Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 34

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 34
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201434 fjöLmenningarLegT námssamféLag Þátttakendur voru sjö nemendur af erlendum uppruna á aldrinum 23–46 ára í alþjóð- legu námi í menntunarfræði við Háskóla Íslands, Menntavísindasvið. Vegna persónu- verndarsjónarmiða verða nemendurnir ekki kynntir sérstaklega sem einstaklingar en þeir áttu það sameiginlegt að vera langt komnir í náminu eða hafa nýlokið því. Nemendum hafa verið gefin eftirfarandi dulnefni til aðgreiningar: Vivienne, Vanda, Vera, Vada, Valerie, Vida og Viola. Allir þátttakendur voru konur sem skýrist af því að enginn karlmaður gaf kost á sér. Gagnanna var aflað árið 2011. Uppruni nemendanna er í tveimur Evrópulöndum, þremur Asíulöndum, einu Afríkulandi og einu landi í Suður-Ameríku. Allir nemendurnir hafa ágæta enskukunnáttu, enda höfðu þeir verið virkir þátttakendur í náminu og voru nálægt námslokum eins og fyrr segir. Rannsóknin var tvíþætt. Nemendunum var annars vegar skipt í tvo rýnihópa þar sem fram fóru viðtöl á ensku er byggðust á rannsóknarspurningunum. Hins vegar skrifuðu nemendur frásögn (e. narrative) frá eigin brjósti um reynslu sína af náminu sem þeir sendu rannsakendum. Nemendum var kynnt rannsóknin, markmið hennar og rannsóknarspurningar og upplýsts samþykkis var aflað frá öllum þátttakendum og þeim var tjáð að þeir þyrftu ekki að svara spurningum ef þeir svo kysu og gætu hætt þátttöku hvenær sem væri (Kvale, 1996). Kostir rýnihópaviðtala eru helst þeir að í þeim er hægt að fylgjast með ítarlegri umræðu um ákveðin viðfangsefni inn- an ákveðins tímaramma. Auk þess geta samtöl um sameiginlega reynslu hvatt við- mælendur til þátttöku umfram það sem væri t.d. í einstaklingsviðtölum (Flick, 2006; Morgan, 1997). Auk bakgrunnsupplýsinga sem aflað var ræddu nemendurnir í viðtölunum hvers vegna þeir hefðu sótt um námið, hver hefði verið aðdragandinn að því, hvort nám- ið hefði staðið undir væntingum, hvort eitthvað hafi komið þeim á óvart í náminu persónulega og faglega, hvort námið hafi haft áhrif á þá persónulega, hvaða áætlanir þeir hefðu um framtíðina, hvaða tækifæri þeir teldu sig hafa til að nýta sér þá færni sem þeir hefðu öðlast í gegnum námið og hvert væri draumastarf þeirra að náminu loknu. Í frásögnunum veltu nemendurnir fyrir sér og skrifuðu um reynslu sína af náminu í heild sem og reynsluna af þátttöku í rýnihópaviðtölunum. Viðtölin sem voru 90–120 mín. að lengd voru afrituð, marglesin og lykluð. Við gagnagreininguna var þemalyklun beitt og leitað að meginstefjum í gögnunum (Flick, 2006; Kvale, 1996) sem voru jöfnuður, valdefling og áhrif náms á líf nemendanna, framtíðarsýn og áform, en gerð verður nákvæmari grein fyrir þeim í niðurstöðukafl- anum. Rannsakendur lásu frásagnir þátttakenda og var frásagnargreiningu (e. narrative analysis) beitt við greiningu frásagnanna. Frásagnargreining gefur rannsakendum tækifæri til að öðlast þekkingu eða skilning á mikilvægi ákveðinna aðstæðna og athafna og til að finna innbyrðis tengsl sem gefa heilsteypta mynd af fyrirbærinu sem er til rannsóknar (Polkinghorne, 1995). Textinn var síðan túlkaður út frá félagsmenn- ingarlegri (e. sociocultural) nálgun, en hún miðar að því að greina frásagnir þátttak- enda í víðari skilningi en þeim sem einstaklingurinn notar til að skýra frá eða túlka tiltekin atvik í lífi sínu (Grbich, 2007). Í greininni hafa beinar tilvitnanir úr viðtölunum verið þýddar yfir á íslensku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.