Sveitarstjórnarmál


Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Síða 60

Sveitarstjórnarmál - 01.02.2001, Síða 60
UMHVERFISMAL Backafall á Ven. Sænska ríkið hefur lagt fram fjármagn í verkefni sem miðar að því að breyta samfélaginu á eynni í sjálfbæra átt. Allir íbúar eyjarinnar, 360 að tölu, tengjast verkefninu með einum eða öðrum hætti. Ljósmynd: Olle Nordell. framkvæma Staðardagskrá var að fræða alla starfsmenn og stjórn- málamenn í sveitarfélaginu, næstum 3000 manns. Nokkrir stjórnmála- menn og 75 starfsmenn fengu 5 daga námskeið og héldu síðan 16 klukkustunda námskeið fyrir vinnu- félaga sína. Hver og einn af þessum 75 „umhverfissendiherrum“ okkar fræddi að meðaltali 40 af vinnu- félögum sínum. Uttekt á umhverfís- áhrifum vinnustaðarins og tillögur til úrbóta voru hluti af náminu. Hver vinnustaður samdi eigin dagskrá fyrir umhverfisstarfið. Þar að auki átti að semja sérstaka Staðardagskrá fyrir sorp, frárennsli, orkumál, skipulag og umferð sem stjóma átti stefnu sveitarfélagsins í þessum málum. Nú reynum við að fá stöð- ugleika i starf „sendiherranna“ með því að innleiða umhverfísstjómun- arkerfi í sveitarfélaginu. Mörg sveitarfélög hafa reynt að ná til almennings, beint eða óbeint. Ég ætla að nefna nokkur dæmi um verkefhi þar sem almenningur hefur verið mikilvægur þátttakandi í starf- seminni. Ven Eyjan Ven í Eyrarsundi tilheyrir Landskrona sveitarfélaginu. Þar búa 360 manns og flestir vinna í landi. Við höfum fengið 12 milljónir sænskra króna frá ríkinu til að breyta samfélaginu á eynni í sjálf- bæra átt. Sveitarfélagið verður að leggja fram sömu fjárhæð í fram- kvæmdirnar. Aætlunin hefur sem markmið að gera eyna sjálfbæra hvað varðar vatn, frárennsli og orku. Rafknúinn hópferðabíll á að sjá um flutninga, rafmagn verður framleitt í vindrafstöðvum, hálmur frá hveitiökrum á að hita upp húsin, sólarorka verður nýtt til að hita neysluvatn, regnvatn er notað í sal- erni og frárennslið er hreinsað og notað til að vökva orkugróður." Hugmyndum um verkefnið var safnað hjá íbúunum, meðal annars með spumingalista sem allir fengu tækifæri að svara. Þar var spurt: „Hvaða þýðingu hefur Ven fyrir þig? Hvemig vilt þú að líftð á Ven verði árið 2010? Hvaða hindranir koma í veg fyrir að þessi ffamtíðar- sýn geti orðið að vemleika? Hvaða úrbætur gætu rutt þessum hindmn- um úr vegi?“ Það verður gaman að sjá hvemig gengur að hrinda þessu í framkvæmd. Ráða á einn starfs- mann í tvö ár i þetta verkefhi. Norra Fáladen í Lundi A Norra Fáladen í Lundi var gerð tilraun með vinnubók. íbúamir, sem em um 11.000, þar á meðal margir innflytjendur (íslendingar hafa verið fjölmennastir), fengu vinnubækur þar sem þeir gátu skráð allt sem þeim fannst fara aflaga. Alls skiluðu 600 manns útfylltum vinnubókum. Skýrsla var samin þar sem allt sem fólk var óánægt með var skráð. I næstu vinnubók átti fólk að skrifa ffamtíðarsýn sína fyrir bæjarhlutann og hvemig bæta átti það sem aflaga fór. Þetta var líka sett saman i skýrslu þar sem allt var tínt til. Þriðja og síðasta skrefíð var að setja saman dagskrá í vinnuhópum fyrir bæjarhlutann út frá þvi sem komið hafði fram í vinnubókunum. Hjólaó til betri heilsu í bæjarhlutanum Östra Torn i Lundi var gerð tilraun til að fá þá sem aka styttri vegalengdir en 5 km til að hjóla i staðinn. Alls tóku 200 manns þátt í tilrauninni. Þeir fengu læknisskoðun i upphafí, hjólatölvu, ókeypis hjálp við hjólaviðgerðir og möguleika á að vinna hjól í happ- drætti. Árangurinn var góður. Marg- ir byijuðu að hjóla í staðinn fyrir að aka bíl styttri vegalengdir. Aðalrök- in hjá mörgum vom ekki að bæta umhverfið heldur heilsufarsleg. í stað þess að skokka nokkmm sinn- um í viku hjóluðu menn á hveijum degi styttri vegalengdir. Fjarvinna Á eyjunni Öckerö fyrir utan Gautaborg voru margir þreyttir á biðröðunum í ferjuna sem flutti þá til vinnustaða á meginlandinu. Þá var opnað húsnæði fyrir fjarvinnu með besta tölvubúnaði og góðri skrifstofuþjónustu (ritari, símaþjón- usta, fax o.s.frv.). Volvo og fleiri fyrirtæki tóku þátt í verkefninu og starfsmenn sem bjuggu á Öckerö unnu í sameiginlegri skrifstofu á eynni. Mengunin frá keyrslu þeirra í vinnuna minnkaði og timinn sem fór í ferðir til og frá vinnustaðnum sömuleiðis. Að tveimur ámm liðn- 56

x

Sveitarstjórnarmál

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Sveitarstjórnarmál
https://timarit.is/publication/1063

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.