Sveitarstjórnarmál

Ukioqatigiit

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Qupperneq 35

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Qupperneq 35
MENNINGARMÁL styrkja eins og áður var. Ráðið hyggst þannig fylgja fjárveitingum eftir með vinnu að tryggari rekstrar- grundvelli menningarstarfs, sem fram að þeim tíma bjó við ótrygga lágmarksfjármögnun til sem flestra (The Arts Council, 1999). Hlutverk stofnunar eins og The Arts Council verður þá að veita ráðgjöf, aðstoð og fjármagn til verkefna sem skil- greind eru af heimaaðilum. Þrjú markmið voru sett ffam og á grundvelli þeirra verkáætlun fyrir hverja listgrein; en markmiðin eru; 1. Að efla nýsköpun og gæði í list- starfsemi. 2. Að fjölga þátttakendum í og neytendum listviðburða. 3. Að efla menningarmál sem at- vinnugrein. Dæmin sem ég hef hér rakið frá nágrannalöndum okkar sýna tvær tilraunir til að nýta menningarlífíð - sem engum blandast hugur um að er mikilvægur búsetuþáttur - einnig sem þátt í uppbyggingu atvinnu- og efnahagslífs. I báðum tilfellum hafa opinberir aðilar lagt vinnu í gerð áætlana og fylgt þeim eftir með stuðningi við frumkvæði heima- manna, það er fjármögnun, upp- byggingu á aðstöðu, markaðssetn- ingu og endurskipulagi í stjómsýslu menningarmála. A Nýfundnalandi og Labrador eru menningarmál skil- greind sem hluti ferðaþjónustu og afþreyingariðnaðar en á írlandi er þeim haldið aðgreindum sem sér- stökum atvinnuvegi, sem reyndar undirbyggi aðra þjónustu. Lykilat- riði er þó hið sama; að í báðum til- fellum var farið að líta á menningar- mál sem hluta af markaðsbúskapn- um ffemur en sem óarðbær útgjöld. Menning - vanmetin auðlind í efnahagslífinu? Nú mætti ætla að ef sex tilgátur Kreutzkam (1999) standist væri sjö- unda tilgátan óþörf. Það er að ef menning er sá burðarás sem þar kemur fram ætti slíkt engum að dyljast og því gæti það ekki verið stórt verkefni að vekja almenning til meðvitundar um mikilvægi menn- ingar. En af einhveijum ástæðum er það svo að hugtakið menning vekur ekki upp ímynd af atvinnugrein á sama hátt og til dæmis hugtakið iðn- aður - sem er þó þegar á allt er litið einnig víðtækt. I stefnuyfírlýsingu formanns írska listaráðsins er drepið á þann vanda er Kreutzkam (1999) reynir að lýsa með tilgátum sínum og sjöunda til- gátan studd: „The reality is that there is an unresolved contradiction at the heart of contemporary Ireland's creative and artistic life. There is a tension between a national pride in what has been achieved and a continuing unwill- ingness to provide the necessary resources to nurture, develop and expand the whole community's creative and innovative potential in all its variety and quality" (Farrell 1999, bls. 2). Það er að þrátt fyrir almenna viðurkenningu og stolt þjóðarinnar yfir afrekum listafólks síns og gildi þeirra affeka fyrir þjóð- félagið - er ekki sátt um að hlúa að því starfi sem leiða mun til ffekari affeka á þessu sviði. Lokaorö Þau dæmi sem ég hef rakið hér frá grannþjóðum okkar benda til þess að menning sé vaxandi at- vinnugrein bæði hvað varðar fjölda starfa og hlut í landsframleiðslu. Það er einnig vert að hafa í huga að menning getur með réttu talist und- irstöðuatvinnuvegur, eins og sést til dæmis greinilega þegar samband menningar og ferðaþjónustu er skoðað. Rannsóknir á menningar- verðmætum, varðveisla þeirra og kynning reynist mikilvægur grund- völlur til verðmætasköpunar í ferða- þjónustunni - atvinnugrein sem einnig er í örum vexti. Útgjöld til menningarmála ætti því að skoða sem fjárfestingu ffemur en fjárveit- ingar, hvort sem opinberir eða einkaaðilar eiga hlut að máli. Heimildir: Bjarki Jóhannesson (1998). Kynslóðaskipli °S byggðarþróun. Brindi flutt á Byggða- brúnni 2. nóvember 1998. Byggðastofnun (1999). Þingsályktun um stefnu í byggðamálum fyrir árin 1999-2001. Samþykkt á Alþingi 3. mars 1999. Farrell, B. (1999). Chairman's preface. The Arts Plan 1999-2001, bls. 2-3. Dublin: The Arts Council. Government of Newfoundland and Labrador (1992). Change & challenge. A strategic economic plan for New- foundland and Labrador. The Queen's Printer Office: St. John’s, Newfound- land. Government of Newfoundland and Labrador (1999). http://www.gov.nf. ca/tcr/ Guðrún Helgadóttir ritstj. (óbirt). Búum til betri byggð - menningarmál. Sauðár- krókur: Byggðastofnun. Kreutzkam, J. (1999). Culture as an economic factor. North 6 (9), 1,24-27. Ragnar Karlsson ritstj. (1999). Fjölmiðlun og menning. Hagskýrslur tslands III, 63. Reykjavík: Hagstofa íslands. Stefán Ólafsson (1997). Búseta á tslandi. Rannsókn á orsökum búferlaflutninga. Reykjavík: Byggðastofnun. The Arts Council (1999). The Arts Plan 1999-2001. Dublin: The Arts Council. Valgerður Sverrisdóttir (1999). Menningar- ráðgjafi landsbyggðarinnar. Dagur, fostudagur 25. júní, bls. 7. Women’s Business Institute (1997). Women and Small Business: Economic Influences and Future Trends. Fargo, N.D. http://www.onlinewbc.org/docs/ starting/econ“infl“-“fut“tmds.html 29
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.