Sveitarstjórnarmál

Årgang

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 65

Sveitarstjórnarmál - 01.03.2000, Side 65
TÆKNIMAL EKKO-jarðsjáin í sleðauppsetningu, í þessu tilviki við maelingu á Grafarholtsgolfvelli. Aftan við sleðann er veghjól sem stýrir fjarlægð milli mælipunkta. og flýtir þessi uppsetning verulega fyrir við mælinguna. NOGGIN 250 er einfaldara og ódýrara tæki, sem hentar vel þar sem verið er að skoða jarðlög, lagn- ir o.fl. á litlu dýpi og niðurstöður þurfa að liggja fyrir strax. Línu- hönnun stefnir að því að halda stutt námskeið í notkun NOGGIN-jarð- sjár og gefa í kjölfarið viðkomandi kost á því að leigja tækið og nota það án aðstoðar. Jarðsjá nýtist til margvíslegra nota. Sem dæmi um verkefni þar sem hún getur hentað vel má nefna: • Afmörkun eða leit að fomleifúm. • Undirbúning gatna og uinferðar- mannvirkja. • Leit að ffárennslislögnum. • Magntöku efnis í malamámum. • Mælingar á dýpt og setlögum í stöðuvötnum. • Skipulagningu byggðar og íbúða- hverfa. • Sprunguleit í bergi. • Undirbúning byggingarlanda og lóða. Jarökönnun Markmið jarðkönnunar er að gera grein fyrir jarðfræðilegum aðstæð- um og lýsa jarðtæknilegum eigin- leikum jarðlaga vegna mannvirkja- gerðar, vegna undirbúnings skipu- lagsáætlana o.s.frv. Línuhönnun hefur markvisst byggt upp þekkingu og tækjabúnað til að geta sinnt jarðkönnun. Dæmi- gerð jarðkönnun byrjar með því að unnið er úr fyrirliggjandi upplýsing- um og farið er á staðinn ef kostur er og aðstæður metnar. Þegar kemur að rannsóknarvinnu er gott að blanda saman óbeinum aðferðum eins og jarðsjármælingu og fleiri eða færri beinum mælingum eins og t.d. gryQugrefti, slagborun, snún- ings-þrýstiborun og kjarnaborun. Tekin em þau sýni sem nauðsynleg em til að geta sagt til um tæknilega eiginleika. Þegar á stofúna er komið em sýnin greind og unnið úr niður- stöðum borana, jarðsjármælinga o.s.frv. Línuhönnun notar sérstakt jarðlagaforrit til að setja allar niður- stöður saman og meta jarðfræðileg- ar og jarðtæknilegar aðstæður í þrí- vídd. Niðurstöður með þversniðum, langsniðum, tæknilegum eiginleik- um, magntölum o.s.frv. em að lok- um settar fram á minnisblaði eða í skýrslu og einnig skilað á tölvutæku formi í hendur hönnuða ef þess er óskað. Undanfarin ár hefúr jarðsjá gegnt vaxandi hlutverki í jarðkönnunum Línuhönnunar, ekki síst eftir að búnaður var aukinn og bættur árið 1998. Jarðsjármælingar em fljótleg- ar, raska ekki jarðvegi og gefa sam- fellt snið eftir mælileiðinni. Hentar þvi vel að jarðsjármæla á undan eða eftir beinu mælingunum, sem eru punktaathuganir og ekki samfelldar. Könnun fornleifa Markmið við fomleifarannsóknir em margþætt eins og m.a. má ráða af reglugerð um þjóðminjavörslu, Langsnið af vegstæði Reykjanesbrautar um Hafnarfjörð unnið í STRATA3-jarðlagaforriti Línuhönnunar. Sniðið byggist á niðurstöðum sem fengnar voru með beinum og óbeinum rannsóknaraðferðum, m.a. jarðsjá.

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.