Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Page 66

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Page 66
KYNNING SVEITARSTJÓRNARMANNA var aðalbókari árin 1987 til 1990, fulltrúi í hagdeild 1992-1993 og forstöðumaður ijárhagsdeildar Eim- skips frá árinu 1994. Stefán var formaður og fram- kvæmdastjóri stúdentaráðs Háskóla íslands árin 1984-1985, formaður Vöku, félags lýðræðissinnaðra stúd- enta við Háskóla Islands, árin 1985-1986 og sat í tvö ár í stjóm Félagsstofnunar stúdenta. Stefán á tvö böm, 6 og 11 ára. Hálfdán Kristjánsson bæjarstjóri í Hveragerði Hálfdán Kristjánsson, viðskipta- fræðingur og fv. bæjarstjóri á Ólafs- firði, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Hveragerði frá 1. ágúst nk. Hálfdán var fyrsti sveitarstjóri Súðavíkurhrepps og gegndi því starfi frá 1. júní 1977 til 1. júní 1981. Hann var í hreppsnefnd og jafnframt oddviti hreppsins frá 1978 til 1981 og á ný 1986 til 1990. Hann var bæjarstjóri í Ólafsfirði frá 1. janúar 1993 til 1. maí sl. Hann var kynntur sem sveitarstjóri í Súða- víkurhreppi í 4. tbl. Sveitar- stjórnarmála 1977 og sem bæjar- stjóri í Ólafsfirði í 6. tbl. 1992, Óli Jón Gunnarsson bæjarstjóri í Stykkishólmi Óli Jón Gunnarsson, fv. bæjar- stjóri í Borgarbyggð, hefur verið ráðinn bæjarstjóri í Stykkishólmsbæ frá I. september nk. Óli Jón hefur verið bæjarstjóri í Borgarnesi og Borgarbyggð frá 1. janúar 1988 til 1. maí sl. og þar áður bæjartæknifræðingur þar. Hann var kynntur í 1. tbl. 1988. Atvinnu- og ferða- málafulltrúi Mosfellsbæjar Kristófer E. Ragnarsson, sem ver- ið hafði ferðamálafulltrúi Ferða- málasamtaka Austurlands frá 1. júní 1994, hefúr verið ráðinn atvinnu- og ferðamálafulltrúi Mosfellsbæjar frá 1. maí sl. Kristófer var kynntur í 4. tölu- blaði Sveitarstjómarmála 1994. Auglýsing um styrki til ferðamála á landsbyggðinni Samgönguráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til markaðsaðgerða í ferðaþjónustu á landsbyggðinni. Til ráðstöfunar eru samtals 10 milljónir króna á Ijárlögum fyrir árið 1999. Styrkjunum er ætlað það hlutverk að auka samvinnu fyrir- tækja um markaðssókn i ferðaþjónustu. Til greina við úthlut- un styrkjanna koma svæðisbundin samtök í ferðaþjónustu svo og samtök, fyrirtæki og einstaklingar sem stofnað hafa til samstarfs í fyrrgreindum tilgangi. I umsóknunum skulu koma fram nákvæmar upplýsingar um það hvernig styrknum skuli varið, skiptingu kostnaðar og áætlaðan afrakstur af viðkomandi átaki. Ennfremur skal leggja fram kostnaðaráætlun og greiðsluáætlun þess verkefnis sem sótt er um til. Hámarksstyrkur er 1 millj. kr. en styrkveiting getur aldrei numið nema 40% af heildarkostnaði verkefhis. Stefnt er að því að ákvörðun um úthlutun styrkjanna liggi fýr- ir í lok september nk. Fyrri helmingur styrksins verður greiddur út þegar ákvörðun liggur fýrir og seinni helmingur þegar viðkomandi markaðsverkefni er lokið. Umsóknarfrestur rennur út 3. september nk. og skulu um- sóknir merktar „ferðamál“ sendar til: Samgönguráðuneytið Hafnarhúsinu v. Tryggvagötu 150 Reykjavík Nánari upplýsingar eru veittar í samgönguráðuneytinu í síma 560 9630. Samgönguráðuneytið, 21. júlí 1999 www.stjr.is/sam 1 92

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.