Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.08.1999, Blaðsíða 52
ATVINNUMÁL - FERÐAMÁL Stefnumótun í atvinnu- og ferða- málum Mosfellsbæjar 1999-2003 Kristófer E. Ragnarsson, atvinnu- ogferðamálafulltrúi Mosfellsbæjar Undanfarið hefur Mosfellsbær unnið að kynningu á nýsamþykktri stefnu- og markmiðssetningu sveit- arfélagsins i atvinnu- og ferðamál- um. Vinna við hana hófst á fyrri hluta árs 1998 að frumkvæði at- vinnu- og ferðamálanefndar Mos- fellsbæjar. Leitað var til íbúa sveit- arfélagsins um þátttöku í verkefninu og tóku alls um 50 rnanns þátt í vinnunni. Iðntæknistofnun leiddi faglega vinnslu verkefnisins. Hér er því urn að ræða afrakstur samstarfs bæjaryfirvalda og íbúa sveitarfé- lagsins. Við stefnumótunarvinnu Mos- fellsbæjar var beitt hefðbundnum faglegum aðferðum stefnumótunar. í vinnuhópum var byrjað á stöðu- greiningu, síðan farið i SVOT- greiningu, þ.e. greiningu á innri styrk og veikleikum, og jafnframt skoðaðar ytri ógnanir og tækifæri í starfsumhverfi fyrirtækja í bænurn. Lögð var áhersla á að halda sterkum þáttum, bæta úr þar sem veikleika var að finna, forðast ógnanir og nýta tækifæri. Að þessu loknu var mótuð framtíðarsýn fyrir hvem málaflokk og síðast en ekki síst var útbúin að- gerðaáætlun, byggð á metnaðarfúll- um markmiðum. Að fengnum skýrslum einstakra vinnuhópa var það hlutverk verkefnisstjórnar að samræma stefhu, markmið, leiðir og aðgerðir einstakra vinnuhópa þannig að hægt væri að setja fram samræmda stefnumótun. Lögð var áhersla á hugarflug, nýsköpun og ffamtíðarsýn við tillögugerðina. Fram kemur í stefnumótunar- skýrslunni að Mosfellsbær ætli að skapa sér veigamikla sérstöðu og þá sérstaklega meðal sveitarfélaga á suðvesturhorninu. Ætlunin er að efla þau fyrirtæki sem eru í bæjarfé- laginu, auka samstarf þeirra og byggja gmnn fyrir ný fyrirtæki sem áhugi væri á að velja stað í Mos- fellsbæ. Áhersla verður lögð á sér- hæfð fyrirtæki og verslanir sem tengjast jákvæðri ímynd bæjarfé- lagsins og getið er um í skýrslunni. Framtíðarsýn sveitarfélagsins til ársins 2003 er að Mosfellsbær verði miðstöð endurhæfingar og heilsuefl- ingar á íslandi og paradís þeirra sem vilja safna orku og njóta endurhæf- ingar á heimsmælikvarða. Stefnt er að því að Mosfellsbær verði einn helsti lista- og smáiðnaðarbær landsins og þekktur sem „sögubær- inn“ á Islandi. Ferðamál verði einn af lykilþátt- um öflugs atvinnulífs og á Mosfells- bær að verða álitlegur áningarstaður ferðamannsins. Ferðaþjónusta í bæj- arfélaginu mun byggja á samspili fjölbreytts heilsuumhverfis, sögu, menningu, listum og afþreyingu. Stefnt er að því að hún skapi fjölda heilsársstarfa í sveitarfélaginu. Það er mat þeirra sem unnu að stefnu- mótunarvinnunni að bærinn eigi fjölmarga vannýtta möguleika í ferðamálum. Sem dæmi má nefna: • Unnið verði að því að sam- þætta sögu nóbelsskáldsins Halldórs Laxness við Mos- .fellsbæ. • Umhverfi Álafosskvosar verði gert aðlaðandi fyrir íbúa og. ferðamenn. • Unnið verði að merkingu göngu- og reiðleiða auk sögu- legra minja og örnefna innan bæjarfélagsins. Álafosskvosin. f þessum sögufrægu húsum var ullariðnaður Álafossverksmiðjunnar. Verksmiðjusala Álafoss er þar enn til húsa og lika ferðaþjónusta, listlðnaður og veit- ingarekstur, skemmtilegt sambland á ákjósanlegu útivistar- og afþreyingarsvæði. I húsunum hafa ýmsir listamenn einnig fengið vinnuaðstöðu. Ljósm. Haukur Snorrason. 1 78
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68

x

Sveitarstjórnarmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.