Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Side 32

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Side 32
FRÆÐSLUMÁL Nýjar úthlutunarreglur námsstyrkja- nefndar - hærri framlög Magntís B. Jónsson, sveitarstjóri á Skagaströnd Styrkjum til jöfnunar námskostn- aðar er úthlutað af svonefndri náms- styrkjanefnd og hefur sá háttur verið á síðan um 1970. Styrkir þessir hafa lengst af verið kallaðir dreifbýlis- styrkir og bundnir því skilyrði að viðkomandi stundi hér á landi reglu- bundið framhaldsnám sem ekki er á háskólastigi eða gerir sambærilegar kröfur til undirbúningsmenntunar og nám á háskólastigi og verða að vista sig utan lögheimilis og fjarri fjölskyldu sinni vegna námsins. Sú regla gilti frá upphafí og allt ffam á árið 2000 að þeir framhaldsskóla- nemendur væru styrkhæfir sem ekki gætu stundað sambærilegt nám í heimabyggð. Þetta skilyrði var túlk- að þröngt og þótti ekki fylgja kalli tímans nægjanlega vel. Það þótti einnig vera til þess fallið að hefta valfrelsi nemenda til náms. Því kom Björn Bjarnason menntamálaráð- herra á fót nefnd á árinu 2000 sem hafði það verkefni að gera tillögur að nýjum úthlutunarreglum. 1 ffam- haldi af niðurstöðum hennar setti ráðherra síðan nýja reglugerð nr. 746/2000 24. október sl. um jöfnun námskostnaðar nemenda á fram- haldsskólastigi. I reglugerðinni eru settar aðgengilegri reglur og kveðið á um skilvirkari ffamkvæmd en ver- ið hefúr. í hinni nýju reglugerð er eftir sem áður megináhersla lögð á að styrkja námsmenn vegna viðbótarkostnaðar sem fylgir tvöfoldu heimilishaldi en jafnffamt er leitast við að auka rétt og möguleika einstaklinga til að velja og ákveða sjálfir það nám og þann námsstað sem þeir telja eftir- sóknarverðan. Að loknu 1. ári sam- kvæmt skipulagi skóla fá náms- menn þannig rýmri möguleika en áður til að sækja nám utan heima- byggðar, þar á meðal námsmenn af höfuðborgarsvæðinu til náms á landsbyggðinni. Enn sem fyrr er almennt skilyrði fyrir styrk að búseta og/eða skóla- sókn sé fjarri lögheimili námsmanns og nánustu fjölskyldu, þ.e. for- eldra/forráðamanns. Heimilt verður síðan að víkja ffá kröfú um búsetu fjarri foreldrum/forráðamanni að ákveðnum skilyrðum uppfylltum, s.s. ef lögheimilishúsnæði er i eigu námsmanns. Þannig er leitast við að koma í veg fýrir ranga lögheimilis- skráningu og misnotkun styrkja með tilbúinni tilfærslu á lögheimili. Breytingarnar Helstu breytingar sem hin nýja reglugerð kveður á um eru: • Lánasjóði íslenskra námsmanna er falin öll framkvæmd og um- sýsla fyrir námsstyrkjanefnd en undanfarin ár hefúr umsýslan ver- ið hjá menntamálaráðuneytinu. • Skilyrði um að sambærilegt nám sé ekki hægt að stunda í heima- byggð verður rýmkað. Við mat á sambærilegu námi og styrkhæfi nemenda á 1. ári verður áfram vísað til námsbrauta, en vegna náms eftir það verður visað til eðlis og gæða skóla eða einstakra námsáfanga að mati umsækjanda. • Aður en námsstyrkir verða greiddir út verður leitað eftir upp- lýsingum frá skóla um ástundun eða námsárangur til staðfestingar skilyrði um reglubundið nám. Fram að þessu hefur skráning í nám verið talin nægja. • Meginflokkum jöfnunarstyrkja fækkar úr ijórum í tvo, þ.e. annars vegar styrki vegna dvalar fjarri lögheimili og fjölskyldu náms- manns og hins vegar styrki vegna ferða (skólaaksturs) milli skóla og lögheimilis. Styrkur vegna dvalar ijarri lög- heimili tekur mið af lögheimili. Þannig verður landinu skipt í þrjú svæði: W: 421 4820 • 897 3840 • 893 3503 28

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.