Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Síða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Síða 12
KYNNING SVEITARFÉLAGA Hvanneyri. Stóra byggingin til hægri á myndinni er hús heimavistar Landbúnaðar- háskólans sem einnig er nýtt sem sumarhótel. kosta svæðisins. I framtíðarsýn íbúa Borgarfjarðarsveitar er birtist í skýrslunni Byggð í sveit, og byggir á könnun á atvinnu- málum í hinu nýja sveitarfélagi, kemur ffam að íbúar sjá mikla möguleika hvað atvinnulíf snertir. Aðgengi að heitu vatni til húshitunar og fyrir atvinnustarfsemi er gott, ástand í dagvistunar- og grunnskólamálum ágætt og íbúar telja að uppeldisskilyrði bama séu mjög já- kvæð. Möguleikar á uppbyggingu ferðaþjónustu em talsvert góðir, bæði byggðir á áratugareynslu og ónýttum val- kostum. Hér er grunnur fyrir heilsu- og menningar- tengda ferðaþjónustu. í Reykholtsdal er vatnsmesti hver Evrópu, Deildartunguhver, og vatn úr honum hitar upp Akranes og Borgames. Menningararfurinn er víða en helst beinast sjónir manna að arfinum og uppbyggingunni í Reykholti. Þar er starfandi fræðasetur er ber nafn þekktasta íslendings sögunnar, Snorra Sturlusonar. Snorrastofa verður form- lega opnuð í sumar. Nýja kirkjan í Reykholti hefúr nýst vel til tónleikahalds og annarra fjölsóttra menningarvið- burða. Hótel Reykholt er heilsárshótel og vel sótt af fundar- og ráðstefnugestum. Landsbókasafn íslands verður með varaeintakasafn í gamla skólahúsnæðinu sem hefúr verið endumýjað að mestum hluta. En sem kunnugt er var skólastarf lagt af í Héraðsskólanum í Reykholti árið 1997. Árið 2000 verða ýmsir menningarviðburðir tengdir Reykholti, m.a. Reykholtshátíðin sem verður siðustu helgina í júlí og verða viðburðir tengdir kristnitökunni á dagskrá svo og opnun Snorrastofu sem áður er getið. Borgarfjarðarsveit er eitt af mörg- um sveitarfélögum á landsbyggðinni er tengjast Reykjavík menningarborg Evrópu 2000 eða M2000. í ágústmán- uði mun Evrópukórinn dveljast í Reykholti við æfingar ásamt Björk Guðmundsdóttur. Málþing um tónlist og feril Bjarkar Guðmundsdóttur verður í Reykholti um miðjan ágúst, einn af mörgum menningarviðburð- um ársins. Á Hvanneyri virðist vera vöxtur í landbúnaðartengdum greinum og horfur í þá veru miklar og hafa aukist með stofnun Landbúnaðarháskólans. Vesturlandsskógar er eitt af verkefú- um héraðsins sem Borgarfjarðarsveit tengist vel og á þeim vettvangi er mikil gróska. Á Hvanneyri er einnig unnið að uppbyggingu ferðaþjónustu sem víða annars staðar i sveitarfélag- inu, en þar er starfandi sumarhótel og einnig tvö söfú, Búvélasafúið og Ull- arselið. Sóknarfærí Fyrir liggur Svæðisskipulag sveitarfélaganna norðan Skarðsheiðar 1997-2017. Unnið er að aðalskipulagi fyrir Borgaríjarðarsveit sem stefnt er að að ljúka á haustmánuðum. Þar verður m.a. horft til uppbyggingar þéttbýliskjamanna í sveitarfélag- inu, með augun á uppbyggingu atvinnulífs og fjölgun ibúa. Við emm þátttakendur í Staðardagskrá 21 og undir þeim formerkjum er m.a. unnið að ýmsum umhverfis- málum sem til bóta verða að teljast. Umhverfisvænt samfélag með mikinn menningararf og góða þjónustu á að nýta sér slíka aðstöðu og blása til sóknar, sóknar til að styrkja innviðina og efla byggð. Opnun Hvalfjarðarganga hinn 11. júlí 1998 hefúr auk- ið möguleikana á eflingu byggðar á okkar svæði. Helstu breytingamar em þær að markaðssvæðin á Suðvestur- landi og Vesturlandi hafa færst saman; í atvinnulegu til- liti tengjast þessi svæði einnig betur. Eftirspum eftir hús- næði hefúr aukist mjög og ferðum fólks í sumarhús á svæðinu hefúr fjölgað. Við uppbyggingu samfélagsins þarf að huga að nokkmm meginstoðum, svo sem skipulagi, samgöngum, umhverfinu, fjölbreyttri atvinnu, menningu, fræðslu- og félagsþjónustu, ástandi fjarskipta og símamála og þétt- ingu byggðar. Að þessum þáttum er unnið í Borgarfjarðarsveit, í sveitinni, sem teygir sig frá fjöm til fjalls með íjölbreytt landslag, yfir kjarri vaxna ása og dali, góðar laxveiðiár og vötn, jökla og heita hveri, hella og fossa, stórbrotin gil og hraunmyndanir, fomminjar og sögu. 6

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.