Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 32

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 32
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201432 fjöLmenningarLegT námssamféLag sem síðan leiði til aukinnar áherslu á þau í rannsóknarsamhengi. En þeir gagnrýna jafnframt að stundum liggi ekki nægilegur skilningur á hugtakinu til grundvallar og það sé þá í raun bara notað til skrauts, ætlað að fegra og mýkja ásýnd stofnunarinnar. Til að bregðast við þessu þurfi að spyrja krefjandi spurninga eins og hvert sé hlut- verk háskóla í að tryggja jafnræði og félagslegt réttlæti í samfélaginu. Þrennt kemur til að mati Brennan og Naidoo (2008). Í fyrsta lagi er það aðgengi að náminu, í öðru lagi ávinningur einstaklingsins og í þriðja lagi ávinningur samfélagsins (Brennan og Naidoo, 2008). Menningarmiðuð menntun (e. culturally responsive teaching) (Gay, 2000) er menntun sem byggir á menningarlegri þekkingu, fyrri reynslu, ólíkum tjáningar- formum og miðlunarhæfni, þar sem tekið er mið af menningarlegum margbreytileika nemenda. Gay (2000) hefur skrifað mikið um mikilvægi slíkrar menntunar en hún er þeirrar skoðunar að til þess að tryggja öllum nemendum árangursríkt nám við hæfi, verði námið að byggja á styrkleikum nemenda og taka mið af þeim menningarlega bakgunni sem þeir eru sprottnir úr. Menntun byggð á þeim grunni tryggir enn fremur góð tengsl milli heimilis og skóla og kemur þannig í veg fyrir að nemendur upp- lifi að þeir tilheyri í raun tveimur menningarheimum, einum í skólanum og öðrum heima (Hanna Ragnarsdóttir, 2008). Eftirfarandi sex þættir einkenna menningar- miðaða menntun: Viðurkennandi, umfangsmikil, margþætt, valdeflandi, umbreyt- andi, frelsandi. Hér eru einkum valdeflingin og umbreytingin til umfjöllunar. Þar sem menningarmiðuð menntun tekur m.a. mið af reynslu nemenda og gerir hana að virk- um þætti í lærdómsferlinu er áhugavert að skoða reynslu þeirra kvenna sem tóku þátt í rannsókninni sem hér er til umfjöllunar þar sem námið sem þær stunduðu er m.a. byggt á þessari hugmyndafræði. Nemendur hafa í fjölmörgum námskeiðum tækifæri til að byggja á reynslu sinni og deila henni með öðrum (Allyson Macdonald og Auður Pálsdóttir, 2011; Books o.fl., 2011; Hanna Ragnarsdóttir, 2012). alÞjóÐlEgt náM Í MEnntUnarfrÆÐi Í alþjóðlegu námi í menntunarfræði við Háskóla Íslands eru námsleiðir bæði til BA- og MA-gráðu. Námsleiðirnar voru stofnaðar árið 2008 eftir þriggja ára undirbúning (Books o.fl., 2011). Námið var m.a. þróað til að bregðast við auknum fjölbreytileika nemenda, til að stuðla að jafnrétti, jafnræði og til koma í veg fyrir þá jaðarsetningu erlendra nemenda við skólann sem niðurstöður rannsóknar höfðu staðfest (Hanna Ragnarsdóttir og Hildur Blöndal, 2007). Kennsla og nám fer fram á ensku. Grund- vallarhugmyndafræði námsins er sótt í gagnrýna fjölmenningarhyggju og gagnrýna uppeldisfræði og í mótun þess voru athugaðar fyrirmyndir alþjóðlegs náms í öðrum löndum. Í náminu er lögð áhersla á hnattræna og fjölmenningarlega sýn á menntun; að veita háskólanemum innsýn í líf, störf og menntun í ólíkum samfélögum; gefa þeim tæki- færi til að rannsaka mismunandi menningu og trúarbrögð; þróa færni á sviði hnatt- rænnar kennslu í íslenskum og alþjóðlegum skólum; og þróa færni á sviði fjölmenn- ingarfræða og alþjóðlegra tengsla (Hanna Ragnarsdóttir, 2012). Unnið er með þessa þætti í náminu í heild og með mismunandi hætti í hinum ýmsu námskeiðum þess.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.