Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Síða 52

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Síða 52
TÆKNIMÁL Gáð til veðurs og að þessu sinni á Veraldarvefnum! Þorsteinn S. Þorsteinsson vélfrœðingur Inngangur Hið almenna orðatiltæki aó gá til veðurs hefur verið viðhafl á Islandi írá fomu fari og af öllum þeim sem höfðu undir veðrið að sækja, bæði til sjós og lands. Þetta viðgengst enn og í raun ekkert að undra í landi sem liggur lengst norður i Atlantshafi, umlukið sjó á alla vegu og á aðalbraut mikilla veður- kerfa ffá vestri til austurs. Til voru veðurglöggir menn sem lásu út úr litbrigðum og skýjahreyfingu hvers væri að vænta í næsta nágrenni við heimabyggð. Þessir veður- glöggu menn finnast enn og margir hverjir hinir bestu veðurspámenn og nokkuð skemmtilegir. ísland er eitt þeirra ríkja sem hafa til umráða þróaða veðurspáþjónustu sem hið opinbera rekur og hefúr gegnt hlutverki sínu með góðum skilum i áratugi. Þar er um að ræða veðurfregnir og veðurspár ásamt ýmsu öðru til uppfyllingar. Dreifmg þessara upplýsinga hefur verið með miklum ágætum, um útvarpið og ljósvakamiðlana. Nútíminn Með nútíma fjarskipta- og framsetningartækni, upp- lýsingatækninni, er á hinn bóginn bæði mögulegt og nauðsynlegt að ganga til verks við nýtingu þeirra tæki- færa sem tiltæk eru og bjóðast í næstu framtíð. Enn er viðfangsefnið að „gá til veðurs“, en núna með tölvunni og þróuðum hug- og reiknibúnaði ásamt nýjurn aðferð- um við ffamsetningu. Veðurþulan og veðurþulurinn með sina tvíræðu fram- setningu og handunnu myndaflóru er horfin og í staðinn kornin tölva með fastmótað fonn og framsetningu sem byggir á uppsafnaðri „reynslu" í þróuðum reiknilíkön- um sem nýtt eru til hins ýtrasta. Hugsanlegt er þó að einhverjir sjái eftir því eldra eins og off er. Framtíðin liggur í nýtingu tölvunnar og ffam- setningu á Veraldarvefnum. A öld upplýsinga með tilheyrandi vali og möguleik- um er til þess ætlast að hægt sé að nálgast upplýsingam- ar þegar þörf krefúr og dreifa þeim þar sem þær eiga við. Þetta er ótvíræður kostur og því er það að hátækni- fyrirtækið Halo ehf., haf- og lofkhjúpsfræðistofa, setur fram hugmyndir og lausnir. Halo og veðurvefurinn „theyr internet weather“ Halo ehf. er fyrirtæki sem starfað hefúr ffá árinu 1995 við þróun og gerð veðurspáa sem byggjast á notkun spálíkana og aðgengi veð- urspáupplýsinga eingöngu á Veraldarvefnum eða Intemetinu. Hönnun hugbúnaðarins og framsetningar- innar hefur tekið um fimm ár og hafa unnið við það eðlisfræðingar, stærðfræðingar og kerfisffæðingar ásamt aðstoðarmönnum og er hugbúnaðurinn búinn að vera aðgengilegur á Netinu í um þijú ár. Reynslan er mjög góð og afspurnin sérstaklega ánægjuleg og því til sönnunar em ótal margar jákvæðar kveðjur sem okkur hafa fallið i skaut ffá þakklátum not- endum á þessum tíma. I þeim hópi em landkrabbar sem og sjómenn, flugmenn, langferðabílstjórar, útgerðar- stjóri, skipstjórar, trillukarlar, flugumferðarstjórar og margir fleiri. Frá íslandi, Færeyjum, Noregi, Bret- landseyjum, Frakklandi, Ítalíu, Norðurlöndunum og víð- ar. Nákvæmninni er við bmgðið, segja menn og áreiðan- leikinn eftir því. Spákerfið er algjörlega sjálfVirkt og aflar gagna tvisvar á sólarhring og reiknar út spámar og skilar þeim út á Vefinn, einnig tvisvar á sólarhring. Fmmgögnin sem unnið er með em vistuð hjá almenn- um upplýsingaveitum sem hafa opið óheft aðgengi fyrir þá sem vilja nýta sér þau. Reiknilíkönin em hönnuð og gerð af vísindamönnum og sérffæðingum i þeirri grein og gagnavinnslan fer fram á venjulegum PC-tölvum, þ.e. tölvum sem fást á alrnenn- um tölvumarkaði. Allt verkferlið ffá móttöku gagna yfir í útreikning og siðan framsetningu á Vefnum er samfellt og tekur um þrjár klukkustundir, tvisvar á sólarhring. Kortafjöldinn sem notandinn hefur úr að velja er um 15.000 talsins þegar allt er tilbúið. Af því sem ég hef hér greint frá mætti ætla að þetta verkefni væri ekki ýkja flókið né yfirgripsmikið, en sú er nú reyndar ekki raunin. Allt það sem lýtur að þessari hugbúnaðarsmíð er flókið og hefúr krafist langrar og yf- irgripsmikillar þróunar, sérstakrar vandvirkni og góðrar 48

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.