Sveitarstjórnarmál

Árgangur

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Síða 12

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Síða 12
ATVINNUMÁL á því að unnið sé að því að ná fram settum markmiðum i hverjum málaflokki og reglulega á fyrirfram ákveðnum tímum þarf verkefnastjórn að gera stöðumat á fram- vindu mála og vinna að síendurskoðun fyrirliggjandi áætlunar, þannig að hún nýtist sem best á hveijum tíma. Áætlað er að vinnu við verkefnið „Vopnfírðingar virkja“ verði lokið nú í febrúar og þá verður stefnumót- unin lögð fyrir hreppsnefnd til samþykktar og þar verður væntanlega ákveðið hver næstu skrefin verða. í beinu framhaldi verður stefnumótunin kynnt á almennum fúndi sem opinn verður öllum. Með þessum hætti er vonast til að takast megi að snúa vöm í sókn og fjölga atvinnutækifærum á svæðinu jafht og þétt og auka áhuga fjárfesta á að fjármagna viðskipta- hugmyndir sem til verða á svæðinu. MENNINGARMÁL Kaupvangur á Vopnafirði Sl. sumar var unnið að endurbyggingu hússins Kaup- vangs á Vopnafirði. Húsið var reist af verslunarfélaginu Ömm og Wulff árið 1882. Fr. Bald byggingameistari, sá hinn sami og stjómaði byggingu Alþingishússins, Hegn- ingarhússins og fjölmargra annarra húsa víða um land, var fenginn til að sjá um byggingu hússins. Verslunarhúsið sem Bald reisti á Vopnafirði fékk síð- ar nafnið Kaupvangur og líklega er nafngiftin þó frá tím- um kaupfélagsins. Þegar Kaupfélag VopnaQarðar var stofnað árið 1918 keypti það Kaupvang og rak þar frá upphafí verslun sína og jafnframt var í húsinu íbúð kaupfélagsstjóra. Verslun kaupfélagsins var rekin í húsinu fram til ca 1960 þegar hún fluttist í nýtt verslunarhús. Kaupvangur er óvenju stórt hús miðað við byggingar- tíma eða um 500 m2. Fá jafnstór hús em til frá 19. öld; timburhús af þessari stærð em teljandi á fingmm annarr- ar handar. Fr. Bald var mjög mikilvirkur smiður og setti sterkan svip á þau hús sem hann reisti. Fá hús eftir Bald hafa varðveist utan Reykjavíkur. Tilraunir Balds til að endurbæta íslenska húsagerð em merkilegar, einkum þó notkun hans á steinsteypu. Húsið hafði staðið autt um nokkurra áratuga skeið og var vemlega illa farið. Burðargrind þess var þó í all- góðu standi og er um að ræða hefðbundna grind úr heil- trjám sem er töppuð saman. Að utan eru veggirnir klæddir lóðréttri listasúð. Kaupvangur hefur umtalsvert gildi fyrir allt landið bæði sem byggingarlist og einnig sérstaklega sem minjar um byggingatæknilega þróun. Fyrir Vopnafjörð hefur húsið mikið gildi. Ber þar hæst tengsl þess við sögu staðarins, stærð þess og glæsileiki og staða þess i bæn- um. Allt gerir þetta Kaupvang mikilvægan þátt í ásýnd bæjarins. Að vel athuguðu máli var því ákveðið að endurbyggja húsið frekar en að láta það hverfa úr bæjarmyndinni. Sótt var um fjárveitingar úr Húsfriðunarsjóði ríkisins og á fjárlögum til endurbyggingarinnar og hafa fengist all- nokkrar fjárveitingar til endurbyggingarinnar. Jafnframt því hefúr Vopnafjarðarhreppur lagt fjármuni á móti til uppbyggingarinnar. I fyrsta áfanga var ákveðið að end- urbyggja húsið og fullklára það að utan og gera það vind- og vatnshelt. Þessum áfanga er nú lokið og hefúr húsið tekið algerum stakkaskiptum. Unnið er að hönnun hússins að inn- anverðu en ráðgert er að í húsinu verði aðstaða fyrir margháttað sýn- ingarhald; m.a. er ráðgert að í húsinu verði safnað saman ýmsum upplýs- ingum um vesturfaratímabilið, heið- arbýlin, ábúendur þeirra og almennt um sögu Vopnafjarðar. Frá Vopna- firði fóru flestir til Vesturheims á sínum tíma. í næsta verkáfanga er ráðgert að ljúka hönnun á húsinu að innanverðu og að hefjast handa við lagfæringu á því að innan. Þorsteinn Steinsson 8

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.