Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 91

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 91
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 91 vanda siGURGeiRsdóttiR Menntavísindasviði Háskóla íslands Uppeldi og menntun 23. árgangur 1. hefti 2014 Tómstundamenntun inngangUr Eitt af grunnhugtökunum í náminu í tómstunda- og félagsmálafræði við Mennta- vísindasvið Háskóla Íslands er tómstundamenntun (e. leisure education). Í stuttu máli felst tómstundamenntun í því að kenna einstaklingum að nota frítíma sinn á jákvæðan og uppbyggjandi hátt með það að markmiði að auka lífsgæði (Leitner og Leitner, 2012). Tómstundamenntun getur bæði verið formleg og óformleg (AAPAR, 2011; Ruskin og Sivan, 1995). Í þessari grein verður aðallega fjallað um formlega tóm- stundamenntun, sem er tiltekið ferli, byggt á fyrirfram ákveðnu innihaldi og kennslu- aðferðum (Stumbo, Kim og Kim, 2011). Hér á landi virðast flestir vera sammála um mikilvægi þess að fólk búi sig undir framtíðarstarf og litast skólakerfið töluvert af því. Það sama virðist ekki eiga við um frítímann því formleg tómstundamenntun hefur ekki náð fótfestu hér á landi. Mikil- vægt er að bæta úr þessu vegna þess að í fyrsta lagi sýna rannsóknir að við eyðum mun meiri tíma í frítíma en flestir gera sér grein fyrir, meira en tvöfalt meiri tíma en í skóla og atvinnu samanlagt (sjá t.d. Larson, 2000; Leitner og Leitner, 2012; Weiskopf, 1982). Til að mynda sýndi rannsókn Weiskopf (1982) að miðað við 70 ára aldur eyðir meðalmaður 27 árum í frítíma, 7,33 árum í vinnu og 4,33 árum í formlega menntun. Því er ljóst að frítíminn er stór þáttur í lífi fólks. Í öðru lagi sýna rannsóknir að það hvernig frítímanum er varið getur haft jákvæð eða neikvæð áhrif á lífsgæði, vellíðan, andlega og líkamlega heilsu, svo og hamingju og lífsgleði (Dattilo, 2008; Leitner og Leitner, 2012; Mannel, 2006; Ponde og Santana, 2000). Flestir gera sér líklega grein fyrir mikilvægi frítímans en eigi að síður eru margir sem nota frítíma sinn á neikvæðan hátt. Í tómstundafræðunum kallast þetta frítímatengd vandamál (e. leisure-related problems). Með því er átt við ýmsa andfélagslega eða heilsuspillandi hegðun sem fólk temur sér í frítíma sínum, t.d. neyslu áfengis, eitur- lyfjaneyslu, spilafíkn, ofbeldi, hreyfingarleysi, skeytingarleysi eða doða (Leitner og Leitner, 2012). Frítímatengd vandamál geta haft verulega slæm og kostnaðarsöm áhrif á einstaklinga og samfélagið í heild (Leitner og Leitner, 2012). Í þessu samhengi benda fræðimenn á að það er ekki meðfætt að nota frítímann á jákvæðan og uppbyggjandi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.