Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Page 42

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Page 42
HEIÐURSBORGARAR Jón M. Guðmundsson á Reykjum heiðursborgari Mosfellsbæjar Þröstur Karlsson, forseti bæjarstjórnar Mosfellsbæjar, tll hægri á myndinni, afhendir Jóni á Reykjum heiðursborgarabréfið. Arnaldur Halldórsson tók myndina. Á fundi bæjarstjórnar Mosfells- bæjar hinn 30. ágúst sl. var sam- þykkt að gera Jón M. Guðmundsson á Reykjum, fv. oddvita um langt skeið, að heiðursborgara bæjarins. Svohljóðandi tillaga var sam- þykkt samhljóða á fundinum: „Bæjarstjóm Mosfellsbæjar sam- þykkir að Jón M. Guðmundsson verði gerður að heiðursborgara Mosfellsbæjar. Með því móti vill bæjarstjóm f.h. Mosfellsbæjar láta í ljós þakklæti sitt og viðurkenningu á hinu mikilvæga framlagi Jóns til uppbyggingar sveitarfélagsins en Jón var oddviti Mosfellshrepps frá árinu 1962 til 1981, á miklum um- brotatímum í sögu sveitarfélagsins, og hreppstjóri frá árinu 1984 til 1990. Áuk þess hefur hann tekið virkan þátt í félagsstarfi innan og utan sveitarfélagsins og lagt þar drjúgt af mörkum. Nafn hans hefur verið samofið sögu sveitarfélagsins um áratugaskeið og þykir vel við hæfi að Mosfellsbær votti honum virðingu með þessum hætti í tilefni af 80 ára afmæli hans hinn 19. sept- ember.“ Jón Guðmundsson er annar heið- ursborgari sveitarfélagsins. Sá fyrri var Halldór Laxness rithöfundur sem kjörinn var heiðursborgari árið 1972. Hinn 29. október efndi bæjar- stjórnin til samsætis í Hlégarði til heiðurs Jóni. Þar var honum afhent heiðursborgarabréfið og skóla- hljómsveit Mosfellsbæjar lék, en Jón hefur verið nefndur guðfaðir hennar vegna þáttar hans í stofnun hljómsveitarinnar. Jón starfaði löng- um að íþróttamálum, var m.a. ritari ungmennafélagsins Aftureldingar 1949-1954 og var um árabil fúlltrúi félagsins í sérsamböndum íþrótta- hreyfmgarinnar, sat í stjóm og vara- stjóm Frjálsíþróttasambands Islands 1952-1968 og var fyrsti varafúlltrúi í stjórn íþróttasambands íslands 1968-1970. í hófinu sæmdi Ellert B. Schram, formaður íþrótta- og Ólympíusambands íslands, Jón heiðurskrossi sambandsins fyrir störf hans á vettvangi íþróttahreyf- ingarinnar. Jón var meðal stofnenda karlakórsins Stefnis í Mosfellsbæ 1940 og starfar enn í kómum. Þá var Jón í stjórn Vinnuheimilisins að Reykjalundi 1974-1986. Eiginkona Jóns er Málfríður Bjamadóttir og eiga þau samtals sex uppkomin böm. Jón hefur verið sæmdur ýmsum heiðursmerkjum, s.s. gullmerkjum Frjálsíþróttasambands Islands 1963 og Frjálsíþróttasambands Svíþjóðar 1957, gullmerki Landssambands hestamannafélaga 1987, heiðurs- merki hestamannafélagsins Harðar 1989 og heiðursmerki Karlakóra- sambandsins Kötlu. Auk starfa sinna sem hrepps- nefndaroddviti var Jón formaður byggingarnefndar hreppsins 1962-1982 og skipulagsnefndar 1962-1987 og hann var formaður dómnefndar um miðbæjarskipulag Mosfellsbæjar 1984. 38

x

Sveitarstjórnarmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.