Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 85

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 85
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 85 koLBrún Þ. PáLsDÓTTir starfshópur sem leiðir slíka vinnu. Þann lærdóm má meðal annars draga af sögu leik- skólans, sem í dag er skilgreindur sem fyrsta skólastigið, en áður var fyrst og fremst litið á hann sem dagvistun eða gæslu (Jón Torfi Jónasson, 2006). Hugum að hlutverki ólíkra faghópa. Hlutverk umsjónarkennara er nokkuð skýrt samkvæmt íslenskum lögum og felst meðal annars í því að hann fylgist „náið með námi nemenda sinna og þroska, líðan og almennri velferð, leiðbeinir þeim í námi og starfi, aðstoðar og ráðleggur þeim um persónuleg mál …“ (Lög um grunnskóla, nr. 91/2008, 13. gr.). Hins vegar er hlutverk frístundaleiðbeinenda í skólum hvergi skil- greint, en þó er kveðið skýrt á um að grunnskólum beri að bjóða upp á félags- og tómstundastarf (Lög um grunnskóla, nr. 91/2008, 33. gr.). Í Reykjavík er gerð krafa um háskólamenntun verkefnastjórnenda og gerðar kröfur um menntun og/eða reynslu almennra starfsmanna. Viðtöl við verkefnastjóra frístundaheimila og frístundaleið- beinendur í Reykjavík sýndu að starfsfólk lagði mikla áherslu á að efla félagslegan þroska barna, og að skapa börnum öruggt og skapandi umhverfi til leiks og hópa- starfs: Þetta er bara heilmikið uppeldi í rauninni ... að kenna þeim bara rétt og rangt og að leika saman ... þetta félagslega ... vera góðir vinir og taka tillit en samt að njóta sín sem einstaklingur ... Við höfum bara markmiðið hérna að þeim líði vel og þau hafi gaman að því að vera hérna og finni til öryggis. (úr viðtali við verkefnastjóra frí- stundaheimilis, sjá Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, 2012b.) Áhersla var lögð á að börnin hefðu val um viðfangsefni á frístundaheimilinu, og bæði væri boðið upp á frjálsan leik og hópastarf undir leiðsögn starfsfólks: Þetta er þeirra frístund og það er mikilvægt að þau fái að upplifa ákveðið frelsi og að þau hafi val um hvað þau geti gert en samt að þau séu ekki bara að gera allt sem þau vilja. Þau þurfa líka að hafa smá ramma og aga ... svo að þau verði ekki tætt eftir daginn. Þá er þetta frístund fyrir þau en samt eru þau líka að læra samskipti. (úr viðtali við frístundaleiðbeinanda, sjá Kolbrúnu Þ. Pálsdóttur, 2012b.) Hlutverk frístundaleiðbeinenda geta orðið óljós innan skólastarfsins þar sem miðað er við formlegt námsumhverfi. Ackesjö (2011) hefur sýnt fram á að börn á sænsk- um frístundaheimilum hafa óljósar hugmyndir um hlutverk frístundaleiðbeinenda í skólastarfinu, en hafa á hinn bóginn mun skýrari mynd af hlutverki kennarans. Miklu skiptir að sveitarfélög ráði inn fagmenntaða einstaklinga til að starfa við frístunda- heimilin. Við Háskóla Íslands er boðið upp á nám í tómstunda- og félagsmálafræði þar sem áhersla er lögð á að búa einstaklinga undir störf á sviði frítíma og óformlegs náms (sjá Jakob Frímann Þorsteinsson, í þessu hefti). Það er því trú mín að á næstu árum muni fjölga fagmenntuðu starfsfólki við störf á frístundaheimilum og í skólum, fagfólki sem búi yfir þekkingu til að nýta kosti óformlegra námsleiða til að efla alhliða þroska barna og stuðla að velferð þeirra innan og utan skóla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.