Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 30

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 30
UMHVERFISMAL Jarðgerð í lokuðu rými Ríkharð Brynjólfison, oddviti Borgarfjarðarsveitar Sorphirða og sorpeyðing er mála- flokkur sem ber stöðugt hærra á vettvangi sveitarstjórna. Urræði gærdagsins, urðun í heppilegri gryíju, brennsla i opinni þró og þess háttar, standast engan veginn þær kröfur sem nú eru gerðar til um- hverfismála svo leita verður annarra lausna. Jafnhliða þessu hefúr orðið rnikil umhverfisvakning meðal al- mennings og meðvitund um að í sorpinu leynist hættuleg og meng- andi efni, en einnig efni sem eru verðmæt eða geta a.m.k. verið end- umýtt. Skýrt dæmi um þessa vakn- ingu er hve mikill hluti mjólkurum- búða og almenns pappírs skilar sér á söfnunarstaði. Fyrir utan pappír og áldósir eru matarafgangar sá hluti heimilissorps sem beinast liggur við að endumýta. Líffænt eða öllu heldur rotsorp (til- laga að samheiti fyrir allt rotnanlegt sorp) er illa séð á urðunarstöðum, því fylgir hætta á fúgli og meindýr- um og við rotnun þess losna efni sem eru óheppileg í sigvatn. Það þarf heldur ekki flókna eða dýra tækni til að eyða rotsorpi, fyrir því hefúr náttúran séð, og ekki þarf ann- að en að sjá örvemm fyrir viðunandi starfsskilyrðum, hæfilegum raka og súrefni. Úrgangurinn breytist þá í moldarkenndan massa, enda kallast ferillinn einu nafni jarðgerð. Á undanfomum ámm hafa verið unnin nokkur verkefni hér á landi þar sem mismunandi lausnir hafa verið prófaðar. Má þar benda á jarð- gerð í múgum, en Bjöm Guðbrand- ur Jónsson hefúr sagt ítarlega ffá því verkefni í Sveitarstjómarmálum. Þá hefur verið reynd jarðgerð í ein- angruðum rotkössum við heimili. Hvort tveggja hefúr reynst ágætlega og ekkert bendir til þess að aðstæð- ur hér á landi komi í veg fýrir þær lausnir. Árið 1996 hófst á Hvanneyri um- ræða um sorpmál almennt, en þá einkum hvað gera mætti við rotnan- legt sorp, en pappír, femur og annað fylgdi með. Hvanneyri er væntanlega best þekkt vegna Bændaskólans þar, en þar er einnig ýmis önnur starfsemi. Byggðarkjaminn telur um 180 íbúa og skólanum fylgir 80 manna heimavist sem rekin er sem hótel að sumri. Frá upphafi var lögð áhersla á að ná heildarlausn fyrir staðinn þannig að ekkert rotsorp færi burt. Heimil- isrotkassar hafa gengið ljómandi vel í hérlendum verkefnum, en hins vegar hefúr komið í ljós að eftir að formlegu verkefni lýkur hættir hluti heimila að nota þá. Svipuð reynsla hefúr fengist erlendis nema þá helst ef vemlegur munur er á sorphirðu- gjöldum. í Andakílshreppi hefur ekki verið innheimt sorphirðugjald, og þau gjöld eru almennt svo lág hér á landi að afsláttur er veikur hvati. Múgajarðgerð fyrir Hvann- eyrarstað einan var ekki talin henta, til þess er sorpmagnið of lítið. Eftir nokkra leit í ritum og skýrsl- um var staðnæmst við búnað sem náð hefúr nokkurri útbreiðslu i Sví- þjóð og kalla má jarðgerð í lokuðu rými. I raun má segja að hugmyndin byggist á rotkassa fyrir mörg heim- ili. Þó nokkrar útfærslur em til hjá mismunandi framleiðendum, en sameiginlegt er að á heppilegum stað er komið fyrir einangraðri tunnu sem heimilin losa rotsorpið í. Með snúningi eða spöðum inni i tunnunni er sorpinu haldið á hæfi- legri hreyfingu þannig að rotnun gangi hratt fyrir sig. Sumir fram- leiðendur hafa kvöm í inntaksopi en aðrir ekki og er ástæðan sú að kvörnin auki hættu á að óæskileg efni, svo sem rafhlöður og plast, fylgi sorpinu. Markhópurinn er Qöl- býlishús þar sem tunnan er í sama herbergi og ílát undir annað sorp og þéttbyggð borgarhverfi þar sem sorp er ekki sótt að lóðarmörkum en hver grennd hefúr miðlægt sorphús. Öll gerð tækjanna miðast því við nokkuð stöðuga mötun á sorpi. Til að minnka lykt er tryggður loft- gangur gegnurn tunnuna, helst niður í holræsakerfi. Eftir nokkra skoðun var ákveðið að reyna helst tunnu frá fyrirtækinu Kompostinnovation í Gautaborg, en vömheiti hennar er ALU-tmmman. Hún er framleidd í nokkmm stærð- urn (30-120 heimili). Til að kaupa hana og prófa sóttu Bændaskólinn á Hvanneyri, Andakílshreppur og Bú- tæknideild Rannsóknastofnunar landbúnaðarins um styrki til ÁFORM-átaksverkefnis og um- hverfisráðuneytisins. ÁFORM veitti eina milljón króna til kaupanna og umhverfisráðuneytið 250.000 kr. til rekstrar og prófunar. Tækið kom í janúar 1997 og var tekið í notkun í byrjun febrúar. Gerð þess kemur fram á meðfylgjandi mynd og tæknilegri lýsingu sem gerð er af Bútæknideild. Að gömlum og góð- um sið var tækinu gefið nafn, Molda, og verður það nafn notað hér að neðan. Tæknileg vandamál hafa ekki verið til trafala. Hitanemi á hitara 1 56
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.