Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Side 50
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201450
framfarir í HanDskrifT Hjá grUnnskÓLaBörnUm í reyk javík
120
100
80
60
40
20
0
0 1. 2. 3. 4. 5. 6. 7. 8. 9.
Bekkur
sk
rif
ta
rh
ra
ði
(b
ók
sta
fir
/m
ín
út
u)
Bandaríkin 1997 ísland 1990 noregur 1988–1993
Mynd 3. Skriftarhraði
Samanburður á framförum grunnskólabarna í Bandaríkjunum (þversniðsrannsókn, Graham o.fl.,
1998, letur óþekkt), á Íslandi (þversniðsrannsókn, Ragnheiður Karlsdóttir, 1997, letur A í mynd 1) og
í Noregi (langsniðsrannsókn, Ragnheiður Karlsdóttir og Þórarinn Stefánsson, 2002, letur B í mynd 1).
Rannsóknir á þáttum sem talið er að hafi áhrif á framfarir í skriftargetu
Samhæfing sjónar og handar
Það er algeng skoðun að skriftargeta barna byggist að miklu leyti á sjónskyni og
hreyfifærni og hæfninni til þess að samhæfa þessa þætti. Hægar framfarir eru því
oft útskýrðar með veikleikum í sjón og hreyfigetu. Niðurstöður rannsókna hafa gefið
vísbendingar um að 10–20% barna eigi í erfiðleikum með að læra handskrift vegna
röskunar á sjón- og hreyfiþroska (Graham og Weintraub, 1996; Volman, van Schendel
og Jongmans, 2006). Rannsóknir á fylgni milli einkunna úr prófum í samhæfingu
sjónar og handar og skriftareinkunna sýna hins vegar að þegar á heildina er litið er
þessi fylgni tiltölulega veik. Til dæmis komust Ragnheiður Karlsdóttir og Þórarinn
Stefánsson (2003) að því að fylgni á milli einkunna úr Beery-Buktenica-prófum í
samhæfingu sjónar og handar við upphaf kennslu í 1. bekk og einkunna fyrir skriftar-
gæði var r = 0,38 í lok 2. bekkjar og r = 0,27 í lok 5. bekkjar. Samsvarandi fylgni fyrir
skriftarhraða mældist r = 0,20 og r = 0,19. Kvaðröt fylgnistuðlanna gefa tilefni til þess
að ætla að samhæfing sjónar og handar hjá börnum útskýri að meðaltali minna en 15%
af breytileika í skriftargetu þeirra og að það sem helst hægi á framförum hjá flestum
börnum tengist að litlu leyti sjónskyni og hreyfifærni.
Kyn
Fundist hefur kynjamunur hvað varðar meðalskriftargetu, stúlkum í vil. Til dæmis
fundu Graham o.fl. (1998) í þversniðsrannsókn frá 1. bekk (6 ára bekk) til 9. bekkjar