Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Side 36

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Side 36
LEIKSKÓLAR Mat á leikskólastarfi ECERS-gæðamatskvarðinn kominn út á fslandi Gerður Guðmundsdóttir, leikskólaráðgjafi í Kópavogi, og Sesselja Hauksdóttir, leikskólafulltrúi í Kópavogi Nýlega kom út í íslenskri þýðingu matskvarði sem ætlaður er til að meta leikskólastarf. Samkvæmt reglugerð fyrir leik- skóla frá 1994 skal hver leikskóli móta sér aðferðir við að meta starf sitt. Útgáfa ECERS-kvarðans bætir því þama úr brýnni þörf ívrir einfalt og áhrifaríkt matstæki. ECERS- kvarðinn tekur til allra þátta starfs- ins með bömunum í leikskólanum. Auknar kröfur um gæöi og gæöamat - nýjar rann- sóknarniöurstööur um þróun heilans Með aukinni þekkingu á mikil- vægi fyrstu æviáranna og ekki síst með tilkomu nýrra rannsóknamiður- staðna um hvemig heili mannsins þróast, eru gerðar sífellt auknar kröfur um gæðastarf í leikskólum. Samkvæmt þessum nýju niðurstöð- um úr heilarannsóknum mótast heili mannsins að mestu leyti fyrstu ævi- mánuðina og æviárin og atlæti og örvun á leikskólaaldri hefur úrslita- þýðingu fyrir uppbyggingu heilans og þar með getu og hæfhi einstakl- ingsins til að læra og starfa það sem eftir er ævinnar. Það hefur einnig komið i ljós að streita og kvíði hefur mjög skaðleg áhrif á heila barna. Gæði leikskólastarfs eru því enn mikilvægari en áður var talið. ECERS-gæðamatskvarðinn var þróaður í Bandaríkjunum og hefur verið þýddur á fjölmörg tungumál. Má fullyrða að hann sé meðal mest notuðu gæðamatskvarða í heirnin- um. Höfundar hans eru Thelma Harms og Richard M. Clifford. Þýðendur íslensku útgáfunnar og útgefendur eru Gerður Guðmunds- dóttir leikskólaráðgjafi og Sesselja Hauksdóttir leikskólafulltrúi sem báðar starfa á leikskólaskrifstofu Kópavogs. Þýðendur hafa ekki aðeins þýtt kvarðann heldur staðfært hann og aðlagað hann íslenskum aðstæðum, íslenskum lögum, reglugerð og að- alnámsskrá og íslensku leikskóla- starfi almennt. ECERS-kvarðinn er einkum ætl- aður fyrir sjálfsmat leikskóla, þ.e. fyrir leikskólakennara til að meta starf sitt og aðstæður í leikskólan- um. En hann getur einnig nýst við ytra mat, þ.e. þegar utanaðkomandi aðili metur starfið. Þá getur hann verið gott tæki fyrir nemendur í leikskólakennaranámi við að athuga aðstæður og læra að meta og skoða leikskólastarf. ECERS-kvarðinn er ætlaður til að meta leikskólastarf fyrir 3-6 ára böm en það er mat þýðenda að hann nýtist einnig við mat á starfi fyrir tveggja ára böm. 1 uppbyggingu kvarðans er geng- ið út ffá eftirfarandi grunnatriðum: • Hvað þarf hvert bam i leikskóla til þess að þroskast andlega, fé- lagslega, tilfmningalega og vits- munalega? • Hvernig skipuleggja leikskóla- kennarar umhverfið þannig að það mæti sem best þörfum bamanna? I ECERS-kvarðanum eru teknir fyrir eftirfarandi þættir: Rými og búnaður, umönnun og daglegt líf, mál- og hugtakanám, leikur/við- fangsefni, samskipti/skipulag og starfsmenn og foreldrar. Kvarðinn er mjög einfaldur í notkun og tekur skamman tíma að gera heildarmatið sjálft. Þegar úrvinnslu á matinu er lokið er hægt að nota niðurstöður til að: sjá hvernig starfið er, endur- skipuleggja það, fá staðfestingu á vel unnu starfi, veita starfsmönnum ffæðslu, greina hvað þarf að bæta og skapa umræður i verknámi. Megin- tilgangurinn er þó alltaf að bæta starfið. Kvarðinn var prófaður i nokkrum leikskólum meðan á þýðingarvinnu stóð. Var unnið þróunarverkefni með styrk ffá menntamálaráðuneyti í einum leikskóla til að kanna hvort kvarðinn væri gott tæki til að styðja við og umbótastarf. Niðurstöður þessa verkefnis vom mjög góðar. A síðustu mánuðum hefúr kvarð- inn verið notaður í mörgum leik- skólum og er það álit þeirra sem tek- ið hafa þátt í matsferlinu að um mjög gott og skilvirkt tæki sé að ræða. Það er ósk þýðenda og útgefenda að kvarðinn nýtist vel til að meta gæði leikskólastarfs á íslandi og til að auka þau. 32

x

Sveitarstjórnarmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.