Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 22

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 22
FÉLAGSMÁL Félagsþjónustan í Reykjavík Nýtt nafn - nýtt merki - ný ímynd Lára Björnsdóttir félagsmálastjóri Félagsþjónustan í Reykjavík er nýtt heiti á liðlega þijátíu ára gamalli starfsemi sem áður hét Félagsmála- stofnun Reykjavíkurborgar. Nýju nafni, nýjum áherslum og nýju merki er ætlað að breyta ímynd hjálpar- stofnunar sem bæði gaf og tók. Félagsþjónustan Með nýju nafni er verið að leggja áherslu á breytt hlutverk starfsem- innar og enn fremur breytt viðhorf til félagsþjónustu almennt, þar sem góð þjónusta við neytendur er í fyr- irrúmi og ájafnræðisgrundvelli. Merkinu er ætlað að tákna jákvætt viðmót Félagsþjónustunnar og und- irstrika samvinnu starfsfólksins og neytenda þjónustunnar. Útlínur merkisins mynda blóm og hendum- ar sýna bros. Niðurstaðan er blómstrandi mannlíf. Stofnananafngiftin, sem bar með sér vald- og forræðishyggju fyrri tíma, víkur nú fyrir því þjónustu- hlutverki sem Félagsþjónustunni er ætlað að sinna. Ný lög á síðasta ára- tugi aldarinnar, s.s. lög um félags- þjónustu sveitarfélaga, stjómsýslu- og upplýsingalög, hafa varðað veg- inn auk breyttra viðhorfa almenn- ings og stjórnvalda um velferð á grundvelli samhjálpar. Reykjavíkurborg ráðstafar á árinu 1999 tæplega 2,6 milljörðum króna til félagslegrar þjónustu við borgar- búa, sem er um 18% heildarútgjalda samkvæmt Qárhagsáætlun. Arlega njóta 17% borgarbúa á um 12 þús- und heimilum félagsþjónustu af ein- hverju tagi og í raun geta allir Reyk- víkingar gert ráð fyrir því að eiga erindi við Félagsþjónustuna á ein- hverju skeiði ævi sinnar. Miklu máli skiptir því að þjónustan nýtist sem best þörfum á hverjum tíma. Það er einmitt meginmarkmið Félagsþjón- ustunnar í Reykjavík. Því er ekki að leyna að stjómend- ur Félagsþjónustunnar vænta þess að nýjar áherslur breyti írnynd starf- seminnar og ekki síst viðhorfúm til Sambandið og Félag félagsmála- stjóra á íslandi efna sameiginlega til ráðstefnu í Salnum í Tónlistarhúsi Kópavogs 12. nóvember nk. Yfir- skrift ráðstefnunnar er „Félagsþjón- usta á nýrri öld, viðhorf, ábyrgð, framtíðarsýn". Ráðstefnan er ætluð sveitarstjóm- armönnum, fulltrúum í félagsmála- nefndum, starfsmönnum félagsþjón- ustu sveitarfélaga svo og þingmönn- um, fulltrúum félagasamtaka og verkalýðsfélaga. A ráðstefnunni verður m.a. fjallað um sameiginlega ábyrgð, framtíðar- sýn, viðhorf og viðhorfsmótun, fé- lagsþjónustuna í sögulegu ljósi, nauðsynlegar áherslur á nýrri öld, samskiptareglur kjörinna fulltrúa, sveitarfélaga og embættismanna, mismunandi þjónustustig sveitarfé- laga og áhrif á byggðamál, samein- þeirra sem nýta sér félagsþjónustu sveitarfélagsins. Stefhan er að tekið sé á móti öll- um neytendum þjónustunnar af þjónustulund og með virðingu fyrir sjálfsákvörðunarrétti hvers og eins. Með þessum áfanga er enn eitt blað brotið i sögu félagsþjónustu í Reykjavík og leiðin vörðuð til nýrr- ar ímyndar um það starf sem starfs- menn Félagsþjónustunnar inna af hendi og ekki síst þá sem hennar njóta á hveijum tíma. SAMTÖK FÉLA GSMÁLASTJÓRA Á ÍSLANDI ingu og samvinnu sveitarfélaga og mögulega einkavæðingu félagsþjón- ustunnar, eins og segir í kynningar- blöðungi um ráðstefnuna. Tilgangur ráðstefnunnar er við upphaf nýrrar aldar að vekja máls á grundvallarþáttum félagslegrar þjónustu og leggja drög að breyttum viðhorfum til sameiginlegrar ábyrgðar á líðan og möguleikum einstaklinga í þjóðfélaginu. RAÐSTE FNUR Ráðstefna um félagsþjónustu á nýrri öld 1 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.