Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 121

Uppeldi og menntun - 01.01.2014, Blaðsíða 121
Uppeldi og menntUn/icelandic JoUrnal of edUcation 23(1) 2014 121 HrUnD HLöðversDÓTTir og gUnnÞÓr eyfjörð gUnnÞÓrsson að vekja okkur til umhugsunar um mikilvægi leiksins í skólastarfi beggja skólastig- anna og að margar hliðar eru á leikforminu sem allar eru börnum mikilvægar í námi. Í leik fær barn að njóta þess sem það kann. Hann er lífstjáning barnsins og leið þess til að læra. VangaVEltUr HÖfUnDa grEinarinnar Gunnþór ¹ Við lestur bókarinnar fann ég margt sem getur gagnast mér í vinnu minni sem skóla- stjóri leik- og grunnskóla og við þróun hans, með það markmið að skapa samfellu í námi barna. Eins og kemur fram á bls. 11 er menning leikskóla og grunnskóla töluvert mismunandi, t.d. ólík námskrá og kennsluaðferðir, og umhverfið eða umgjörðin eru ólík. Eins eru sérstök lög og reglugerðir um skólastigin. Þó svo að á Íslandi sé nú sameiginlegur kafli um skólastigin (leik- og grunn-) í aðalnámskrám og leikskólinn sé viðurkenndur sem fyrsta skólastigið eru vissulega önnur lögmál sem gilda um skóla- skylduna á grunnskólastigi. Í Árskógarskóla er umgjörðin ekki ólík milli skólastiganna, heldur sú sama þar sem allur skólinn er undir saman þaki og einn skólastjóri. Félagslegt samhengi er einungis lagalegt, þ.e. þjónusta leikskólastigs gagnvart foreldrum og lagaleg skóla- skylda grunnskólastigs gagnvart nemendum.Við kjósum að horfa á þetta í samhengi: Skólinn sinnir öllum með námi og þroska sem fæst með leik, fjölbreytni í kennslu- háttum og aðstæðum til náms úti og inni. Allar upplýsingar um hvern nemanda eru aðgengilegar kennurum á báðum skólastigum og þannig er sífellt byggt á fyrra námi og reynslu. Það þarf ekki kynningu á grunnskólanum fyrir börnin þegar þau komast á grunnskólaaldur hjá okkur heldur er í skólanum gagnkvæm blöndun og samspil þar sem aðferðum leik- og grunnskólans er blandað saman. Það besta og það sem er talið það heppilegasta hverju sinni er valið svo sem flestir njóti sín í leik og námi sam- kvæmt þroska en ekki árgangi. Við lestur bókarinnar sá ég aukin tækifæri til að kenna stærðfræðihugtök með kubbaleik í vinnu með nemendum á mótum skólastiganna, þ.e. elsta árgangi leik- skólastigs og 1. bekk. Þessir hópar eru saman einu í viku í samkennslu með áherslu á samtvinnað leikskóla- og byrjendalæsi. Í 3. og 4. kafla er fjallað um hugmyndir kennara um stærðfræðinám og leik og byggingaleik í stærðfræðinámi. Þeir kaflar eru gott innlegg í þá samræðu sem leik- og grunnskólakennarar eru í og ákveðin leið til að skapa sameiginlega sýn og faglega orðræðu á mótum skólastiganna. Hrund ² Frá útskrift úr Kennaraháskóla Íslands árið 1997 hef ég starfað í fjórum grunnskólum og einum leikskóla. Í fyrstu starfaði ég sem yngsta stigs kennari í grunnskóla og þá vann ég að því að skapa samfellu milli skólastiganna tveggja. Síðar hef ég starfað sem deildarstjóri yngra og eldra stigs, verið stjórnandi leikskóla og nú er ég skólastjóri.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129

x

Uppeldi og menntun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Uppeldi og menntun
https://timarit.is/publication/581

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.