Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 55

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 55
ÝMISLEGT Frá ársfundinum. Við borðið fremst á myndinni sitja Adolf H. Berndsen, oddviti á Skagaströnd, Jóhann Guðmundsson, oddviti Svínavatnshrepps, og Þorsteinn Steins- son, sveitarstjóri á Vopnafirði. Fjær sjást m.a. Jóhann Ingólfsson í Grýtubakkahreppi, Torfi Guðlaugsson, hreppsnefndarmaður í Hvítársíðuhreppi, Þór Örn Jónsson, sveitar- stjóri á Hólmavík, Drífa Hjartardóttir, hreppsnefndarfulltrúi í Rangárvallahreppi, Björg Ágústsdóttir, sveitarstjóri í Grundarfirði, Ólafur Hilmar Sverrisson, bæjarstjóri í Stykkis- hólmi, og Kristinn Jónasson, bæjarstjóri Snæfellsbæjar. Myndirnar með frásögninni tók Gunnar G. Vigfússon. talsverðan stofnkostnað þurfí til að reka tæknilega örugga hitaveitu. A köldum svæðum eru markaður og tekjumöguleikar hitaveitu vissir en afgerandi kostnaðarliðir eins og leit að heitu vatni og lengd aðveituæðar óvissir. Skynsamlegt getur verið fyrir sveitarfélag að láta vinna frum- áætlun um væntanlega hitaveitu áður en leit að heitu vatni hefst. Frumáætlunin gæfi vísbendingu um hvaða vatnsleitar- og aðveitukostn- að rekstur hitaveitunnar gæti borið. Þannig væri hægt að gera sér hug- rnyndir um á hve stórt svæði ástæða sé að beina borunum hitastiguls- holna og hve langt frá byggð vænt- anleg virkjun getur verið. Wilhelm taldi sterkar vísbending- ar um að heitt vatn leyndist víðar í berggrunninum en áður var talið. A hinn bóginn þyrfti nokkuð fyrir því að hafa að finna það vatn á svæðurn sem ekki bera nein merki um jarð- hita á yfirborði. Wilhelm benti því á að stjórnendur sveitarfélaga ættu ekki að láta lítinn árangur af fyrstu borunum hitastigulsholna draga úr sér kjark. Ályktanir fundarins Á ársfundinum vom gerðar eftir- farandi ályktanir: Jarðhitaleit Ársfundur Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum, haldinn á Hótel Sögu 26. nóvember 1998, skorar á ríkisstjórnina að efla enn frekar jarðhitaleit á köldum svæðum. Á þessu ári voru veittar 30 milljónir króna til frumrannsókna sem hefur haft mjög jákvæð áhrif á jarðhita- leit. Ljóst má vera að enn frekara átaks er þörf ef umtalsverður árang- ur á að nást í leit að nýtanlegum jarðhita. Ársfúndurinn bendir á að hér sé um mikið hagsmunamál að ræða fyrir íbúa þessara svæða. Nægir að minna á þá staðreynd að hár húshitunarkostnaður er ein af meginorsökum búferlaflutninga í landinu, eins og fram kemur í skýrslu Byggðastofnunar, „Búseta á íslandi“, frá því í nóvember 1997. Ársfundurinn skorar á stjómvöld að verja arðgreiðslum Landsvirkjunar til ríkissjóðs til jarðhitaleitar og nýt- ingar jarðhita á köldum svæðum og stuðla þannig að þvi að treysta byggð í landinu. Formbreytingar á rekstri orku- fyrirtækja Ársfúndurinn beinir því til iðnað- ar- og viðskiptaráðherra að þess verði vandlega gætt ef til breytinga á rekstrarformi orkuveitna kemur að það leiði ekki til hækkunar á orku- verði. Sérstaklega er varað við hækkunum á húshitunarkostnaði og minnt á þann mismun sem er nú þegar til staðar í því efni. Ráðstöfun niðurgreiðslna vegna nýrra hitaveitna Ársfundurinn skorar á iðnaðarráð- herra að beita sér fyrir því að allar niðurgreiðslur á rafmagni til húshit- unar á nýjum hitaveitusvæðum renni til stofnunar veitunnar. Með fyrrgreindum hætti væri því verið að hvetja sveitarfélög og aðra hags- munaaðila til virkjunar jarðvarma til húshitunar og til lengri tíma litið verið að létta kostnaði vegna orku- verðsjöfnunar af ríkissjóði. Orkusparnaðarátak Ársfundurinn fagnar framkomn- um tillögum um átak í orkuspamaði og hvetur iðnaðarráðherra eindregið til að hrinda tillögum orkuspamað- amefndar í framkvæmd. Stjórn samtakanna I stjóm Samtaka sveitarfélaga á köldum svæðum starfsárið 1998-1999 vom kosnir Ólafur Sig- urðsson, bæjarstjóri á Seyðisfirði, Ólafur Kristjánsson, bæjarstjóri í Bolungarvík, og Magnús Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd, og sem varamenn Þorsteinn Steinsson, sveitarstjóri á Vopnafirði, Kristinn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfellsbæ, og Hafsteinn Jóhannesson, sveitar- stjóri í Vík í Mýrdal. Guðrún S. Hilmisdóttir verk- frœðingur 1 8 1
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.