfússon tók myndina. Þriðja ríkisstjórn Davíðs Oddssonar Hinn 28. maí myndaði Davíð Oddsson þriðju ríkis- stjóm sína frá árinu 1991, samstjóm Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eins og verið hafði síðasta kjör- tímabil. Ráðherrar ríkisstjómarinnar em tólf, tveimur fleiri en voru í seinustu ríkisstjóm. Verkaskipting þeirra er sem hér segir: Davíð Oddsson fer með forsætisráðuneytið og Hagstofu íslands, Halldór Ásgrímsson fer með utan- ríkisráðuneytið, Árni M. Mathiesen fer með sjávarút- vegsráðuneytið, Bjöm Bjamason fer með menntamála- ráðuneytið, Finnur Ingólfsson fer með iðnaðarráðuneytið og viðskiptaráðuneytið, Geir H. Haarde fer með ljár- málaráðuneytið, Guðni Ágústsson fer með landbúnaðar- ráðuneytið, Ingibjörg Pálmadóttir fer með heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið, Páll Pétursson fer með félagsmálaráðuneytið, Siv Friðleifsdóttir fer með urn- hverfisráðuneytið, Sólveig Pétursdóttir fer með dóms- og kirkjumálaráðuneytið og Sturla Böðvarsson fer með samgönguráðuneytið. Fimm ráðherranna eru nýir. Þau sem taka í fyrsta skipti sæti í ríkisstjóm eru Árni M. Mathiesen, Guðni Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir, Sólveig Pétursdóttir og Sturla Böðvarsson. Þrjár konur eiga sæti í ríkisstjóminni, en svo margar konur hafa ekki áður setið samtímis í ríkisstjórn hér á landi. Tveir nýju ráðherranna hafa nýlega starfað á vettvangi sveitarstjómannála. Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra átti sæti í bæjarstjóm Seltjarnamess frá 1990 til 1998. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra var sveitarstjóri í Stykkishólmi frá ársbyrjun 1975 og síðan bæjarstjóri eftir að Stykkishólmur varð bær 23. maí 1987 til ársins 1991 og bæjarfulltrúi þar frá 1990 til 1994. Hann var formaður Samtaka sveitarfélaga í Vesturlandskjördæmi 1991-1992 og urn skeið fonnaður héraðsnefndar Snæfellinga. Hann var fomiaður Hafnasambands sveitarfélaga 1988-1994 og í hafnaráði hefur hann átt sæti frá árinu 1988 til þessa dags, fyrst sem fulltrúi Hafnasambands sveitarfélaga og síðan sem fulltrúi samgönguráðherra. Þá átti hann sæti í fulltrúaráði sambandsins þrjú kjörtímabil, árin 1978-1990, og í endurskoðunamefnd sveitarstjómarlaga 1983-1986. 1 32

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.