Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 38

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 38
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201438 fjöLmenningarLegT námssamféLag mikilvægara; maður öðlast þekkingu á sjálfum sér (staðalmyndir manns, áhyggjur, ábyrgð og fleira) og þessi reynsla af því að skoða sjálfan sig í speglinum er auðvitað ekki alltaf auðveld og skemmtileg, en mjög dýrmæt. Vanda tók sterkt til orða þegar hún var spurð hvaða áhrif námið hafi haft á framtíðar- áform hennar og svaraði „Þið getið ekki gert ykkur í hugarlund hvað þið hafið gefið okkur!“ Eins og sjá má af þessari samantekt á helstu niðurstöðum lýsa þátttakendur nám- inu sem umbreytandi og eflandi og telja reynslu sína af náminu almennt jákvæða þrátt fyrir að áherslurnar í náminu hafi komið þeim mörgum á óvart í upphafi. Það að þær eru tilbúnar til að mæla með náminu við aðra segir meira en mörg orð. Í frásögnum viðmælenda má sjá skýr merki um þá gagnrýnu vitundarvakingu í tengslum við menntun sem Freire (2007) lýsir en hún felur einmitt í sér að gera fólki kleift að fjalla um og bregðast við áskorunum í umhverfi sínu. Valdefling viðmælenda okkar nær svo sannarlega út fyrir skólastofuna, sem m.a. má sjá í frumkvæði sumra þeirra við að efla og styrkja fjölbreytt móðurmál í gegnum stofnun formlegra samtaka. Aðrir hafa valið að fara í frekara nám til þess að undirbúa sig enn frekar fyrir þátttöku við uppbyggingu og breytingar á menntakerfi upprunalandsins. UMrÆÐUr Og lOKaOrÐ Í þessum hluta verða meginniðurstöður rannsóknarinnar dregnar saman og gerð grein fyrir helstu þemum auk þess að tengja frásagnir viðmælenda við þann hug- myndafræðilega grunn sem námið byggir á og áður hefur verið fjallað um. Markmið rannsóknarinnar var að athuga hvaða áhrif þátttaka í alþjóðlegu námi í menntunar- fræði við Háskóla Íslands hefur haft á líf og störf sjö nemenda af erlendum uppruna. Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að alþjóðlega námið hafi haft marg- vísleg áhrif á þátttakendurna. Konurnar voru allar mjög ánægðar með að fá inngöngu í námið og að hafa tækifæri til að stunda það á ensku. Fæstar þeirra hefðu treyst sér í sambærilegt nám á íslensku að þeirra sögn. Skilbeck (2000) og Brennan og Naidoo (2008) hafa eins og áður hefur komið fram lagt áherslu á mikilvægi þess að stuðla að jafnrétti til náms, félagslegu réttlæti og lýðræði á háskólastigi ekki síður en öðrum skólastigum. Mikilvægt er að gefa þessum atriðum gaum þegar fjallað er um aðgengi að námi og mennastofnunum á Íslandi. Konurnar nefndu allar að námið hafi styrkt sjálfsmynd þeirra (Heng, 1996), auk þess sem þær hafi lært að vera virkir og gagnrýnir þátttakendur í eigin námi (Freire, 1998, 2007; Giroux, 1994; hooks, 1994), sem hvort tveggja fellur undir persónulegan ávinning. Einnig virðast áherslur í hugmyndafræði fjölmenningarlegrar menntunar (Banks, 2007; Nieto, 2010; Sleeter, 2002), gagnrýninni fjölmenningarhyggju (May, 1999a, 1999b) og gagnrýninni uppeldisfræði (Freire, 1985, 1999) hafa skilað sér í sterkri upplifun kvennanna af menningarmiðaðri menntun (Gay, 2000) þar sem reynsla þeirra og þekking var nýtt á markvissan hátt, svo og í mótun fjölmenningarlegs náms- samfélags (Nieto, 2010).
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.