Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Síða 41
ALMENNINGSBÓKASÖFN
Amtsbókasafnið í Stykkis-
hólmi 150 ára
Sigurlína Sigurbjömsdóttir amtsbókavörður
Stofnun safnsins og
fyrstu bókaveróir
Vesturamtsins almenna bókasafn
í Stykkishólmi var stofnað árið
1847. Stofnendur voru Bjami Thor-
steinsson, amtmaður á Stapa, og
Pétur Pétursson, prófastur á Staða-
stað. Safnið skyldi „efla námfýsi,
útbreiða þekkingu og fróðleik, og
laga smekk og lyst alþýðu til að
færa sér í nyt bókmenntir og lær-
dóm“, eins og segir i reglugerð.
Stofnun þess var nokkur ár i undir-
búningi og var bóka m.a. aflað í
Danmörku. Einnig runnu bækur
Möllers-lestrarfélags presta á Snæ-
fellsnesi til safnsins. Þær voru
reyndar teknar úr safhinu síðar.
Árið 1847 var prentuð skrá yfir
bækumar, svo og reglugerð. Stofn-
endur vildu að safnið yrði til al-
menningsnota en upphaflegur safn-
kostur var ekki vel til þess fallinn,
flestar bækurnar á dönsku. Úr því
rættist þó fljótlega og var það ekki
síst að þakka íyrsta bókaverðinum
sem var Ámi Thorlacius. Mun Ámi
hafa verið mikill unnandi menning-
ar og lista. Sagt er að í fyrstu hafi
hann reyndar lánað út meira af eigin
bókum en bókum safnsins. Árni
varðveitti safhið í húsi sínu, Norska
húsinu, í áratugi. í Norska húsinu er
nú Byggðasafn Snæfellinga og
Hnappdæla.
Eftir bókavarðartíð Árna komu
margir mætir menn við sögu safns-
ins fram til aldamóta. Nefna má
Daníel og Ólaf, syni Áma, og séra
Eirík Kúld og Brynjólf, son hans.
Blómaskeiö um aldamót
Fangahúsið var geymslustaður
safnsins ffá 1882 og þar til bókhlaða
var reist um aldamót. Til gamans
má geta þess að árið 1938 segir
Ólafur Jónsson í Elliðaey frá því í
grein um safnið að bygging bók-
hlöðunnar hafi verið styrkt með 500
kr. úr svokölluðum Vörðusjóði.
„Varða sú, sem sjóðurinn var
kenndur við, var hlaðin úr grjóti
með timburbinding. Var gengið upp
með handriði að vörðunni og var
35