Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Page 61
ERLEND SAMSKIPTI
af sýslum með ijárframlögum ffá
alríkisstjóminni, einstökum fylkj-
um og sveitarfélögum. Tekjur
bæjarsjóðs Palmer Lake og ann-
arra sveitarfélaga felast fyrst og
fremst í fasteignaskatti og sölu-
skatti. Söluskattur er misjafn effir
fylkjum en þó held ég að hann sé
hvergi hærri en 8-9 prósent.
Gamla niðursuðuverksmiðjan í New Orleans fær brátt nýtt hlutverk.
Hlýrrí áfangastaöur
Við kvöddum vetrarríkið
Colorado og héldum suður á bóg-
inn til New Orleans í Louisiana-
fylki. Borgin er þekktust fyrir ár-
lega kjötkveðjuhátíð í febrúar en
þá flykkist þangað fólk
hvaðanæva að úr heiminum til að
skemmta sér. Við vorum hálfum
mánuði of snemma á ferðinni og
fengum þvi ekki að upplifa stemn-
inguna en mér var þó engin eftir-
sjá í því enda margt annað fróðlegt að sjá í borginni.
I þessum siðasta hluta ferðarinnar var ætlunin að
skoða betur fyrirkomulag sem einkennir svo mjög
bandarískt samfélag en það er aðkoma frjálsra félaga-
samtaka og fyrirtækja í einkarekstri að ýmsum verkefn-
um sem víða annars staðar eru á könnu hins opinbera.
Regnhlífarsamtök til hjálpar heimilis-
lausum
New Orleans er ekki rík borg og í raun er Louisiana
eitt af fátækari fylkjum Bandaríkjanna. Talið er að um
fimm þúsund manns séu heimilislaus í borginni og ár-
lega flyst þangað fjöldi fólks sem á í engin hús að venda.
Um árabil störfúðu ólík félagasamtök, trúarleg sem önn-
ur, að því að bæta hag þessa fólks til lengri eða skemmri
tíma, ýmist í samvinnu við borgaryfírvöld eða á eigin
forsendum. Öll eyddu félögin hvert um sig dýrmætum
tíma og kröftum í að sækja um opinbera styrki og íjár-
ffamlög ffá einkaaðilum.
Fyrir nokkrum árum var ákveðið að sameina krafta fé-
laganna með stofnun heildarsamtaka sem vinna ein-
göngu að því að safna fé fýrir aðildarfélögin svo þau geti
einbeitt sér að sjálfu hjálparstarfmu. Arangurinn hefúr
ekki látið á sér standa og nú eru fjárveitingar til þessarar
starfsemi margfaldar á við það sem áður var og þjónust-
an að sama skapi betri. í reynd hefúr tekist svo vel til í
New Orleans að þetta fyrirkomulag hefur orðið fyrir-
mynd að ámóta starfí í öðrum borgum Bandaríkjanna.
Bómullarverksmiðjan í nýjum og glæsilegum buningi.
Þaö finnast víöa gömul hús
Annað gott dæmi um samstarf opinberra aðila og
einkageirans er uppgerð gamalla og úr sér genginna fast-
eigna í New Orleans og fengum við að sjá nokkrar
skemmtilegar útfærslur af slíku.
I gamalgrónu íbúðahverfi skammt frá miðbænum hafa