Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 71

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 71
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 71 ragnHeiðUr karLsDÓTTir og ÞÓrarinn sTefánsson Breyting á forskriftarletri Þegar litið er á meðalframfarir barnanna í þessari rannsókn og þær bornar saman við framfarir barna fyrir leturbreytinguna og framfarir barna í öðrum löndum benda niðurstöður þessarar rannsóknar til þess að innleiðing nýs forskriftarleturs hafi tekist vel. Nánari athugun á afleiðingum leturbreytingarinnar gefur hins vegar vísbendingar um að lögun bókstafanna í grunnskriftarletrinu auki tilhneigingu barnanna til þess að víkja frá forskriftinni, bæði með því að kringja skörpu hornin í grunnskriftinni og að víkja sér undan því að tengja stafina. Þetta bendir til þess að góður árangur í skriftarkennslu, að því leyti sem hann kemur fram í þessari rannsókn, sé fyrst og fremst afleiðing af þeirri endurreisn skriftarkennslunnar sem fylgdi innleiðingunni á grunnskriftinni fremur en að hann liggi í sjálfu grunnskriftarletrinu. Ef tekið er tillit til þessara áhrifa sýnir samanburður á framförum í skriftargetu fyrir og eftir letur- breytinguna (myndir 5 og 6) að áhrifin af henni hafa verið óveruleg. Þetta gefur tilefni til að draga í efa að brýn þörf hafi verið á að breyta um forskriftarletur í því skyni að auka framfarir. Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja því ekki það sjónarmið kennaranna á árunum fyrir leturbreytinguna að notkun á lykkjuskrift hafi hindrað framfarir. Líklegast er að brotalömin í skriftarkennslu á áttunda áratugnum hafi verið hnignun kennslunnar. Aðalástæðan fyrir því að tekin var upp leturgerð grunnskriftarinnar þegar for- skriftarletrinu var breytt virðist hafa verið sú að samtímis var tekin upp ný stefna í skriftarkennslu sem byggðist á þeirri góðu og gildu meginreglu kennslufræðinnar að fara frá hinu einfalda til hins flókna (Björgvin Jósteinsson, Kolbrún Sigurðardótt- ir og Þorvaldur Jónasson, 1980). Kennslufræðilega var hugmyndin að kenna fyrst prentstafi og breyta þeim svo smám saman í tengda skrift. Talið var að bókstafaform grunnskriftarinnar væru betur til þess fallin en bókstafaform lykkjuskriftarinnar að framfylgja þessari stefnu. Rannsóknir á byrjunarskrift hafa hins vegar sýnt að það skiptir engu máli fyrir framfarir í skrift hvort byrjað er að kenna einfalda stafi og þeim síðan breytt eða hvort byrjað er strax að kenna bókstafaform tengdrar skriftar (Ragnheiður Karlsdóttir, 1985, 1996a, 1996b). Þetta er vísbending um að það að draga til stafs sé svo einföld aðgerð að það eigi ekki við að beita reglunni um að fara frá hinu einfalda yfir í hið flókna við kennslu á bókstafaformum og að efast megi um þær kennslufræðilegu forsendur sem innleiðing grunnskriftar byggðist á. Þar að auki sýna niðurstöður þessarar rannsóknar að í 1. bekk lærðu börnin að meðaltali aðeins níu bókstafaform prentskriftarinnar af þeim 28 sem prófað var í. Þegar grunnskriftin var kennd í 2. bekk var því enginn grundvöllur fyrir því að fylgja þeirri kennsluaðferð að breyta prentstöfum í grunnskriftarstafi.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.