Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 14

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 14
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 201414 Hver j ir fara í kennaranám og Hvers vegna? áfram upp á master ef maður stendur sig ekki. Þá getur maður ekki orðið kennari. Þó maður sé kominn inn þýðir það ekki að þetta sé auðvelt.“ Milli 50 og 64% kennara- nema í öllum löndunum voru mjög vissir um að þeir myndu ljúka kennaranáminu. Á Íslandi voru 50% alveg vissir og 93% alveg eða nokkuð vissir. Í öllum löndunum voru konurnar ákveðnari en karlarnir í því að ljúka náminu. Framhaldsskólanemarnir og kennaranemarnir í íslensku rannsókninni töldu mikil- vægt að menntun sú sem þeir öfluðu sér gæfi þeim kost á að sinna fjölbreyttum störf- um eða veitti þeim tækifæri til frekari menntunar. Líkt og aðrir framhaldsskólanemar í norrænu rannsókninni töldu þeir íslensku minni möguleika á að kennaramenntunin nýttist í ólíkum störfum en kennaranemarnir. Þetta kom bæði fram í spurningakönnun- inni og rýnihópaviðtölunum. Íslensku kennaranemarnir sögðu að menntunin væri löng en framhaldsskólanemarnir að hún væri stutt. Hugsanlega getur sá viðhorfa- munur sem fram kom tengst lengingu námsins árið 2008; að kennaranemarnir hafi haft vitneskju um þá lengingu en ekki framhaldsskólanemarnir. Í rýnihópaviðtölun- um kom fram að íslensku kennaranemarnir væntu þess að lenging námsins myndi opna fyrir fleiri starfsmöguleika og staða og laun kennara myndu vænkast. Íslenskir kennaranemar skáru sig úr með þá skoðun að menntunin gæfi breiða þekkingu og færni. Fram kom í rýnihópaviðtölunum að það væri almennt viðhorf í samfélaginu að ekki væri mikið nýtt að læra í kennaranámi og framhaldsskólanemarnir álitu margir að í grunnskólakennaranáminu væri farið í sama efni og þeir hefðu lært í framhalds- skólanum. Einn íslenskur framhaldsskólanemi orðaði það þannig: „Næstum eins og að setjast aftur á sama skólabekk.“ Almennt töldu framhaldsskólanemarnir að ekki væri um að ræða neina sérstaka sérhæfingu í kennaranáminu heldur að kennaranám- ið fælist fyrst og fremst í dýpkun í faggreinum. Í rýnihópaviðtalinu töldu kennara- nemar að megináherslan í náminu þyrfti að vera á samskiptaþáttinn, hann væri það sem mest reyndi á í kennarastarfinu. Af kennaranemum voru 80% mjög sammála því að námið fælist í nánu samstarfi við samnemendur og að það væri mjög mikilvægt eða frekar mikilvægt fyrir þá. Í rýnihópaviðtölunum kom þessi samvinnuþáttur vel fram og ræddu nemendur um að starf kennara á öllum skólastigum væri samskiptastarf og margir kennaranemanna töldu sig vera með sterka samskiptagreind. Hér skildu finnskir kennaranemar sig verulega úr í viðhorfum sínum til sérhæf- ingar kennaranámsins þar sem þeir töldu að kennslufræðin væri kjarninn í kennara- menntuninni, þar lægi sérfræðiþekking kennarans fyrst og fremst, og báru hiklaust nám sitt saman við nám í læknisfræði. Á mynd 1 má sjá niðurstöður frá öllum löndunum úr spurningunni: Hvernig er kennaramenntunin metin í þínu landi?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.